Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.07.2015, Page 54

Fréttatíminn - 31.07.2015, Page 54
Innbrot hjá Alexöndru Pressan greindi frá því í vikunni að brotist hefði verið inn hjá Alexöndru Baldurs- dóttur, gítarleikara Mammút, og stolið þaðan ýmsum verðmætum sem hún notar við tónlistarsköpun. Hún segir tjónið mikið og biðlar til fólks að hafa augun opin. Alexandra vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og meðal þess sem var tekið var voru tölvur og myndavélar í eigu hennar og unnusta hennar. Hún segir tjónið vera gríðarlegt því í tölvunum var öll vinna parsins, en þau eru bæði grafískir hönnuðir. Vonast er til að hinir óprúttnu aðilar sjái að sér og skili þýfinu. Nýtt frá SíSí Ey Systurnar í Sísí Ey sendu frá sér nýtt lag í vikunni sem heitir Do It Good. Lagið var sett á vefsíðuna boilerroom.tv sem er miðill sem segir frá öllu því heitasta í dans- tónlistinni í heiminum. Þar segja að nýjasta lag Sísí ey sé með dillandi góðri bassalínu, hljóðgervlum og söng sem þeir líkja við eyrnakonfekt. Hægt er að fara á vefsvæðið og hlusta á nýja lagið. Mannakjöt í boði Ný íslensk hljómsveit lét á sér kræla í vikunni. Sveitin heitir því geðþekka nafni Mannakjöt og er skipuð kanónum í íslensku tónlistarlífi. Meðlimirnir koma úr Skálmöld, Pollapönki og Ham ásamt Eurovision kempunum Örlygi Smára og Valla Sport. Þeir tveir sömdu fyrsta lag sveitarinnar, Þrumuský, ásamt Pétri Erni Guðmundssyni, söngvara Buff og Dúndur- frétta. Mannakjöt kemur fram á Gay Pride í Reykjavík um næstu helgi og ýmislegt er fleira í bígerð. Páll Óskar vinsæll Páll Óskar frumsýndi nýtt myndband á YouTube í vikunni við lagið Líttu upp í ljós. Á fyrsta sólarhringnum voru yfir hundrað þúsund áhorf á lagið sem verður að teljast mjög gott á þessu litla landi. Palli hefur verið konungur tónlistarbransans í nokkur ár og greinilegt er að ekkert lát er á vinsældunum. Palli verður á þjóðhátíð í Eyjum og á Akureyri um helgina. Hljómsveitin Steed Lord kemur fram á Innipúkanum og Gay Pride í heimsókn sinni til Íslands.  Dómari Svala BjörgvinS á Skjá 1 í vetur Svala dæmir í The Voice Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er á landinu ásamt hljómsveit sinni Steed Lord. Þau munu koma fram á Innipúkanum um helgina og á Gay Pride um næstu helgi. Seinna í mánuðinum mun Steed Lord koma fram á Gay Pride í Kaupmannahöfn. Meira mun sjást af Svölu á landinu á næstunni, því hún mun verða einn dómara í þættinum The Voice sem sýndur verður á Skjá 1 í vetur. v ið komum til landsins í gær (miðvikudag) og verðum á Innipúkanum á laugar- dagskvöldið,“ segir Svala. „Við spil- uðum síðast á Íslandi 2013 og erum því mjög kát með að vera komin heim. Svo verðum við á Arnarhóli á Gay Pride um næstu helgi og á Gay Pride ballinu í Iðnó um kvöldið svo það er nóg um að vera,“ segir hún. Steed Lord hefur verið starfrækt frá Los Angeles síðustu sex ár og hefur sveitin verið mjög iðinn við tónleikahald. Á síðasta ári spiluðu þau á Gay Pride í San Fransisco og í Palm Springs og fóru í tónleika- ferð til Rússlands. „Við erum mikið bókuð og fáum margar fyrirspurnir og reynum að taka það sem við getum,“ segir Svala. „Það er auðvitað smá mál að fara í gigg í Skandinavíu þegar maður er búsettur í Kaliforníu. Annars er það bara bókunarskrif- stofan okkar sem sér um þetta og lætur þetta ganga upp Við erum ný- búin að semja við stærri skrifstofu sem kemur okkur á stærri viðburði. Það gengur mjög vel úti,“ segir hún. „Við erum að taka upp nýja plötu sem kemur út í vetur og vorum að klára lag með Sam Sparro, sem heitir Nightgames, og erum að gera myndaband við það núna í ágúst sem verður spennandi,“ segir Svala sem hefur ekki verið áberandi hér heima undanfarin sex ár sökum búsetu sinnar erlendis. Það er þó að fara að breytast. „Ég verð dómari í The Voice í vetur og er mjög spennt fyrir því,“ segir hún. „Framleiðslufyrirtæk- ið mun fljúga mér heim í nokkur skipti til þess að taka upp þætt- ina, svo ég kem oftar í heimsókn í vetur. Það er alltaf gott að koma heim og The Voice eru skemmti- legir þættir,“ segir Svala Björgvins. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is l eik- og söngkonan Ólöf Jara Skagfjörð hefur verið búsett í New York í 3 ár og lauk leiklistarnámi á síðasta ári frá leiklistarskólanum Circle In The Square. Eftir námið hefur hún ver- ið að reyna fyrir sér í þeim frum- skógi sem New York er og nýverið hreppti hún hlutverk í söngleikn- um All Shook Up sem byggður er á lögum Elvis Presley en er alls ekki um hann. Söngleikurinn var frumsýndur nú í lok júlí í leikhúsi sem heitir Yorktown Stage sem er rétt fyrir utan borgina og segir Ólöf það vera mjög metnaðarfullt leikhús. „Ég sá þetta auglýst og maður nýtir hvert tækifæri sem gefst í þessari borg,“ segir hún. „Ég fór í prufu og hreppti aðalhlutverkið, sem var mjög skemmtilegt. Kar- akterinn er algjör strákastelpa sem verður ástfangin af mótor- hjólatöffara sem heimsækir litla bæinn hennar og seinna í verkinu klæðir hún sig upp sem strák til að komast nær honum. Það var virki- lega gaman að leika þetta hlut- verk.“ Ólöf stefnir á að vera áfram í New York og halda áfram að krækja í hlutverk. „Þetta er stóra sviðið og mig langar að reyna mig áfram á því,“ segir Ólöf Jara Skag- fjörð leikkona.  leikliSt ólöf jara Skagfjörð hreppti aðalhlutverk í Söngleik Reynir fyrir sér í stóra eplinu Ólöf Jara hefur búið í New York í þrjú ár og segir leiklistarbransann erfiðan, en lærdómsríkan. 54 dægurmál Helgin 31. júlí-2. ágúst 2015 BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.