Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2015, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.05.2015, Qupperneq 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Héraðssambandið Hrafna-Flóki Þ egar sagan er skoðuð kemur í ljós að sambandið hét í upphafi Ung-menna- og íþróttasamband Vestur-Barðastrandarsýslu. Það var stofnað árið 1944 og gekk þá í UMFÍ og ÍSÍ. Sambandið lagðist í dvala árin 1946–1950 en var endurvakið í apríl 1951. Það lagðist aftur í dá 1954. Þegar Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Geirdal fóru í útbreiðsluferð um Vest- firði haustið 1970 var ákveðið að endurvekja sambandið. Endurvakning þess var undir nýju nafni: Hrafna-Flóki. Það er talið stofnað í febrúar 1971 samkvæmt bréfi HHF til ÍSÍ í janúar 1972. Héraðssambandið Hrafna-Flóki starfaði um tíma en svo fór sem fyrr að það lagðist í dvala. Það var endurvakið 15. maí 1980 og hefur starfað síðan. Á endurreisnar- þinginu 1980 voru eftirtalin félög: Íþrótta- félagið Hörður, Íþróttafélag Bílddælinga, Umf. Tálknafjarðar og Umf. Barðstrendinga. Um þetta má lesa í þinggerð HHF 1982 og Árbók Barðstrendinga 1975–1979, bls. 207. Nú eru átta félög starfandi innan Héraðssambands- ins Hrafna-Flóka og af íþróttagreinum, sem stundaðar eru, má nefna knattspyrnu, golf, skotfimi og körfubolta. Samvinna félaganna Að sögn Lilju Sigurðardóttur, formanns HHF, hefur starfsemin aukist á síðustu árum. Meiri áhersla er lögð á samvinnu félaganna og að þau vinni saman sem ein heild. Skotfélag var stofnað eigi alls fyrir löngu og eru félagar í því þegar orðnir 50 talsins. Iðkendum er alltaf að fjölga og í júlí í sumar verður haldið mót. Starfsemin gengur vel „Fótboltinn er vinsælastur hjá okkur en körfu- boltinn er aðeins í lægð. Annars má segja að starfsemin hjá okkur gangi vel og er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framtíðina. Til okkar hefur verið að koma fólk úr ýmsum íþróttagreinum til að halda nám- skeið og nú nýlega kom hingað þjálfari frá Fimleikafélaginu Gerplu og hélt námskeið í fimleikum. Það vakti áhuga hjá mörgum og aldrei er að vita hvað gerist í framhaldinu. Það er svo áformað halda hér námskeið í jassball- ett í haust og fleira er á döfinni,“ sagði Lilja. Aðstaðan hefur verið bætt Lilja sagði aðstöðuna góða en á Patreks- firði og Bíldudal væru sundlaugar og íþrótta- hús. Á Patreksfirði hefði útiaðstaðan verið bætt, gerviefni væri á hástökks- og lang- stökksbrautum og fyrirhugað væri á næstu árum að leggja samslags efni á 100 metra hlaupabraut. „Samvinna sveitarfélaganna á svæðinu er góð og þau hafa verið dugleg að styðja okk- ur. Sveitarfélög gera sér orðið grein fyrir hvað íþrótta- og æskulýðsstarf gegnir veigamiklu hlutverki. Fólki hefur fjölgað þó nokkuð hér á svæðinu síðustu misseri og við heyrum á því hvað íþrótta- og æskulýðsmálin skipta miklu máli í búsetuákvörðuninni. Við tókum stórt skref fram á við með ráðningu íþrótta- fulltrúa sem ég er viss um að á eftir að vinna frábært starf. Það er fullt af fólki sem er tilbúið að vinna með okkur og gera starfið enn betra,“ sagði Lilja. Íþróttafulltrúi ráðinn Páll Vilhjálmsson var ráðinn íþróttafulltrúi í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi á vormánuðum og ríkir almenn ánægja með þetta nýja starf á svæðinu. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Hrafna-Flóka í kjölfar þess samnings sem gerður var á dögunum. Nú getum við farið af stað og horft fram á veginn. Það er skemmti- legt starf fram undan sem á vonandi eftir að skila sér til allra,“ segir Páll. Páll, sem er sjúkra- þjálfari að mennt, er Austfirðingur í húð og hár en eiginkona hans er frá Patreksfirði. „Fyrir liggur ákveðin stefnumótunarvinna á svæðinu í íþróttum almennt. Verkefnin eru ærin og þetta samstarf á bara eftir að þjappa okkur saman og iðkendum á eftir að fjölga. Það er nú tilgangurinn með þessu og ég er viss um að þessi markmið eiga eftir að nást,“ sagði Páll. Sveitarfélögin hafa stutt okkur vel Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi og Lilja Sigurðardóttir, formaður Hrafna- Flóka.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.