Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 2
hágæða vítamín Sigurjón dæmdur í fangelsi Sig ur jón Þ. Árna son var dæmdur í þriggja og hálfs árs fang elsi í Hæstarétti í gær í Imon-málinu svokallaða. Elín Sig fús dótt ir, fyrr ver andi fram kvæmda stjóri fyr ir- tækja sviðs bank ans, var einnig sak felld og dæmd í 18 mánaða fang elsi. Þau höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi. Þar var Steinþór Gunnarsson dæmdur í níu mánaða fangelsi, með sex mánaða skilorði. Hæstiréttur dæmdi hann til að sitja allan tímann óskilorðsbundið. Huld tímabundið forstjóri TR Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðis- málaráðherra hefur falið Huld Magnús- dóttur að gegna stöðu forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins frá 15. október næstkomandi, tímabundið um níu mánaða skeið, í fjarveru Sigríðar Lillýar Baldurs- dóttur sem hefur hlotið námsleyfi til sama tíma. Huld hefur gegnt embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstak- linga frá árinu 2009. Jafnframt hefur ráðherra, að því er fram kemur á síðu vel- ferðarráðuneytisins, sett Þorbjörgu Gunn- arsdóttur til að gegna embætti forstjóra þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar í Huldar stað frá 15. október til níu mánuða. Öll börnin í skóla Búið er að tryggja fimmtán börnum hælis- leitenda skólavist í þremur sveitarfélögum. Greint var frá því á miðvikudaginn í síðustu viku að sautján börn hælisleitenda hefðu ekki fengið skólavist fyrir mistök Útlend- ingastofnunar. Frá stofnuninni fást nú þær upplýsingar að börnin séu fimmtán en ekki sautján og þeim hafi nú öllum verið tryggð skólavist. Fimm barnanna séu byrjuð í skóla í Reykjavík. Þrjú þeirra hafi hafið nám á föstudaginn og tvö nú á mánudaginn. Tvær fjölskyldur með samtals sex börn fari til Reykjanesbæjar og fjögur til Hafnar- fjarðar. RÚV greindi frá.  Dómsmál sláanDi niðurstöður nýrrar rannsóknar Lög um dómsúrskurð fyrir einangrunarvist hafa litlu breytt og dæmi eru um 80 daga einangrunarvist fanga í gæsluvarðhaldi. Elísabet Ingólfsdóttir rannsakaði málið í meistararitgerð sinni í lögfræði og segir niðurstöðuna sláandi. E inangrunarvistun er nán-ast meginregla við upphaf gæsluvarðhaldsvistar hér á landi án þess að tillit sé tekið til persónulegra einkenna sakborn- inga, s.s. geðrænna kvilla, heilsu eða aldurs. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Elísabet Ingólfs- dóttir gerði og birti niðurstöður úr í meistararitgerð sinni í lögfræði nú í júní. Elísabet segir mikinn mun á beitingu einangrunarvistar í þágu rannsóknarhagsmuna hér á landi og í Danmörku. Til dæmis megi nefna að árið 2013 hafi 55 gæsluvarðhalds- fangar sætt einangrun í Danmörku en 83 á Íslandi, þrátt fyrir augljósan mun á fólksfjölda. Engin skoðun á ástandi Ritgerð Elísabetar nefnist „Einangr- un gæsluvarðhaldsfanga í ljósi 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu“ og hún segir starf með Amnesty inter- national hafa kveikt áhuga sinn á þessum málaflokki. „Í stuttu máli fjallar ritgerðin um beitingu ein- angrunarvistunar í gæsluvarðhaldi – þ.e. á rannsóknarstigi og á grund- velli rannsóknarhagsmuna – og þá í ljósi 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi með- ferð,“ segir Elísabet. „Varðandi þann vinkil þá skoðaði ég hvað það er sem Mannréttindadómstóllinn skoðar þegar metið er hvort um brot hafi verið að ræða og í ljós kom að þeir skoða meðal annars hvert markmiðið með einangrunarvist- uninni er, hvort það tengist rann- sóknarhagsmunum eða hvort það sé ólögmætt. Þeir skoða líka hversu lengi einangrunarvistin stendur og hversu íþyngjandi hún er fyrir fang- ann. Það gefur til dæmis auga leið að ef einhver er veikur fyrir andlega eða líkamlega þá auðvitað þarf að gæta sérstakrar varkárni.“ Elísabet segir sína niðurstöðu vera þá að hérlendis sé pottur helst brotinn varðandi síðasta atriðið, það virðist engin skoðun á ástandi hvers einstaklings fara fram áður en til einangrunarvistarinnar kemur. „Reglur um einangrunarvist hafa verið hertar og lögum breytt á þann veg að nú þarf dómari að úrskurða fólk í einangrunarvist, en það virð- ist engu hafa breytt og tilfellum hafi lítið fækkað. „Það kom fram í mínum tölvupóstssamskiptum við Margréti Frímannsdóttur, forstöðu- mann á Litla Hrauni, að nánast und- antekningalaust væru fyrstu dagar gæsluvarðhalds í einangrun. Í flest- um tilfellum er aðeins um nokkra daga að ræða en ég sá dæmi um allt upp í 80 daga einangrun í gæslu- varðhaldi og það er undarlegt að það skuli vera meginregla í fram- kvæmd þegar þetta á að vera undan- tekning samkvæmt teoríunni. Enda mest íþyngjandi frelsissvipting sem hægt er að beita gagnvart sakborn- ingi við rannsókn máls.“ Staðfesta mat rannsóknarað- ila Eina skýringin sem Elísabet fékk á þessu fyrirkomulagi var að þetta væri gert til að tryggja rannsóknar- hagsmuni mála. „Ég talaði líka við Jón H.B. Snorrason, þáverandi að- stoðarlögreglustjóra, og hann stað- festi að úrskurðir dómara um ein- angrunarvist staðfestu nánast alltaf mat rannsóknaraðila, það færi mjög lítil endurskoðun fram og sakborn- ingur yrði algjörlega undir í þessu ferli. Jafnvel þótt lögmaður ákærða héldi því fram að hann væri andlega vanheill væri það yfirleitt ekki tekið til greina. Það þykir mér mjög óeðli- legt því auðvitað á tilgangurinn með því að dómari úrskurði í þessum málum að vera að hafa eftirlitshlut- verk gagnvart stjórnendum rann- sóknarinnar.“ Elísabet segir niðurstöður sínar þó ekki hafa leitt í ljós að um skýrt brot á mannréttindasáttmálanum væri að ræða. „Ég væri að taka mjög djúpt í árinni ef ég segði að fram- kvæmdin sé brot á 3. gr. Mannrétt- indasáttmálans því þrátt fyrir allt hafa aðildarríkin mjög mikið svig- rúm. Hins vegar hafa hafa komið upp mál er varða einangrunarvistun sem ég er sannfærð um að séu klárt brot á 3. gr. sáttmálans. Skýrustu dæmin um það tengjast auðvitað rannsókn Guðmundar- og Geir- finnsmálsins.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Nær allir gæsluvarðhalds- fangar settir í einangrun Árið 2013 sættu 55 gæsluvarð- haldsfangar einangrun í Danmörku en 83 á Íslandi, þrátt fyrir augljósan mun á fólks- fjölda. Mynd/Hari Elísabet Ingólfsdóttir rannsakaði beitingu einangrunarvistar í gæsluvarð- haldi í meistararitgerð sinni í lögfræði. Í ljósi dómaframkvæmda í fíkni-efnamálum kemur þetta ekki á óvart. Það hafa fallið þungir dómar í brotum af þessu tagi áður,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um dómsupp- kvaðningu í máli hinnar hollensku Mirjam Foekje van Twuijver. Hún hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir smygl á tæplega tuttugu kíló- um af fíkniefnum til landsins. „Það sem kemur hins vegar á óvart er að ekki var tekið meira tillit til sam- starfsvilja hennar, í ljósi þess að hún var sakfelld sem burðardýr,“ segir Helgi. Dómurinn er sá þyngsti sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi, en refsiramminn fyrir fíkniefna- smygl er 12 ár. Dómurinn byggir meðal annars á því hversu mikil og hrein efnin voru og því að þetta er þriðja smyglferðin sem van Twujiver kemur til Íslands. Helgi segir að fíkniefnamál séu einn af fáum málaflokkum þar sem notast er við efsta stig refsiramm- ans. „Almennt er ekki verið að nota efsta stigið í hegningarlagaramm- anum á Íslandi, nema í manndráps- málum. Ástæðuna má rekja til margar þungra dóma sem féllu á 10. áratug síðustu aldar, í takt við aukinn fjölda fíkniefnamála.“ Helgi segir það því vera í hönd- um löggjafarvaldsins að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að þessi málaflokkur sé kominn upp í efstu mörk, því dómarar munu halda áfram að fara eftir dómafor- dæmum. „Það er einnig athugavert að burðardýr sem sýnir samstarfs- vilja sé að sprengja refsirammann. Hvað verður gert við höfuðpaurinn, finnist hann í næstu viku?“ spyr Helgi. „Það vita allir að þess- ir þungu dómar leysa ekki fíkniefnavandann.“ Aðeins tvisvar sinnum hafa jafn þungir eða þyngri dómar verið kveðnir upp í hér- aðsdómi í f íkni- efnamáli. Hæsti- rét tur mi ldaði re f s i n g u na í bæði skipt in. Ef Hæstiréttur mun staðfesta dóminn y f i r Twuijver verður hann því sá þyngsti dómur sögunnar í fíkniefnamáli. -emm Enn tími til samninga Enn er tími til að semja, segir í yfirlýsingu sem fulltrúar SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna afhenda forsætisráðherra í upphafi ríkis- stjórnarfundar í dag, föstudag. Í yfirlýsingunni eru kröfur félaganna ítrekaðar og vilji þeirra til að semja. Stjórnvöld eru í yfirlýsingunni minnt á það að á fimmtudaginn í næstu viku hefst verkfall þúsunda ríkis- starfsmanna, takist ekki að semja.  Dómsmál 11 ára fangElsi fyrir fÍkniEfnasmygl Burðardýr fær þyngsta dóm sögunnar Helgi Gunn- laugsson, afbrota- fræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. 2 fréttir Helgin 9.-11. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.