Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 10
• R-Line ytra útlit og 18” álfelgur
• Alcantara áklæði
• Webasto bílahitari með fjarstýringu
• Bluetooth fyrir farsíma og tónlist
• Climatronic - 3ja svæða loftkæling
• o.fl. o.fl.
Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum
VW Tiguan R-Line er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að sportjeppa.
Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is / Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirðiwww.volkswagen.is
5.990.000
kr.
Sjálfskiptur
og fjórhjóla
drifinn
Tiguan R-Li
ne:
Er ekki kominn
tími á Tiguan?
Hvernig ferðamennsku
viljum við á hálendinu?
Ferðaþjónustuaðilar á Kili eru ósáttir við kröfu Landverndar um
umhverfismat vegna lagfæringa á Kjalvegi. Landvernd segir
ferðaþjónustuaðila láta viðskiptahagsmuni ráða afstöðu sinni.
Rannsóknir sýna að ferðamenn vilja ekki vegi, sjoppur eða hótel
á hálendi Íslands en ferðaþjónustan sem atvinnugrein hefur
hins vegar ekki enn sett fram stefnu um hvernig hún vill að
miðhálendið sé nýtt fyrir greinina.
F rá árinu 1995 hefur Vega-gerðin unnið að breytingum á rúmlega 40 km kafla Kjal-
vegar í misstórum áföngum án þess
að láta fara fram mat á umhverfisá-
hrifum framkvæmdarinnar en um
er að ræða uppbyggðan veg sem víða
er utan eldra vegstæðis. Að undan-
gengnum ábendingum Landvernd-
Ferðaþjónustuað-
ilar í Kerlingafjöllum
segjast ekki vilja mal-
bikaða hraðbraut um
Kjöl. Þeirra ósk sé að
hálendið haldist sem
ein heild. Það þurfi
þó ekki að koma í veg
fyrir almenna upp-
byggingu á svæðinu.
Mynd Getty.
ar og fleiri aðila óskaði Vegagerðin í
sumar eftir afstöðu Skipulagsstofn-
unar um það hvort umhverfismeta
skyldi þá 3 km sem eftir eru af vegar-
lagningunni. Niðurstaða Skipulags-
stofnunar var sú að umhverfismat
væri ekki nauðsynlegt.
Þessari ákvörðun vill Landsvernd
ekki una og hefur því kært niður-
stöðuna til Efta-dómstólsins og kraf-
ist þess að allar framkvæmdir Vegar-
gerðarinnar verði stöðvaðar þar til
niðurstaða dómsins liggur fyrir.
Ferðamenn vilja ekki uppbygg-
ingu á hálendinu
Árið 2012 vann Anna Dóra Sæþórs-
dóttir landfræðingur skýrslu um
ferðamennsku á miðhálendinu fyr-
ir Skipulagsstofnun. Skýrslan var
unnin úr gögnum sem hún hafði
safnað saman úr rannsóknum síð-
astliðinna ellefu ára um upplifun
ferðamanna af ellefu stöðum á há-
lendinu, þar á meðal Kili. Í skýrsl-
unni kemur skýrt fram að ferða-
menn vilja ekki mikla uppbyggingu
á hálendinu, sérstaklega ekki vegi
og hótel, en óska eftir betri sal-
ernisaðstöðu og merktum göngu-
leiðum. Anna Dóra segir Kjöl, með
náttúruperlur á borð við Hveravellli
og Kerlingafjöll, geta verið frábær-
an valmöguleika við staði eins og
Landmannalaugar og Laugaveginn,
Ferðamenn
sem sækja
á hálendið
lengur en í
einn dag er
fólk sem vill
gista í skálum
og tjöldum,
en ekki á
hótelum. Það
kemur mjög
skýrt fram í
mínum rann-
sóknum.
Anna Dóra
Sæþórsdóttir
landfræðingur.
Framhald á næstu opnu
10 fréttaskýring Helgin 9.-11. október 2015