Skinfaxi - 01.05.2015, Blaðsíða 31
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 31
Eftirtaldir aðilar
styðja starfsemi
Ungmennafélags Íslands:
Ísafjörður
Sjúkraþálfun Vestfjarða ehf.,
Eyrargötu 2
Fræðslumiðstöð Vestfjarða,
Suðurgötu 12
Súðavík
VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir
Innri-Grund
Tálknafjörður
Þórsberg ehf., Strandgötu 25
Árneshreppur
Hótel Djúpavík ehf., Djúpavík
Blönduós
Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1
Sauðárkrókur
Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf.
Borgarröst 4
Samstarfssamn-
ingur milli UMSB
og Skorradals-
hrepps
Undirritaður hefur verið samstarfssamning-
ur milli Ungmennasambands Borgarfjarðar
og Skorradalshrepps. Eins og kunnugt er
nær starfssvæði UMSB yfir þrjú sveitarfélög:
Borgarbyggð, Skorradalshrepp og Hvalfjarð-
arsveit.
Árið 2013 var undirritaður samningur við
Borgarbyggð um aðkomu UMSB að íþrótta-
málum og ýmsum verkefnum þeim tengd-
um í sveitarfélaginu og nú er búið að ganga
frá sambærilegum samningi við Skorradals-
hrepp.
Samningi þessum er fyrst og fremst ætlað
að jafna stöðu allra íbúa á starfssvæði UMSB,
en mikilvægt er að allir íbúar á starfssvæðinu
eigi jafna möguleika á að nýta sér þjónustu
UMSB, eins og t.d. að sækja styrki í afreks-
mannasjóð UMSB og séu gjaldgengir í kjöri
á íþróttamanni Borgarfjarðar.
Fram kemur að nauðsynlegt sé að hlut-
verk UMSB gagnvart sveitarfélögunum á
starfssvæðinu sé skýrt og vel skilgreint og
eins hlutverk sveitarfélaganna gagnvart
UMSB, en það er einmitt eitt af stefnumálum
UMSB að þessi hlutverk séu skrifleg og skýr í
samningi milli aðila.
Pálmi Blængsson,
framkvæmdastjóri
UMSB, og Árni
Hjörleifsson, odd-
viti Skorradals-
hrepps, handsala
samninginn.
U ngmennafélag Íslands veitir ungu fólki, sem hyggur á nám við lýð-háskóla í Danmörk, styrki fyrir náms-
árið 2015–2016. UMFÍ og Højskolernes
Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér
samstarfssamning um verkefni tengt
námsdvöl íslenskra ungmenna við lýð-
háskóla í Danmörku. Højskolernes Hus
heldur utan um alla lýðháskólana og því
er námsframboðið mjög fjölbreytt.
Markmið verkefnisins er að gefa ungu
fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring
sinn, kynnast nýju tungumáli og menn-
ingu, auka færni sína og þekkingu á völdu
sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja
leiðtogatogahæfileika sína um leið.
UMFÍ styrkir þátttakendur til náms og
verður fyrirkomulag styrkja kynnt á kynn-
ingarfundi fimmtudaginn 20. ágúst nk.,
kl.16:00. Kynningarfundurinn verður hald-
inn fyrir þau ungmenni sem hyggjast
vera í námi heilt ár og á haustönn 2015.
Á kynningarfundinum verða markmið
verkefnisins kynnt, farið yfir hlutverk nem-
enda, væntingar til námsins og skil á loka-
skýrslum og samningar vegna styrkja
undirritaðir. Kynningarfundur fyrir ung-
menni, sem ætla sér í nám á vorönn 2016,
verður auglýstur síðar.
Umsóknarfrestur fyrir styrki á haust-
önn 2015 og heilt ár er til föstudagsins
31. júlí. Umsóknarfrestur fyrir styrki
á vorönn 2016 er til föstudagsins 20.
nóvember. Allar nánari upplýsingar
veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir,
landsfulltrúi UMFÍ, sabina@umfi.is eða í
síma 568 2929.
Myndirnar hér til hliðar eru frá Íþróttalýð-
háskólanum í Sönderborg.
Samstarf Ungmennafélags Íslands
og lýðháskólanna í Danmörku