Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2015, Page 18

Skinfaxi - 01.08.2015, Page 18
18 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands hátt: „Hey what are you guys doing there?“ Við stoppuðum ekki einu sinni til að hugsa, hlupum bara af stað eins hratt og við gátum. Svo klukkutíma seinna sáum við bíl á vegin- um, ein af okkur þekkti bílinn og sagði krökk- unum að læðast. Allt í einu var bíllinn settur í gang og við hlupum af stað. Hálftíma seinna, þegar klukkan var um það bil þrjú, komum við að húsi og þar bentu örvar okkur að fara upp á þak. Við gerðum það og sáum þar Dan- mörk og Ísland sem voru að síga niður af þak- inu hinum megin. Við biðum í um það bil 20 mínútur þangað til að allir voru farnir og þá máttum við byrja að síga niður, það var mjög gaman. Svo héldum við áfram. Þegar við vor- um næstum komin á leiðarenda sáum við blikkandi ljós og sömu hróp og í byrjun, svo að við hlupum af stað á nýjan leik og hlupum þangað til við sáum hvar krakkarnir voru að hlýja sér við varðeld. Þegar allir voru komnir fórum við öll saman að sérstökum vita þar sem höfuðstöðvar Fossil Fuels áttu að vera og þar handtókum við alla starfsmennina. Þannig sigruðum við global warming, nei, bara smá grín! Þegar við vorum komin til baka var klukkan orðin 4–5 um morguninn svo að við fórum öll beint að sofa. Seinasti dagurinn var frjáls dagur, engin áætlun, við fórum bara niður á strönd og upp á hótel með öllum vinum okkar, fengum okk- ur ís, skelltum í nokkrar myndir og fullt af leikj- um. Um kvöldið var tímabært að segja bless við alla. Þá féllu nokkur tár og ennþá fleiri á flugvellinum hér heima. Þetta var ein af skemmtilegustu vikum sem við höfum lifað og við mælum svo sannarlega með því. Ef ein- hver fær svona tækifæri þá á viðkomandi að grípa það meðan hægt er. Við söknum allra krakkana mjög, það er ótrúlegt hversu náinn maður getur orðið fólki á svona skömmum tíma. Hlín Guðmundsdóttir, Birgitta Sól Eggerts- dóttir, Indíana Lind Gylfadóttir. Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is Ísafirði 24.–26. júní 2016 Borgarnesi 29.– 31. júlí 2016

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.