Skinfaxi - 01.05.2015, Page 16
16 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Talsverðar breytingar urðu á stjórn
Ungmennafélags Grindavíkur á aðal-
fundi þess sem haldinn var 9. júní sl.
í nýrri og glæsilegri félagsaðstöðu í nýja
íþróttamannvirkinu við Austurveg.
Gunnlaugur Jón Hreinsson lét af
störfum sem formaður UMFG en í
hans stað var Sigurður Enoksson kjör-
inn nýr formaður. Gunnlaugur hefur
verið ötull forystumaður í íþróttahreyf-
ingunni í Grindavík og verið í aðalstjórn
með hléum frá 1976, eða í hartnær 40
ár. Gunnlaugi voru þökkuð góð störf
fyrir félagið.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, nýr fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, mætti á fundinn
og flutti kveðju frá stjórn og starfsfólki
UMFÍ.
Alls buðu fimm einstaklingar sig
fram í fjögur sæti í aðalstjórn og því
þurfti að kjósa á milli þeirra. Kjartan Fr.
Adólfsson, Guðmundur Bragason,
Rúnar Sigurjónsson og Bjarni Már
Svavarsson voru kjörnir í stjórnina. Í
Héraðsþing HSV var haldið þann
20. maí sl. í félagsheimilinu á Þingeyri.
Um 50 manns mættu á þingið en þó
vantaði fulltrúa frá nokkrum félögum.
Á þinginu var kynnt og samþykkt ný
reglugerð fyrir afrekssjóð HSV en
markmiðið með henni er að styðja
enn betur við unga og efnilega
íþróttamenn.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir var
endurkjörin formaður sambandsins.
Tveir gengu úr stjórn og voru kosin í
þeirra stað þau Hildur Elísabet Péturs-
dóttir og Ingi Björn Guðnason. Fyrir
voru í stjórn og starfa áfram þau Pétur
G. Markan og Birna Jónasdóttir. Vara-
mennirnir Sigurður Erlingsson, Jóhann
Króknes Torfason og Elín Marta Eiríks-
dóttir gáfu öll kost á sér til áframhald-
andi starfs og voru kjörin með lófa-
klappi.
Veitt voru silfurmerki HSV fyrir gott
og óeigingjarnt starf innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Íþróttafélög innan
vébanda HSV tilnefndu tíu einstakl-
inga og voru þeir allir heiðraðir. Frá
Blakfélaginu Skelli voru tilnefndar
Harpa Grímsdóttir, Sólveig Pálsdóttir
og Þorgerður Karlsdóttir. Skíðafélag
Ísfirðinga tilnefndi Gunnar Þór Sig-
urðsson, Jónas Gunnlaugsson, Sigurð
Erlingsson og Þórunni Pálsdóttur.
Boltafélag Ísafjarðar tilnefndi Hannes
Hrafn Haraldsson, Hildi Elísabetu
Pétursdóttur og Stellu Hjaltadóttur.
Héraðsþing HSV:
Markmiðið að styðja enn betur
við unga og efnilega íþróttamenn
varastjórn voru kosnir Gunnlaugur Jón
Hreinsson, Magnús Andri Hjaltason
og Jón Þór Hallgrímsson.
Rekstur og starfsemi UMFG á síðasta
starfsári gekk vel. Unnið hefur verið að
margvíslegum verkefnum til að efla
innra starf félagsins. Mesta framfara-
skrefið felst í nýrri og glæsilegri félags-
aðstöðu sem mun án efa gjörbylta
starfsemi félagsins. Þá verður ráðinn
Aðalfundur Umf. Grindavíkur:
Sigurður Enoksson nýr formaður Umf. Grindavíkur
íþróttafulltrúi í hlutastarf í haust til að
efla innra starfið enn frekar.
„Ég hef lifað og hrærast í íþróttum
í Grindavík og þekki alla innviði vel.
Mér líst vel á framhaldið og það eru
spennandi tímar fram undan. Það hef-
ur alltaf verið vel staðið að íþróttamál-
um í Grindavík en með nýjum mönn-
um koma nýjar áherslur. Hlutirnir munu
gerast hægt og vel. Nýja félagsaðstað-
Á aðalfundi Umf. Grindavíkur sem haldinn var í nýrri og glæsilegri félagsaðstöðu.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, ásamt þeim sem hlutu silfurmerki
HSV fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.
an er frábær í alla staði. Hún á eftir að
gefa öllu starfinu meira líf, á því leikur
enginn vafi, og allar deildir innan
UMFG munu njóta góðs af,“ sagði
Sigurður í spjalli við Skinfaxa.
Sigurður Enoksson, formaður UMFG.
Héraðssambandið Hrafna-Flóki
hélt 36. héraðsþing sitt á veitinga-
staðnum Hópinu á Tálknafirði þann
29. apríl sl. Mótaskrá sumarsins var
samþykkt auk þess sem tilkynnt var
um val á íþróttafólki ársins 2014. Nýr
íþróttafulltrúi, Páll Vilhjálmsson, var
kynntur til starfa en hann hóf störf 1.
júní sl.
Saga Ólafsdóttir, Íþróttafélaginu
Herði (ÍH), var valin frjálsíþróttamaður
HHF auk þess að vera íþróttamaður
HHF árið 2014. Knattspyrnumaður HHF
var valinn Einar Jónsson frá ÍH, sund-
maður HHF var valin Guðrún Ósk Aðal-
steinsdóttir frá Ungmennafélagi Tálkna-
Héraðsþing HHF:
Stjórn Hrafna-Flóka endurkjörin
fjarðar (UMFT) og Gabríel Ingi Jóns-
son frá UMFT var valinn körfuknattle-
iksmaður HHF.
Ein umsókn í Minningarsjóð Stefáns
Jóhannesar Sigurðssonar barst árið
2014 en tilgangur sjóðsins er að styrkja
unga og efnilega íþróttamenn innan
Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til
frekari þjálfunar. Hilmir Freyr Heimis-
son fékk styrk en hann er skákmaður
og varð m.a. Íslandsmeistari í skóla-
skák 2013. Hilmir Freyr á glæstan feril
að baki og má nefna að hann varð
unglingameistari Hellis 2012, ungl-
ingameistari TR 2011 og varð barna-
blitzmeistari á Reykjavík Open 2012.
Engin breyting varð á stjórn HHF
en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir,
formaður, Sædís Eiríksdóttir, með-
stjórnandi, og Birna Friðbjört Hannes-
dóttir, meðstjórnandi. Varastjórn
skipa Heiðar Jóhannsson, Kristrún
A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron
Kristjánsson.
Stjórn HHF: Lilja Sigurðardóttir, Sædís
Eiríksdóttir og Birna Friðbjört Hannes-
dóttir.