Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 40
40 bílar Helgin 9.-11. október 2015  Bílar Nýi VolVo jeppiNN Bíll ársiNs á íslaNdi Lúxusjeppi með öllu því besta frá Volvo JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Volkswagen Golf GTE hreppti annað sætið og Audi Q7 það þriðja. Alls voru 30 bílar í forvalinu og af þeim komust 15 í úrslit í fimm mismunandi flokkum. V olvo XC90 er bíll ársins á Íslandi. Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stóð að valinu, að því er fram kem- ur á síðu Félags íslenskra bifreiða- eigenda. „Volkswagen Golf GTE hreppti annað sætið og Audi Q7 það þriðja. Alls voru 30 bílar í for- valinu í ár og af þeim komust 15 í úrslit í fimm mismunandi flokkum. Gjaldgengir voru nýir bílar og nýj- ar kynslóðir eldri bíla sem komið hafa til landsins frá því valið fór fram í fyrra. Flokkarnir voru sem hér segir: Smærri fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og um- hverfisvænir bílar. Úrslitabílarnir voru teknir til loka- prófana snemma í septembermánuði á nýrri og stórbættri akstursbraut Kvartmíluklúbbsins. Í kjölfarið var bílunum gefin einkunn í 12 mismun- andi þáttum og þannig skorið úr um sigurvegarann. Í flokki smærri fólksbíla fór Citro- ën C4 Cactus með sigur af hólmi á undan Mazda 2 sem lenti í öðru sæti og Skoda Fabia þar á eftir í því þriðja. Í flokki stærri fólksbíla var Volkswa- gen Passat sigurvegarinn, Skoda Su- perb í öðru sæti og Ford Mondeo í þriðja sæti. Í jepplingaflokki sigraði Mazda CX-3 og á eftir honum komu Renault Kadjar og Nissan X-Trail í öðru og þriðja sæti. Í flokki jeppa varð, eins og áður segir, Volvo XC90 hlutskarpastur, en hann var stiga- hæstur allra og því réttmætur bíll árs- ins. Skammt á hæla hans kom Audi Q7 og þar á eftir Land Rover Disco- very Sport. Loks sigraði tengiltvinn- bíllinn Volkswagen Golf GTE í flokki umhverfisvænna bíla, Tesla Model S hafnaði í öðru sæti og Volkswagen e-Golf í því þriðja,“ segir enn fremur á síðu FÍB. Sjö manna lúxusjeppi Volvo XC90 er 7 manna lúxusjeppi með öllu því besta frá Volvo. Verk- smiðjan vann í fjögur ár að þróun bílsins og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu. Verð bílsins er, að því er fram kemur hjá Volvo-umboðinu Brimborg, frá 10.590.000 krónum. Nýi Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem er byggður með nýrri undir- vagns-tækni Volvo sem kallast Sca- lable Products Architecture eða SPA. Hann verður í boði með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu og nýrri kynslóð Drive-E véla sem eru eyðslugrannar. Ytra útlit nýja Volvo XC90 gefur tóninn fyrir komandi kynslóðir Volvo bíla, segir í kynningu á hinum nýja Volvo jeppa. Allur framendinn er með nýjum svip og bíllinn kraftalegri en fyrirrennarinn. Innanrýmið er glæsi- legt, en aldrei fyrr hefur Volvo hann- að innanrými með jafn miklum lúxus. Ný kynslóð fjögurra strokka Drive-E vélanna eyðir minna og koltvísýringslosun er minni en áður. Eldsneytisnotkun nýju Drive-E D5 dísilvélarinnar í blönduðum akstri er uppgefin frá verksmiðju 5,8 l/100 km og CO2 losun er 152 g/km. Volvo XC90 er fjórhjóladrifinn og hæð undir lægsta punkt 23,7 cm. Dráttargeta jeppans með D5 dísilvél- inni er 2.700 kg. Hann er einnig fáan- legur með loftpúðafjöðrun. Hinn nýi Volvo XC90, bíll ársins 2016 á Íslandi, er fyrsti bíllinn sem státar af nýju járnmerki Volvo. Járnmerkið, sem er á framenda bílsins, hefur bæði verið endurhannað og gert meira áberandi en áður. Nýja járnmerkið ásamt T-laga LED framljósunum eru helstu einkenni Volvo XC90. Fram- ljósin bera heitið Þórshamar því hönnun þeirra er innblásin af hamri Þórs. Mest áberandi í innanrýminu er stór snertiskjár í miðju- stokki bílsins með samskonar fletti- möguleika og er í iPad. Snertiskjárinn gerir mælaborðið nánast takkalaust. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is HAPPÝ HOUR 2 FYRIR EI NN MEÐAN BI RGÐIR ENDAST! 8GBMINNISLYKILL 2.990 Þú kaupir eina 8GB USB bjórkollu frá Satzuma og færð aðra í kaupauka :) 4BLS BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.