Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 16
S tærsti styrkleiki Heimis Hallgrímssonar er færni hans í mannlegum sam- skiptum. Þetta kemur skýrt fram í samtölum Fréttatímans við fólk sem þekkir til hans. „Í fyrsta lagi er hann bara klár en hann er líka svo ljúfur og góður. Hann er ótrúlega fær í mannlegum samskiptum. Það er alveg sama við hvern hann er að tala – hvort sem það er barn í tannlæknastólnum eða á blaða- mannafundi fyrir stóran lands- leik. Hann ber virðingu fyrir öllum og kann þetta,“ segir einn viðmælenda Fréttatímans. Heimir þykir afar metnaðar- fullur þegar kemur að knatt- spyrnuþjálfun. Hann er sagður hafa dúxað á A-prófinu hjá UEFA fyrir tæpum áratug og er einn fárra íslenskra þjálf- ara sem hafa lokið UEFA Pro gráðunni. Uppgangur hans í þjálfara- starfinu hefur enda verið eftir- tektarverður síðasta áratug. Á þeim tíma hefur hann farið frá því að þjálfa kvennalið ÍBV í að fara að stjórna landsliði á EM. Í starfi sínu hjá landsliðinu þykir hann bæði flottur í leik- greiningu og einstaklega fær í að koma leikmönnum í rétta gírinn fyrir leiki. „Hann treður þessu inn í Fjárbóndinn sem fór með Ísland á EM í Frakklandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla mætir Lettlandi á Laugardals- velli á morgun. Liðið hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á EM í Frakklandi næsta sumar. Ný kynslóð leik- manna hefur náð áður óþekktum hæðum fyrir okkur og að baki þeim er traust þjálfarateymi. Í brúnni hefur staðið hinn sigldi Lars Lagerbäck en við hlið hans stendur Eyjapeyinn Heimir Hall- grímsson. Við kynntum okkur þennan brosmilda og geðþekka mann. hausinn á þeim og hver leikmað- ur veit nákvæmlega hvað hann á að gera,“ sagði einn viðmæl- enda. Þá ná þeir Lars Lagerbäck vel saman og sá sænski sá ekkert því til fyrirstöðu að deila sviðinu með Heimi eftir tveggja ára samstarf þeirra. Utan vinnunnar er Heimir mjög heimakær og rækir sitt fólk vel. Sem dæmi um það byrjaði hann með þá hefð þegar hann þjálfaði ÍBV að mæta með tertu á kaffistofu bræðra sinna eftir sigurleiki. Þeirri hefð hefur hann haldið við eftir að hann fór að þjálfa landsliðið og hefur mannskapurinn þar ekki liðið skort, enda gengi landsliðsins með afbrigðum gott. Honum finnst gott að borða góðan mat og var, að minnsta kosti fyrr á tíð, bölvaður sæl- gætisgrís sem er skondið í ljósi starfans. Heimir hefur þá reglu að brjóta upp tarnir hjá lands- liðinu með því að skella sér í bíó á kvöldin. Strákabíó, eins og það heitir. Ekki vita margir að Heimir er fjárbóndi í Vestmannaeyjum. Fjölskylda hans á veiðifélagið Ystaklett þar sem lundi var veiddur á árum áður. En eftir að veiðin lagðist af var svo mikil 16 nærmynd Helgin 9.-11. október 2015 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.