Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2015, Page 14

Skinfaxi - 01.05.2015, Page 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennasambandið Úlfljótur hélt 82. ársþing sitt í Mánagarði í Nesjum þann 26. mars sl. Ýmislegt var á döfinni hjá USÚ á árinu og má þar nefna þátttöku í Unglingalands- mótinu á Sauðárkróki og verkefnunum Fjöl- skyldan á fjallið og Hreyfivikan (Move Week). Nokkrar tillögur og ályktanir voru sam- þykktar á þinginu, svo sem hvatning til ung- mennafélaga til að fjölmenna á Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi og á Unglingalands- mót UMFÍ á Akureyri. Þá voru stjórnir aðildar- félaga hvattar til að leita leiða til að auka sam- starf yngri flokka í ólíkum íþróttagreinum. Hreinn Eiríksson var útnefndur heiðursfélagi USÚ á þinginu. María Birkisdóttir var kjörin íþróttamaður USÚ 2014. Hvatningarverð- laun hlutu þau Ingibjörg Lucía Ragnars- dóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Gísli Þórar- inn Hallsson. Ragnheiður Högnadóttir í varastjórn UMFÍ flutti ávarp og kveðju starfsfólks og stjórnar UMFÍ. Að lokum sæmdi hún Sigrúnu Sigur- geirsdóttur, formann Umf. Öræfa, starfsmerki UMFÍ. Matthildur Ásmundardóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hennar stað var Páll Róbert Matthíasson kjörinn formaður. Auk hans eru í stjórn Jóhanna Íris Ingvarsdóttir, ritari, og Sigurður Óskar Jónsson, gjaldkeri. Ársþing USÚ: Páll Róbert Matthíasson kjörinn formaður USÚ Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hélt 98. ársþing sitt 21. mars sl. á Blönduósi. Alls mættu 33 fulltrúar á þingið. Á þinginu voru m.a. sex tillögur um ýmis málefni samband- sins teknar fyrir og ræddar og að lokum allar samþykktar. Hvatningarverðlaun USAH hlaut Júdófélagið Pardus fyrir öflugt starf og góðan árangur. Einnig fengu þau félög innan sambandsins sem eiga stórafmæli á þessu ári afmælisplatta að gjöf frá sambandinu. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, flutti ávarp og kveðjur starfsfólks og stjórnar UMFÍ. Aðalbjörg Valdimarsdóttir var kjörin formaður sambandsins. Með henni í stjórn eru Hafdís Vilhjálmsdóttir, varaformaður, Val- gerður Hilmarsdóttir, gjaldkeri, Guðrún Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi, og Sigrún Líndal, ritari. Ársþing USAH: Gjafir til félaga sem eiga merkisafmæli Héraðssamband Strandamanna hélt árs- þing sitt í Félagsheimilinu á Hólmavík 30. apríl sl. Gestgjafi þingsins í ár var Skíðafélag Strandamanna. Alls mættu 28 þingfulltrúar á þingið sem var undir öruggri fundarstjórn Þorgeirs Pálssonar. Hrönn Jónsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi Þorstein Newton starfsmerki UMFÍ fyrir óeigingjarnt og ötult starf, meðal annars sem gjaldkeri HSS síðast- liðin sjö ár. Viktor Gautason var valinn efnilegasti íþróttamaður HSS árið 2014 og Jamison Ólaf- ur Johnson var sæmdur nafnbótinni íþrótta- maður HSS árið 2014. Ingibjörg Benedikts- dóttir hlaut hvatningarbikar UMFÍ fyrir öflugt starf í þágu almenningsíþrótta. Nokkrar breytingar urðu á stjórn HSS. Nýja stjórn skipa Vignir Örn Pálsson, formaður, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, varaformaður, Dagbjört Hildur Torfadóttir, gjaldkeri, Guð- björg Hauksdóttir, ritari, og Ragnar Braga- son, meðstjórnandi. Ársþing HSS: Þorsteini Newton veitt starfsmerki UMFÍ Þann 11. júní sl. voru undirritaðir sögu-legir samningar í Fjölvali á Patreks-firði. Um er að ræða samstarfssamn- inga á milli Héraðssambandsins Hrafna- Flóka og sveitarfélaganna Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps annars vegar og Hrafna-Flóka og sex af stærstu fyrirtækjun- um á sunnanverðum Vestfjörðum hins vegar. Fyrirtækin eru Oddi hf., Patreksfirði, Þórsberg ehf., Tálknafirði, Landsbankinn, Patreksfirði, Arnarlax ehf., Fjarðalax ehf. og Íslenska Kalkþörungafélagið ehf., Bíldudal. Í byrjun febrúar 2014 var haldinn stefnu- mótunarfundur að tilstuðlan Hrafna-Flóka í samstarfi við Vesturbyggð og Tálknafjarð- arhrepp. Á fundinum var staða íþrótta- og æskulýðsmála á svæðinu greind. Farið var yfir styrkleika og veikleika, ógnanir og tæki- færi. Einnig var farið yfir hvernig væri hægt að bæta stöðuna. Að lokum voru niður- Sögulegir samningar hjá Hrafna-Flóka stöðurnar dregnar saman og nokkur atriði sett sem forgangsverkefni. Efst á þessum for- gangslista var að fá starfsmann, íþróttafull- trúa á sunnanverðum Vestfjörðum, sem ynni bæði fyrir HHF og sveitarfélögin. Þann 1. júní sl. tók til starfa á þessum vettvangi Páll Vilhjálmsson. Annað atriði á forgangslistan- um var að fá styrk frá bæði sveitarfélögum og fyrirtækjum á svæðinu ásamt því að auka jákvæðni á svæðinu gagnvart starf- seminni. Samningarnir eru í samræmi við yfirlýst markmið samstarfsaðila HHF um að styrkja það mikilvæga æskulýðs- og íþróttastarf sem HHF stendur fyrir meðal barna og unglinga á sambandssvæðinu. Við undirritunina tóku til máls, auk Lilju Sigurðardóttur, formanns HHF, og Valdi- mars Gunnarssonar, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð, Indriði Indriða- son, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, og Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Ískalks. Lýstu þau yfir ánægju með undir- ritun samstarfssamninganna og undir- strikuðu mikilvægi þeirra með vel völdum orðum. Fulltrúar aðila sem undirrituðu samninganna á Patreksfirði. Jamison Ólafur Johnson íþróttamaður HSS 2014. Stjórn USAH. Ragnheiður Högnadóttir, stjórn UMFÍ, ásamt Sigrúnu Sigurgeirsdóttur sem var sæmd starfsmerki UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.