Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 26
 Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKFÖNGIN FÆRÐU Í KRUMMA KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS Galið að vera í einhverju stresskasti Nýr útgefandi tók við stjórnartaumum í bókaútgáfunni Sölku þann 1. október. Dögg Hjaltalín heitir hún og hefur lengi dreymt um að verða forleggjari. Hún gefur út fjórar bækur í haust, tvær skáldsögur og tvær barnabækur, og skrifar meira að segja eina þeirra sjálf. É g hef lengi verið að velta því fyrir mér að fara út í bóka-útgáfu og í staðinn fyrir að byrja smátt og koma með einn og einn titil ákvað ég að kaupa Sölku,“ segir Dögg Hjaltalín spurð hvað hafi orðið til þess að hún keypti bókaútgáfuna Sölku á dögunum. „Það er margt framundan og mikið sem þarf að gera, en ég er bjartsýn og hef fulla trú á að þetta gangi vel.“ Samningaviðræður milli Daggar og Hildar Hermóðsdóttur, stofn- anda og fyrrverandi eiganda Sölku, hafa staðið yfir í nokkra mánuði að sögn Daggar og hún fékk að hafa hönd í bagga með það hvaða bækur yrðu á útgáfulista haustsins. „Við komum til með að gefa út fjórar bækur fyrir jólin, allar eftir íslenska höfunda, tvær skáldsögur og tvær barnabækur,“ segir Dögg. „Skáld- sögurnar eru eftir Iðunni Steins- dóttur og Ingibjörgu Hjartardótt- ur og barnabækurnar eru annars vegar bók um það hvaða áhrif það hefur á ung börn að eignast systk- ini eftir unga konu sem aldrei hef- ur áður gefið út bók og hins vegar matreiðslubók fyrir börn eftir mig sjálfa.“ Þannig að þú ætlar að halda þig við þá stefnu Sölku að leggja áherslu á útgáfu bóka eftir konur? „Já, að einhverju leyti allavega. Það er reyndar tilviljun að allar útgáfu- bækur haustsins eru eftir konur, þetta eru bara góðar og áhugaverð- ar bækur sem hrifu mig. Skáldsög- urnar eru báðar sagnfræðilegar, fjalla um líf fólks á 19. og 20. öld og eru svona nútíma Íslendingasögur.“ Lambapelsar næst á dagskrá Dögg er viðskiptafræðingur að mennt og hefur alltaf haft mikinn áhuga á bókum, skrifaði m.a. mast- ersritgerð sína um íslenska bókaút- gáfu. Hún lætur þó engan veginn þar við sitja og hefur fleiri járn í eldinum. „Ég stofnaði mína eigin bókabúð 2008, viðskiptabókabúð sem rann svo inn í Mál og menn- ingu. Þar var ég um tíma verslunar- stjóri en hætti þar þegar búðin fór á hausinn 2011 og hef síðan mest verið að sinna eigin verkefnum. Hef samt hoppað inn í ýmis störf, leysti af sem upplýsingafulltrúi Íslands- banka í eitt ár og var svo um tíma markaðsstjóri Oz. Alltaf hef ég samt verið að dunda við bókaútgáfu og svo er ég með annað verkefni í gangi sem eru íslenskir lambapelsar. Er í samstarfi við hönnuð og saumakonu sem hanna pelsana og sauma og vonandi koma þeir á markað á næstu vikum. Ég er óskaplega spennt fyrir því verkefni og hlakka mikið til að sjá hvernig það gengur.“ Fjórar hænur, fjórar bækur Fjölskyldan, Dögg, eiginmaðurinn og tvær dætur, býr á Bráðræðis- holtinu í gömlu timburhúsi og fyrir fimm árum tóku þau upp á því að fá sér hænur sem þau hafa í garðinum. Hvernig dettur fólki það í hug? „Ég var mjög hugsi yfir því hvað við vorum að henda miklu af mat- arafgöngum og datt þá í hug að það væri sniðugt að fá sér fjórar hænur til að fóðra. Það hefur gengið mjög vel og nú hendum við engum mat, hænurnar fá alla afganga og við fáum egg í staðinn, algjörlega sjálf- bært.“ Það hefur mikið verið talað um hvað það sé erfitt að reka lítil bóka- forlög hér í skugga Forlagsins, verður það ekki dálítið eins og að vera með nokkrar hænur í sam- keppni við stóru eggjaframleiðend- urna? „Fjórar hænur og fjórar bæk- ur? Held það sé nú ekki alveg það sama. Ég skrifaði lokaritgerðina mína í viðskiptafræði um bókaút- gáfu hér og þekki þann bransa því nokkuð vel. Ég held að ef maður nær að halda kostnaðinum niðri þá eigi þetta alveg að ganga. Þetta er auðvitað hugsjónabransi, það fer enginn út í þetta nema vegna áhuga á að gefa út bækur, excel-skjölin eru minna atriði. Auðvitað er nauðsyn- legt að vera með góða titla og kunna að markaðssetja þá. Það er höfuðat- riði.“ Og þú hefur þennan brennandi áhuga sem til þarf? „Já, ég held það. Mér finnst þetta mjög áhugaverður geiri og hef alltaf lesið mikið þannig að með því að sinna bókmenntum út frá viðskipta- fræðinni er ég að sameina mín tvö aðaláhugamál.“ Hluti af því að halda kostnaðinum niðri felst í því að minnka yfirbygg- ingu og sem stendur er Dögg sjálf eini starfsmaður forlagsins. „Ég ætla að byrja á því að gera þetta ein og sjá svo til. En ég fæ starfsmann á næsta ári og svo ætla ég að stofna fagráð með fólki á öllum aldri af báðum kynjum sem kemur saman í janúar, fer yfir innsend handrit og þýðingar og segir sitt álit á þeim. Ég ætla mér alls ekki að vera einráð um það hvaða bækur ég gef út.“ Nýtir námið úr Hússtjórnar- skólanum Þú ætlar ekki að láta þér nægja að gefa út bækur, ein af jólabókunum er eftir þig sjálfa, matreiðslubók fyr- ir börn, ertu mikil áhugamanneskja um matargerð? „Já, ég fór meira að segja í Hússtjórnarskólann í Reykja- vík á sínum tíma og tel mig vera al- veg ágæta í eldhúsinu. Það eru samt engar flóknar uppskriftir í þessari bók, enda er hún hugsuð fyrir börn frá 4-5 ára aldri. Þetta eru allt mjög einfaldar uppskriftir, það eru bara þrjú skref í hverri uppskrift og aldrei meira en fimm hráefni. Þetta er allt frá því að poppa popp og búa til ávaxtaspjót og til þess að steikja fisk, en allt miðað við það að börnin geti gert þetta sjálf frá a-ö. Það þarf auðvitað einhver að hjálpa þeim við eldavélina en þau eiga að fá þá til- finningu að þau séu sjálf við stjórn- völinn, séu að elda.“ Hvernig kviknaði þessi hug- mynd? „Yngri dóttir mín er fimm ára og hún hefur gríðarlegan áhuga á matreiðslubókum en allar upp- skriftir í þeim eru alltof flóknar fyr- ir hana þannig að ég ákvað bara að gera eina sjálf. Í bókinni eru 18 upp- skriftir og ég er búin að vera með 18 mismunandi krakka í að elda og hef tekið myndir af öllum skrefunum í hverri uppskrift svo þetta er búin að vera heilmikil vinna. Ég bjó allar uppskriftirnar til sjálf og þetta er bara eðlilegur heimilismatur í holl- ari kantinum.“ Sallaróleg ennþá Fyrstu bækur Sölku á þessu hausti eru væntanlegar í lok október en Dögg segist ekki finna neitt fyrir stressinu sem bókaútgefendur kvarta gjarna yfir á þessum árs- tíma. „Það hjálpar ekki neitt. Bók- salan fer ekki í gang að neinu ráði fyrr en í desember og mest selst af bókum síðustu helgina fyrir jól þannig að það er ansi galið að vera í einhverju stresskasti frá því í lok ágúst út af því hvað muni seljast og hvað ekki. Ég er allavega sallaróleg yfir þessu ennþá en þú getur próf- að að tala aftur við mig um miðjan desember og þá verður kannski allt annað uppi á teningnum.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Þessa dagana er Dögg önnum kafinn við að flytja lager Sölku í nýtt húsnæði. Mynd/Hari 26 viðtal Helgin 9.-11. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.