Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 09.10.2015, Blaðsíða 4
KAMBÓDÍA OG VÍETNAM 16.–29. JANÚAR Tveggja vikna ferð til þessara stórbrotnu landa sem státa af mikilli náttúrufegurð, iðandi borgum og vingjarnlegu fólki. Fararstjóri er Halla Himintungl sem þekkir svæðið vel. VERÐ FRÁ 589.900 KR. Mikið innifalið. Kynningarfundur 12. okt. kl. 17:30, Hlíðasmári 19 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Rigning nV-til, skúRiR V-til, en léttskýj- að na- og a-lands. kólnaR um kVöldið. HöfuðboRgaRsVæðið: Að mestu skýjAð og skúrir. að mestu úRkomulaust og Hæglátt VeðuR. HöfuðboRgaRsVæðið: sól með köflum og hægur vindur. fremur svAlt Rigning Víða um land, einkum V-til. snjóR til fjalla. léttiR til a-lands. HöfuðboRgaRsVæðið: meirA og minnA rigning AllAn dAginn. Haustsól á laugardag október er vætumánuður og sunnanlands hefur þegar rignt mikið í þeirri viku sem liðin er. Allar líkur eru á smá hléi á laugardag og þá er spáð fallegu og hæglátu haustveðri. morgunkul og jafnvel frost en sólin mun skína víða yfir daginn. Nú er að koma sá árstími að sólin nær lítið að hita loftið, samt er hún notarleg yfir hádaginn. Lægð kemur beint úr suðri með rigningu seint á laugardag og fram á sunnudag og þá má gera ráð fyrir talsverðu vatnsveðri v-til. snjóar víða á fjallvegum. 5 4 4 3 5 4 4 4 5 5 4 3 2 6 4 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 1,2milljarðar af styrkjum hafa borist Landspítalanum síðustu fimm ár til fjárfestingar á tækjabúnaði. Heildarfjár- festing í tækjabúnaði á sama tíma var 5,2 milljarðar, að því er viðskiptablaðið greinir frá. Ódýra vínið hækkar frumvarp ríkisstjórnarinnar um að færa allt áfengi í lægra virðisaukaskattsþrep mun hækka verð á ódýrum léttvínum en lækka verð á dýrara áfengi. nái frum- varpið fram að ganga getur léttvín í kassa hækkað um 300 krónur og flaska af vodka um 500 krónur. 20% aukning verður í innflutningi á vörum sem keyptar eru í gegnum netið og kosta undir 40 þúsund krónur í ár, gangi spár eftir. Í fyrra voru slíkar vörur fluttar inn fyrir 1,6 milljarða króna. Kreppulán AGS að fullu greitt seðlabankinn hefur ákveðið að greiða fyrirfram eftirstöðvar láns frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, Ags. um er að ræða endurgreiðslu að jafnvirði um 42 milljarða króna, með gjalddaga 2015 og 2016. Vegna rúmrar lausafjárstöðu bankans er svigrúm til að minnka skamm- tímaskuldir í erlendum gjaldeyri, segir í tilkynningu hans. gjaldeyrisforði dregst saman sem þessu nemur. lánið frá Ags var tekið í tengslum við efnahags- áætlun stjórnvalda hér á landi og Ags í kjölfar bankahrunsins í október 2008. heildarfjárhæð lánsins, sem tekið var í áföngum í samræmi við efnahagsáætl- unina, nam um 250 milljörðum króna þegar áætluninni lauk í ágúst 2011. Með uppgreiðslu Ags-lánsins lýkur jafnframt eftirfylgni Ags hér á landi. ólafur ólafsson athafnamaður greinir frá daglegu lífi á Kvía- bryggju, þar sem hann afplánar nú fjögurra og hálfs árs dóm, í viðtali við viðskiptablaðið. segir ólafur að hann stundi sína vinnu og lesi mikið. „svo hef ég verið mjög duglegur í líkams- rækt. Hér er Magnús guðmundsson frábær crossfit-þjálfari, svo ég held að ég hafi ekki verið í jafngóðu formi í áratugi.“ Crossfit á Kvíabryggju a ð sjálfsögðu ætlumst við til að sú styrking krónunnar sem hefur verið að undanförnu skili sér í verðlækkunum, og ég fagna því að það sé gert,“ segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna, um ákvörðun Myllunnar um að lækka vöruverð í kjölfar styrkingar krónunnar. Verð á innfluttum vörum mun lækka um 3,17% en á framleiddum vörum um 1,42%. Stjórn endur Myllunnar segjast miða verð- breytingar hjá sér við 5% sveiflur á gengi evrunnar gagnvart krónunni og hafa frá því hausti 2013 breytt vöruverði í sam- ræmi við það. Menn vanalega fljótari að hækka verð en lækka Önnur fyrirtæki sem hafa brugð- ist nýlega við styrk- ingu krón- unnar með því að lækka verð á innflutt- um vörum eru meðal annars Ölgerðin, Ikea og Bónus. Jóhanns segir það gleðiefni þegar svo stór fyrir- tæki ákveði að lækka verð í samræmi við gengið, það hafi þó lengi verið viðloðandi að menn séu fljótari að hækka verð en lækka vegna gengisbreytinga. En ætli menn yfir höfuð að fylgja verðbreytingum verði það að sjálfsögðu að vera á báða bóga. Komin forsenda fyrir lækkun „Yfirleitt eru fyrirtæki fljótari að hækka verð heldur en lækka þó flestir drattist nú til þess svona í lokin. Við sjáum það munstur því miður ítrekað. En ég veit þó um fyrirtæki sem miða við 2% sveiflur á gengi evrunnar í báðar áttir. Ég vil minna á það að við erum hér með lista sem kallast verðhækkanir birgja frá því að krónan veiktist, þá þurftu allir að hækka verð mjög hratt. Að þeirra sögn þurfti að hækka vegna aukins kostnaðar sem þeir urðu fyrir, svo ef þeir eru að kaupa krón- una á lægra verði núna til að kaupa vörur úti þá er að sjálfsögðu komin forsenda fyrir lækkun. Það verður að vera eitthvað samhengi í hlutunum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  neytendamál myllan lækkar vöruverð Fyrirtæki vanalega fljótari að hækka verð en lækka Myllan hefur lækkað vöruverð í kjölfar styrkingar krónunnar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna fagnar því að stór fyrirtæki að borð við Mylluna skuli lækka vöruverð. Hann segir veikingu krónunnar vanalega skila sér mun hraðar í verðlagið en að sjálfsögðu verði að vera samhengi í hlutunum. Myllan hefur lækkað vöruverð í kjölfar styrkingar krónu gagnvart evru. Þegar Myllan lækkaði vöruverð í febrúar kostaði ein evra 150,7 íslenskar krónur. Á hádegi á fimmtudag í síðustu viku var gengi hennar komið niður í 142,92 krónur. Það jafngildir rétt rúmlega 5,1% lækkun á tímabilinu. stjórnendur myll- unnar segjast miða verðbreytingar hjá sér við 5% sveiflur á gengi evrunnar gagnvart krónunni og hafa frá því hausti 2013 breytt vöruverði í samræmi við það. 4 fréttir Helgin 9.-11. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.