Skinfaxi - 01.05.2015, Side 35
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 35
Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is
Lið Selfoss varð Íslandsmeistari í blönduðum flokki á Íslandsmót-inu í hópfimleikum sem fram fór í Garðabæ 18.–19. apríl sl. Var
þetta jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í fullorðinsflokki.
Liðið sigraði einnig í keppni á dýnu og á trampólíni. Með sigrinum
varð liðið jafnframt deildarmeistari. Þar með bættist þriðji titill vetr-
arins í safnið, þ.e. Íslandsmeistarar, deildarmeistarar og bikarmeist-
arar. Selfoss átti einnig lið í kvennaflokki og hafnaði það í fimmta
sæti. Þessi árangur sýnir þann mikla uppgang sem er í fimleikum á
Selfossi um þessar mundir.
Við heimkomuna var vel tekið á móti Íslandsmeisturunum en
sveitarfélagið Árborg stóð fyrir móttöku við Tryggvatorg.
Kvennalið Stjörnunnar varð Íslandsmeistari í kvennaflokki og
batt enda á níu ára sigurgöngu Gerplu. B-lið Stjörnunnar hafnaði í
þriðja sæti.
Íslandsmót FÁÍA – Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra – í boccia fyrir 60 ára og
eldri fór fram 18. apríl sl. í Íþróttamiðstöðinni
á Álftanesi.
Mótið var samvinnuverkefni Félags eldri
borgara í Garðabæ og FÁÍA. Til keppni voru
að þessu sinni skráð 32 lið. Keppendur voru
102 og var leikið í átta riðlum, þrír leikir á lið.
Sigurvegarar riðlanna kepptu síðan í milli-
riðlum og sigurvegarar úr þeim til undan-
úrslita og loks til úrslita.
Að þessu sinni kepptu liðin sem urðu í
2.–4. sæti sín á milli. Með því fyrirkomulagi
fengu öll lið 5–7 leiki, en keppnistími á svona
Fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss
Spennandi keppni á Íslandsmóti FÁÍA í boccia
móti verður aldrei lengri en 5 klukkustundir.
Svo fór að lokum að Garðabær 2 stóð uppi
sem sigurvegari en liðið var skipað þeim
Gunnlaugi Stefánssyni, Jóni Sverri Dagbjarts-
syni og Sveini Jóhannssyni. Gjábakki 1 varð í
öðru sæti og Reykjanesbær 1 í þriðja sæti.
Mótið tókst vel, aðstaða var öll til fyrir-
myndar og ekki var annað að finna og sjá
en að keppendur væru allir mjög sáttir að
keppni lokinni.
Á myndinni er sigurliðið, Garðabær 2.