Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2015, Page 24

Skinfaxi - 01.08.2015, Page 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands F immta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Blönduósi í sumar og í umsjón Ung- mennasambands Austur-Húnvetninga (USAH). Undirbúningsvinna fór fyrir alvöru af stað seinni hluta árs 2014 en þá var landsmótsnefnd skipuð. Nefndin samanstóð af fulltrúum frá USAH, Blönduósi, UMFÍ og eldri ungmennafélögum. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, stýrði undirbúningi og framkvæmd mótsins í fyrsta skipti og hafði sér við hlið Flemming Jessen sem ráðinn var verkefnastjóri og einnig Halldór Lárusson sem var í starfsnámi í við- burðastjórnun. Ingólfur Sigfússon sá um skráningarkerfið og utanumhald úrslita á mótinu. Fjármögnun mótsins gekk frekar seint en að lokum náðust að nokkru leyti þau markmið sem sett voru í upphafi. Mótið var sett föstudaginn 26. júní og því lauk sunnudaginn 28. júní. Veðurguðirnir léku við mótsgesti alla mótsdagana. Keppnis- greinar á mótinu voru eftirfarandi: Boccia, bridds, dráttarvélaakstur, frjálsíþróttir, golf, hestaíþróttir, lomber, pútt, ringó, skák, starfs- hlaup, stígvélakast og sund. Alls mættu 370 Alls mættu 370 keppendur til leiks keppendur til leiks, 251 karl og 119 konur. Fjölmennasta keppnisgreinin var boccia en 107 einstaklingar tóku þátt í þeirri keppni. Mótssetning var á föstudagskvöldi og fylltu mótsgestir Félagsheimilið á Blönduósi. Skemmtileg stemning myndaðist á setning- unni og þar var bæði sungið og dansað. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Einar Kristján Jónsson, for- maður landsmótsnefndar, og Haukur Ingi- bergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fluttu ávörp á setningarathöfninni sem tókst með ágætum. Á mótinu var í samstarfi við Heilbrigðis- stofnunina á Blönduósi boðið upp á heilsu- farsmælingar sem mæltist vel fyrir. Á laugar- dagskvöldið safnaðist fjöldi fólks við Blöndu og söng saman við undirleik heimamanna í veðurblíðu. Allt keppnishaldið gekk mjög vel og ánægja skein úr hverju andliti. Umgjörð mótsins var mjög góð og öll dagskráin gekk samkvæmt áætlun. 5. Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.