Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Síða 48

Fréttatíminn - 31.07.2015, Síða 48
NÚ Í NÝJUM UMBÚÐUM LJÚFFENGA HEILHVEITIKEXIÐ SEM ALLIR ELSKA Fjóla Dögg Sverrisdóttir er framkvæmdarstjóri Cycle listahátíðarinnar.  CyCles listahátíð í Kópavogi í ágúst Ólafur Elíasson sýnir á Cycle a lþjóðlegt listafólk sem allt getur tal-ist frumkvöðlar á sviði nýrrar tón-listar, gjörningalistar, myndlistar, hljóðlistar og arkitektúrs kemur fram á Cycle listahátíðinni og vinnur saman að list- sköpun sem hverfist þó alltaf. Hátíðin fer fram í Kópavogi dagana 13.-16. ágúst næst- komandi, og er Fjóla Dögg Sverrisdóttir framkvæmdarstjóri hátíðarinnar. „Tilurð hátíðarinnar helgast af því að hún Guðný Guðmundsdóttir, sem er annar tveggja list- rænna stjórnenda hátíðarinnar, hefur haldið tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi und- anfarin ár,“ segir Fjóla Dögg. „Hún, í sam- starfi við samstarfsaðila okkar í Bretlandi og Noregi, fékk styrk frá Menningaráætlun Evrópusamstarfsins og Cycle listahátíðin gengur út á það að tengja saman tónskáld í Evrópu við ákveðna tónlistarhópa. Þegar styrkurinn kom þá settumst við niður og ákváðum að gera eitthvað meira úr þessu og hugmyndin að þessari hátíð varð til,“ segir Fjóla. „Það er akkúrat ár síðan þessi styrkur barst og þá um leið hófst undirbún- ingur fyrir hátíðina og hefur staðið síðan. Við gengum inn á skrifstofu Kópavogs- bæjar og töluðum við Örnu Schram, sem er forstöðumaður listhúsanna í bænum, og þau tóku okkur opnum örmum.“ Á Cycle listahátíðinni koma fram marg- ir listamenn og ber þar helst að nefna Gjörningaklúbbinn, Pál Guðmundsson frá Húsafelli, Simon Steen-Andersen og Eyvind Gulbrandsen. Stærsta nafnið á hátíðinni er þó án efa Ólafur Elíasson. Fjóla segir það ekki hafa verið erfitt að fá hann til þess að vera með. „Ólafur lánar okkur verkið sitt Speglagöng, sem eru þrír speglar sem raðað er saman og áhorf- andanum líður eins og hann sé staddur við göng,“ segir hún. „Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson hefur svo samið verk fyr- ir strengjasveitina Skark, þar sem hann notar hugmyndir úr þessum skúlptúr í sitt verk, sem verður mjög gaman að upp- lifa,“ segir hún. Hátíðin fer fram á fjórum stöðum í Kópavogi, í Gerðarsafni, Saln- um, gamla Kópavogsbænum og gamla Kópavogshælinu. „Kópavogsbær var svo vingjarnlegur við okkur að þessi hús voru rýmd fyrir þessa hátíð, sem er stórkostlegt,“ segir Fjóla Dögg Sverrisdóttir, framkvæmdar- stjóri Cycle listahátíðarinnar. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.cycle.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Cycle listahátíð verður haldin í fyrsta skipti í sumar, dagana 13. til 16. ágúst 2015 í Kópavogi. Hátíðin leiðir saman bæði stórstjörnur úr lista- heiminum, eins og Ólaf Elíasson, Gjörningaklúbbinn og Simon Steen-And- ersen, og rísandi stjörnur eins og Eyvind Gulbrandsen, strengjasveitina Skark og slagverkstríóið Pinquins. Á hátíðinni verður boðið upp á tæki- færi til að kanna samruna og samskeyti listformanna, þar sem verkefnin á hátíðinni teygja anga sína út fyrir hið hefðbundna form. Fjóla Dögg Sverrisdóttir, framkvæmdarstjóri hátíðarinnar, segir undirbúning hafa staðið í eitt ár. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur í Hallgríms- kirkju um helgina. Lára Bryndís í Hallgrímskirkju Þrennir tónleikar verða í Hall- grímskirkju á Alþjóðlegu orgelsumri um helgina. Á morgun, laug- ardag, leikur Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari á hádegistón- leikum ásamt GAIA kamm- erkórnum frá Árósum þar sem verk eftir Stefán Arason, Báru Gríms- dóttur, Carl Nielsen og Rachmaninoff fá að hljóma. Á sunnudag- inn, klukkan 17, flytur Lára Bryndís síðan metnaðarfulla og fjölbreytta efnisskrá eingöngu fyrir orgel. Þar á meðal spænska barokktónlist, umritanir á Vocalise eftir Rachmaninoff og Nótt á Nor- nagnípu eftir Mussorgsky, auk verka eftir Hafstein Þórólfsson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Á mánudag- inn, klukkan 20, heldur svo danski kamm- erkórinn GAIA tónleika undir stjórn Søren Kinch Hansen, en á efnisskrá kórsins má finna perlur úr Vesper eftir Rachmaninoff, Messu eftir Rautavaara auk verka eftir Pur- cell, Chilcott, Nielsen, Báru Grímsdóttur og Stefán Arason. Miðaverð á hádegistón- leika Alþjóðlegs orgelsumars er 2000 krónur en á tónleikana á sunnudaginn, klukkan 17 og mánudaginn, klukkan 20, er aðgangseyrir 2500 krónur. -hf 48 menning Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.