Skinfaxi - 01.05.2015, Side 19
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19
sælda
Á landsmótinu var boðið upp á 22 fjöl-
breyttar íþróttagreinar og fjölda „nýrra íþrótta“
sem nutu mikilla vinsælda. Hjólreiðar og MTB
voru t.d. með 544 þátttakendur, 980 tóku
þátt í kajaksiglingum og um 1.200 í hlaupum.
Fimleikar voru fjölmennasta greinin á þessu
móti eins og lengst af hefur verið og setja
þeir ávallt mikinn svip á dönsku landsmótin.
Opnunarhátíðir og lokahátíðir dönsku
landsmótanna eru alltaf sannkallaðir stór-
viðburðir. Í þeim tekur m.a. þátt fjöldi sýn-
ingarhópa frá dönskum ungmennaskólum.
Sýningarnar ná gjarnan hámarki þegar
heimsliðið, eða DGI Verdensholdet eins og
það er kallað, sýnir en það er sérstakur sýn-
ingarhópur sem settur er saman tveimur
árum fyrir mót. Hjá þeim er eitt ár tekið í að
æfa upp sýningu sem síðan er farið með
um heiminn. Lokasýningin er svo jafnan á
landsmótinu.
Á landsmótinu 2013 setti DGI af stað nýja
herferð undir heitinu „Fedt du er frivillig“ þar
sem lögð var áhersla á aðkomu og mikilvægi
sjálfboðaliða í starfinu.
Næsta landsmót DGI verður haldið í Ála-
borg á Norður-Jótlandi dagana 6.–9. júlí 2017
og er þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið
þar. Ákvörðun um mótsstaðinn var tilkynnt
í desember 2012 en auk Álaborgar sóttu
Vejle, Slagelse, Viborg og Holstebro um að fá
að halda mótið.
Yfirskrift mótsins verður „Íþróttirnar út í
bæinn“ (Idretten ud í byens rum) þar sem
sýningar, keppnir og fjölbreyttir viðburðir
verða í hjarta bæjarins. Við höfnina í Álaborg
verður reist sérstök landsmótsmiðstöð þar
sem opnunarhátíð mótsins verður. Yfirvöld í
Álaborg gera ráð fyrir að kostnaður borgar-
innar vegna landsmótsins geti orðið um 25
milljónir danskra króna. Af þeirri upphæð
koma 5 milljónir frá styrktaraðilum og öðr-
um utanaðkomandi aðilum. Um 20 milljónir
koma frá borginni sjálfri.
Örn Guðnason tók greinina saman og byggði
á efni af heimasíðu DGI (www.dgi.is) og úr
tímaritinu Udspil.