Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2015, Síða 17

Skinfaxi - 01.08.2015, Síða 17
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Á miðvikudeginum var aðalráðstefnan hald- in og henni var skipt í þrjá hluta. Þar fengum við bækling með alls konar verkefnum sem við gátum framkvæmt til þess að hægja á „Global warming“. Okkur var úthlutað því verkefni að reyna að minnka hlýnunina um 30%. En það kostaði peninga, peninga sem við höfðum ekki, svo að við ákváðum að kaupa olíuver til þess að öll lönd fengju meiri pen- inga og við gætum gert fleiri góða hluti í næsta holli. Það gekk þó ekki því að það verða olíuslys og öll lönd þurftu að borga 75ND til þess að koma í veg fyrir það. Því næst ákváðum við að öll löndin skyldu vinna saman svo að allir fengju eitthvað og á endanum náðum við markmiði okkar. Eftir ráðstefnuna fórum við niður á strönd til að slaka á. Nokkr- ir syntu að fleka sem var aðeins lengra úti á sjó og voru að stinga sér. Á fimmudeginum var lítil keppni milli landa. Við fórum niður á strönd og bjuggum til báta úr spýtum. Svo áttum við að sigla með bátinn út fyrir bryggjuna og aftur til baka. Þar á eftir fórum við í annan ratleik sem var skemmtilegri en fyrri ratleikurinn. Þar voru stöðvarnar meðal annars að hjóla með bund- ið fyrir augun, að skjóta af boga, róla sér í risa- stórri rólu og stunda kubbaklifur. Svo borðuðu allir engisprettur og alls konar annað skemmti- legt. Kvöldmaturinn þetta kvöld var eitt af því sem stendur upp úr þótt ekki gætu allir borð- að hann. Við fengum að slátra kjúklingi og elda hann frá byrjun. Það var mjög óhugnan- legt og frekar viðbjóðslegt en samt alveg skemmtilegt. Eftir það voru allir að búa sig undir svefninn eða jafnvel sofnaðir, þegar svakalegur hávaði heyrðist og allir þurftu að drífa sig í matsalinn. Þar var okkur sagt að höfuðstöðvar Fossil Fuels hefðu fundist og við þurftum að fara og handtaka fólk þar. Noregur lagði af stað næst seinastur og þurft- um við þess vegna að horfa á mynd sem heit- ir Taken áður en við lögðum af stað. Við feng- um aðeins þær leiðbeiningar að við ættum að labba meðfram veginum þangað til að bíll kæmi og sækti okkur. Við urðum allt í einu svo spennt og hrædd að við tókum á rás með- fram veginum. Svo tók okkur upp maður á hvítum sendiferðabíl og við fengum kort og vasaljós. Bílstjórinn keyrði okkur langa leið en sagði okkur síðan að labba bara leiðina sem sýnd var á kortinu. Við vorum búin að ganga í u.þ.b. klukkutíma þegar við hittum konu á leiðinni sem sagði okkur að við þyrftum að læðast fram hjá húsi sem var í grenndinni því að þar væru Fossil Fuels-starfsmenn. Við gerð- um það en allt í einu heyrðist kallað ótrúlega

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.