Skinfaxi - 01.05.2015, Qupperneq 25
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 25
Siglingasamband Íslands var stofnað 1973
af siglingafélögum á höfuðborgarsvæðinu
og á Akureyri. Siglingafélögunum Brokey
og Ými var komið á fót árið 1971 af ungu og
áhugasömu fólki um siglingar og keppni í
þeirri grein, en Nökkvi, félag siglingamanna
á Akureyri, hafði starfað nokkur ár. Á höfuð-
borgarsvæðinu höfðu bæjarfélögin rekið sigl-
ingaklúbba sem þátt í æskulýðsstarfsemi og
þaðan komu áhugasamir einstaklingar sem
ruddu brautina fyrir nútímasiglingum á Ís-
landi og þar með keppnishaldi. Fyrstu opin-
beru siglingakeppnirnar voru í tengslum við
hátíðahöld Sjómannadagsins og hófust fyrir
og um 1970.
Kjölbátar kallast seglbátar sem að jafn-
aði eru sex metrar eða stærri og eru með
þungan og djúpan kjöl til að vega á móti
hinum háa seglabúnaði. Mikil fjölbreytni er
í þessum flokki og má m.a. nefna ferðabáta
sem búnir eru eins og besti sumarbústaður,
keppnisbáta sem eru íburðarminni en hafa á
móti mun betri siglingaeiginleika og sport-
báta sem eru ákjósanlegir til styttri keppni
og kennslu. Til að jafna þann mun sem er á
bátum er notast við forgjöf þegar keppt er.
Opnir, léttir seglbátar kallast kænur. Út-
breiddust er Optimist-kænan sem notuð
er til kennslu og þjálfunar fyrir börn og ungl-
inga. Mikið úrval er af kænum í heiminum
en Siglingasambandið hefur markað stefnu
um að leggja áherslu á Optimist og síðan
Laser fyrir þá sem vaxnir eru upp úr Optimist.
Laser er eins manns kæna sem m.a. er notuð
til keppni á Ólympíuleikunum.
Róður á kajak hefur aukist mikið á undan-
förnum árum. Kajökum má skipta í tvo megin-
flokka, þ.e. sjókajaka og straumvatns-
kajaka. Sjókajak er tilvalið að nota til styttri
og lengri ferðalaga en straumvatnskajak fylg
ir mikil spenna sem felst í því að sigla niður
ár og flúðir.
Í upphafi voru siglingar eins og aðrar íþrótta-
greinar barn síns tíma. Bátakostur var rýr og
þekking á reglum brotakennd og keppnis-
hald tilviljanakennt. Eftir það hefur þróunin
öll verið upp á við og nú standa íslenskir sigl-
ingamenn jafnfætis félögum sínum um
heim allan.
Siglingasamband Íslands (SÍL) hefur í sam-
ráði við aðildarfélögin mótað heildarstefnu
og sett reglur um öll þau málefni sem grein-
ina varða. Þar má nefna afreksstefnu í sam-
ræmi við stefnu ÍSÍ um þátttöku í erlendum
stórmótum, þ.m.t. Ólympíuleikum, reglur um
samræmd markmið og leiðir í þjálfun og
kennslu siglingafélaganna og viðurkenningu
á barna- og unglingastarfi sem félögin reka á
sumrin. Réttinda- og öryggismál eru einnig
ofarlega á baugi og er það stefna SÍL og
aðildarfélaganna að þau málefni séu ákvörð-
uð innan hreyfingarinnar en ekki af hinu opin-
bera. Því er kappkostað að vera leiðandi í
þeim efnum og fylgja ströngustu kröfum án
þess þó að hefta möguleika íþróttarinnar. SÍL
hefur lagt áherslu á þátttöku í erlendu sam-
starfi um málefni íþróttarinnar og átt hlut að
Norræna siglingasambandinu og ISAF,
Alþjóðasiglingasambandinu, með þátttöku
í fundum og þingum og hefur um árabil átt
fulltrúa í nefndum ISAF. Þessi þátttaka hefur
skilað SÍL miklum árangri á öllum sviðum og
verið sambandinu ómetanleg við innri upp-
byggingu og stórstígar framfarir einstakl-
inga og íþróttarinnar í heild.
Fróðleikur um siglingar