Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 32
É g gekk með þá hugmynd í kollinum að gefa sjálfri mér það í afmælisgjöf að gefa út bók um verkin mín. Reyndar ætlaði ég ekki að skrifa hana sjálf, heldur ætlaði ég að fá hann Árna minn (Bergmann) til að skrifa um mig viðtals- bók, en hann var svo upptekinn í sinni eigin ævisögu að ég byrjaði að punkta niður svona hitt og þetta. Og svo fór mér að finnast það spennandi að vera svona miðpunktur í eigin frásögn. Og það endaði það með þessari bók,“ segir Steinunn Marteinsdóttir myndlistarkona sem verður áttræð snemma á næsta ári en blæs til útgáfuhófs í dag, föstudag, á Hulduhólum í Mosfellsbæ, sem er í senn heimili hennar, vinnustofa og sýningarsalur. Steinunn segir það hafa verið gott og ekki síst gaman að líta til baka yfir alla ævina, punkta niður, finna myndir og rifja upp löngu gleymda hluti. „Það er auðvitað margt sem er horfið og það er ekki hægt að treysta 100% á minnið en þarna eru einhver minningabrot á stangli. Ævisögur eru aldrei fullkominn sannleikur, það muna allir á sinn hátt. En þessi bók er engin tæmandi ævisaga heldur aðallega mín mynd- listarsaga og svo hef ég reynt að draga upp mynd af nokkrum manneskjum sem hafa verið mér mikilsverðar í lífinu. Heillaðist af leirnum Steinunn gekk í Handíða- og myndlistarskólann í Reykja- vík en fór svo í framhaldsnám til Berlínar ásamt þáverandi eiginmanni sínum, málaranum Sverri Haraldssyni, þar sem hún var í málaradeild en sneri sér svo að keramik. „Ég prófaði leirinn og heillaðist algjörlega,“ segir Steinunn. „Svo var ég gift listmálara svo það var hálfpartinn ætlast til þess að ég gerði eitthvað praktískt,“ segir Steinunn og hlær. „Úr keramik er hægt að framleiða nytjahluti, svo einhverjir möguleikar eru á tekjum. Ég var að mála abstraktmyndir en það var auðvitað vonlaust að sjá fyrir fjölskyldu með því. En ég heillaðist algjörlega af leirnum þegar ég kynntist honum og tók hann sem aðalfag í Berlín. Eftir heimkomu árið 1961 var ég svo heppin að fá vinnu hjá Glit, keramíkverkstæði Ragnars Kjartanssonar, en það var aðal keramikverkstæðið á þeim tíma.“ Reynir að skapa hughrif „Leir er svo óskaplega heillandi efni,“ segir Steinunn sem vann mestmegnis með leirinn þar til fyrir tuttugu árum, þegar hún var í gestavinnustofu í París þar sem málverkið togaði aftur í hana. „Maður er í svo mikilli snertingu við efnið á meðan maður er að móta leirinn, það er ekkert efni sem maður vinnur eins mikið með fingrum eingöngu. En svo fer leirinn í þurrk og brennslu, stundum tvær brennslur og stundum þrjár, og þá breytist hann mikið. Þú veist aldrei nákvæmlega hvað kemur út úr ofninum svo það er alltaf ævintýri að vinna með leirinn. Stundum verður maður glað- ur með útkomuna en stundum er allt ómögulegt, en það er hluti af ferlinu. Maður er aldrei fullviss um hvernig útkoman verður og það þarf mjög mikla reynslu til að geta spilað með þetta ferli. Málverkið er svo allt annað. Þá er maður að vinna beint með pensli á striga og sér strax hvernig útkoman verður. Mér fannst þess vegna svo mikið frelsi fólgið í mál- verkinu þegar ég byrjaði að aftur af alvöru að fást við það. Það opnuðust flóðgáttir og ég hef verið mjög upptekin af því síðustu tuttugu árin og vinnugleðin hefur verið mikil. Eg er ekki að segja sögu með verkum mínum og er ekki að boða skoðanir eða með beinan pólitískan boðskap. Ég reyni að vera svolítið samhliða tónlist að því leyti að ég er að miðla hughrifum sem mér hafa verið mikilsverð, hughrifum frá náttúrunni, ómi úr fortíðinni og tilfinningu fyrir tilver- unni í öllum sínum óskiljanleika. Óspennandi leirkelling Steinunn hefur haldið margar sýningar í gegnum árin, bæði á vinnustofu sinni Hulduhólum sem og annarsstaðar. Hún segist þó ekki hafa fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun á síðustu árum. Það er svo margt annað að ske sem er meira spenn- andi en gömul leirkelling sem fer að mála. Ég efast um að ég sé mjög þekkt meðal unga fólksins,“ segir Steinunn og hlær. Húsið hennar þekkja þó allir sem hafa keyrt í gegnum Mosfellsbæ, þar sem það liggur við veginn umkringt steina- skúlptúrum sem draga athygli flestra sem eiga þar leið um. „Við Sverrir bjuggum í tveggja herbergja íbúð í Reykjavík og ég var búin að koma mér fyrir á háaloftinu í pínulitlu rými þar sem ég hafði sjálf byggt mér ofn. En svo fór að ganga vel, bæði hjá mér með kennslu og hjá Sverri við að mála og okkur vantaði bæði almennilega vinnustofu. Það var erfitt að finna húsnæði með tveimur vinnustofum í Reykjavík svo við enduðum á að kaupa þessa jörð, og endurbyggðum fjós og hlöðu sem vinnustofur og íbúð. Fann ástina á áttræðisaldri Steinunn og Sverrir slitu samvistum árið 1978 og síðan bjó Steinunn ein í húsinu, allt þar til hún fann ástina á ný, með rithöfundinum Árna Bergmann. „Við Árni höfðum verið vin- ir í mörg ár þegar við fórum að stinga saman nefjum. Okkur kemur afskaplega vel saman. Og mér finnst ég heppin að hafa fundið ástina á áttræðisaldri. Þegar maður er ungur þá finnst manni gamalt fólk svo púkó, eiginlega alveg glatað,“ segir Steinunn og hlær. „Ég man þegar ég var sextán ára að vinna í frystihúsinu í Höfnum með vinkonu minni Ellý Vilhjálms. Þá segir hún við mig; „Veistu hvað Steinsí, mér finnst alveg hræðilegt til þess að hugsa að verða tvítug!“ Og að verða fertugar, þá fannst okkur lífið bara búið. En mér hefði nú heldur aldrei dottið í hug þegar ég varð sjötug að ég ætti eftir að skrifa bók þegar ég væri að nálgast áttrætt, ég sem hef alltaf verið afskaplega pennalöt manneskja. En þetta er það skemmtilega við lífið. Það kemur manni á óvart, sem betur fer.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Gaman að vera ástfangin á áttræðisaldri Steinunn Marteinsdóttir myndlistarkona hefur unnið við leirlist og listmálum á heimili sínu, Hulduhólum í Mosfellsbæ, í nokkra áratugi. Í dag fagnar hún útgáfu sjálfsævisögu sinnar, Undir regnboganum, þar sem hún segir frá ævi sinni í myndum og máli. Hún segist hafa komið sjálfri sér á óvart með þessu verki því alltaf hafi hún verið pennalöt. En það óvænta sé einmitt það skemmtilega við lífið, eins og það að verða ástfangin á áttræðisaldri. Myndlistarkonan Steinunn Mar- teinsdóttir gefur út bókina Undir regnboganum í dag. Í bókinni, sem hún skrifar sjálf, segir Steinunn frá uppvexti sínum í Reykjavík og Höfnum, námsárunum og ástríku en stormasömu sambandi sínu við Sverri Haraldsson listmálara, keramik sem átti hug hennar allan þar til hún sneri sér aftur að málverkinu og svo ævi- kvöldinu sem hún eyðir með ástinni sinni, Árna Bergmann. Ljósmynd/Hari Steinunn og Árni á góðri stundu í Rússlandi. Í dag, föstudaginn 9. október, klukkan 17, heldur Steinunn útgáfuteiti í húsinu sínu, Hulduhólum Mosfellsbæ, sem er í senn vinnustofa, heimili og sýningarsalur. Einnig verður opið á Hulduhólum á morgun, laugardaginn 10. október frá klukkan 13-17. Hönnunarsafn Íslands mun setja upp sýningu á keramikverkum Steinunnar í janúar. Þeim sem eiga eftir hana verk er bent á að hafa samband við safnið. 32 viðtal Helgin 9.-11. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.