Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Síða 40

Fréttatíminn - 09.10.2015, Síða 40
40 bílar Helgin 9.-11. október 2015  Bílar Nýi VolVo jeppiNN Bíll ársiNs á íslaNdi Lúxusjeppi með öllu því besta frá Volvo JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Volkswagen Golf GTE hreppti annað sætið og Audi Q7 það þriðja. Alls voru 30 bílar í forvalinu og af þeim komust 15 í úrslit í fimm mismunandi flokkum. V olvo XC90 er bíll ársins á Íslandi. Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stóð að valinu, að því er fram kem- ur á síðu Félags íslenskra bifreiða- eigenda. „Volkswagen Golf GTE hreppti annað sætið og Audi Q7 það þriðja. Alls voru 30 bílar í for- valinu í ár og af þeim komust 15 í úrslit í fimm mismunandi flokkum. Gjaldgengir voru nýir bílar og nýj- ar kynslóðir eldri bíla sem komið hafa til landsins frá því valið fór fram í fyrra. Flokkarnir voru sem hér segir: Smærri fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og um- hverfisvænir bílar. Úrslitabílarnir voru teknir til loka- prófana snemma í septembermánuði á nýrri og stórbættri akstursbraut Kvartmíluklúbbsins. Í kjölfarið var bílunum gefin einkunn í 12 mismun- andi þáttum og þannig skorið úr um sigurvegarann. Í flokki smærri fólksbíla fór Citro- ën C4 Cactus með sigur af hólmi á undan Mazda 2 sem lenti í öðru sæti og Skoda Fabia þar á eftir í því þriðja. Í flokki stærri fólksbíla var Volkswa- gen Passat sigurvegarinn, Skoda Su- perb í öðru sæti og Ford Mondeo í þriðja sæti. Í jepplingaflokki sigraði Mazda CX-3 og á eftir honum komu Renault Kadjar og Nissan X-Trail í öðru og þriðja sæti. Í flokki jeppa varð, eins og áður segir, Volvo XC90 hlutskarpastur, en hann var stiga- hæstur allra og því réttmætur bíll árs- ins. Skammt á hæla hans kom Audi Q7 og þar á eftir Land Rover Disco- very Sport. Loks sigraði tengiltvinn- bíllinn Volkswagen Golf GTE í flokki umhverfisvænna bíla, Tesla Model S hafnaði í öðru sæti og Volkswagen e-Golf í því þriðja,“ segir enn fremur á síðu FÍB. Sjö manna lúxusjeppi Volvo XC90 er 7 manna lúxusjeppi með öllu því besta frá Volvo. Verk- smiðjan vann í fjögur ár að þróun bílsins og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu. Verð bílsins er, að því er fram kemur hjá Volvo-umboðinu Brimborg, frá 10.590.000 krónum. Nýi Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem er byggður með nýrri undir- vagns-tækni Volvo sem kallast Sca- lable Products Architecture eða SPA. Hann verður í boði með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu og nýrri kynslóð Drive-E véla sem eru eyðslugrannar. Ytra útlit nýja Volvo XC90 gefur tóninn fyrir komandi kynslóðir Volvo bíla, segir í kynningu á hinum nýja Volvo jeppa. Allur framendinn er með nýjum svip og bíllinn kraftalegri en fyrirrennarinn. Innanrýmið er glæsi- legt, en aldrei fyrr hefur Volvo hann- að innanrými með jafn miklum lúxus. Ný kynslóð fjögurra strokka Drive-E vélanna eyðir minna og koltvísýringslosun er minni en áður. Eldsneytisnotkun nýju Drive-E D5 dísilvélarinnar í blönduðum akstri er uppgefin frá verksmiðju 5,8 l/100 km og CO2 losun er 152 g/km. Volvo XC90 er fjórhjóladrifinn og hæð undir lægsta punkt 23,7 cm. Dráttargeta jeppans með D5 dísilvél- inni er 2.700 kg. Hann er einnig fáan- legur með loftpúðafjöðrun. Hinn nýi Volvo XC90, bíll ársins 2016 á Íslandi, er fyrsti bíllinn sem státar af nýju járnmerki Volvo. Járnmerkið, sem er á framenda bílsins, hefur bæði verið endurhannað og gert meira áberandi en áður. Nýja járnmerkið ásamt T-laga LED framljósunum eru helstu einkenni Volvo XC90. Fram- ljósin bera heitið Þórshamar því hönnun þeirra er innblásin af hamri Þórs. Mest áberandi í innanrýminu er stór snertiskjár í miðju- stokki bílsins með samskonar fletti- möguleika og er í iPad. Snertiskjárinn gerir mælaborðið nánast takkalaust. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is HAPPÝ HOUR 2 FYRIR EI NN MEÐAN BI RGÐIR ENDAST! 8GBMINNISLYKILL 2.990 Þú kaupir eina 8GB USB bjórkollu frá Satzuma og færð aðra í kaupauka :) 4BLS BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.