Skinfaxi - 01.05.2015, Qupperneq 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
„Siglingar eru mjög gömul íþrótt með sterka
hefð. Vinsældir þeirra eru töluverðar og sér-
staklega hefur verið vinsælt hjá krökkum það
sem boðið er upp á hjá félögunum yfir sumar-
mánuðina. Siglingar eru í boði í Reykjavík, á
Akureyri, í Hafnarfirði, á Sauðárkróki og víðar
og þátttakan frábær. Það er rosalega skemmti-
leg upplifun hjá krökkunum að komast í tæri
við sjóinn og fá að gera það í öruggu um-
hverfi. Það lætur nærri að tvö þúsund krakkar
sæki námskeið með ýmsum hætti á sumrin.
Þessi fjöldi endist því miður ekki alltaf í sport-
Úlfur Helgi Hróbjartsson formaður Siglingasambands Íslands:
Skemmtileg upplifun hjá
krökkunum að komast í tæri við sjóinn
inu en þetta er gríðarlegur hópur,“ sagði Úlfur
Helgi Hróbjartsson, formaður Siglingasam-
bands Íslands, í samtali við Skinfaxa.
Þess má geta að um eitt þúsund manns
stunda reglubundið siglingar hér á landi og
um 500 manns kajakróðra. Um 300 manns
taka þátt í keppni þar sem notaðir eru stærri
bátar, svokallaðir kjölbátar.
Um 5% fjölgun iðkenda hefur orðið á ári
hverju síðustu 10 árin. Úlfur Helgi var spurður
hvort siglingar væru ekki erfið íþrótt á Íslandi.
„Þegar ég var krakki var ekki auðvelt að
verða sér úti um góðan búnað en í dag horfa
málin allt öðruvísi og betur við. Það getur
orðið kalt og blautt og skiptir þá miklu máli
að vera vel útbúinn. Góðan klæðnað er hægt
að nálgast á skaplegu verði. Íþróttin er líkam-
lega erfið er skemmtileg og gefandi. Að vera
vélarlaus úti á sjó er einstakt og ég veit ekki
um betri tilfinningu heldur en að vera stadd-
ur einhvers staðar úti á Ballarhafi á góðum
bát í góðum byr,“ sagði Úlfur Helgi.