Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2015, Side 26

Skinfaxi - 01.08.2015, Side 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Á haustdögum fór tólf manna hópur aust-firskra ungmenna auk tveggja fararstjóra í ungmennaskiptaverk-efni á vegum Erasmus+ til Ungverjalands. Verkefnið bar yfirskriftina HUN-ICE: Sports in Social Inclusion and Non-Formal Education og sneri að því hvernig íþróttir tengjast sam- félagsþátttöku og óformlegu námi. Markmið verkefnisins var að leiða saman ungmenni frá tveim ólíkum stöðum og menningarheim- um og gefa þeim kost á að skiptast á skoð- unum og læra af sjónarmiðum hvert annars. Í ferðinni fékk íslenski hópurinn kjörið tæki- færi til að heimsækja nýtt umhverfi og kynn- ast framandi siðum og venjum, auk þess að fjalla og fræðast um íþróttir og samfélags- þátttöku í víðu samhengi. Á ferð og flugi til Ungverjalands Þann 6. september lagði fríður hópur ung- menna af stað frá Egilsstöðum. Samdægurs tók hópurinn flugrútuna til Keflavíkur þaðan sem ferðinni var heitið til Berlínar. Þar millilent- um við á leið okkar til Búdapest í Ungverja- landi en þar gafst hópnum tími til að skoða borgina m.a. kastala, brýr og fornar styttur. Þegar 7. september var að kvöldi kominn hélt hópurinn af stað í átt að áfangastað sín- um Orosháza, 30.000 manna bæ í Suðaustur- Ungverjalandi. Teknar voru fjöldamargar lest- ir og sporvagnar og komst hópurinn loks á áfangastað eftir 30 tíma ferðalag. Þegar við komum þreytt og svöng til Orosháza var vel tekið á móti okkur og við vorum keyrð á sitt- hvort gistiheimilið en strákarnir voru á einu gistiheimili og stelpurnar á öðru. Einhvers staðar byrja ævintýrin Strax morguninn eftir kynntumst við ung- verska hópnum. Dagskráin hófst á því að staðgengill borgarstjóra Orosháza heiðraði okkur með nærveru sinni og heilsaði upp á hópana. Til að byrja með var ungverski hópur- inn frekar feiminn og lokaður, á meðan íslenski hópurinn var mjög líflegur og opinn. Það stafaði meðal annars af takmarkaðri enskukunnáttu ungverska hópsins. Það tók því nokkra daga fyrir hópana tvo að verða að einni heild en unnið var markvisst að því t.d. með daglegum hópeflisleikjum. Þessir leikir hjálpuðu báðum hópum að tengjast innbyrðis og gengu út á það að vinna saman í blönduðum hópum en ekki síst að láta ein- staklingana njóta sín. Leikirnir hjálpuðu sér- staklega ungverska hópnum að spreyta sig í ensku og opna sig. Ljóst er að í ferðinni lærði íslenski hópurinn mikið af nýjum leikjum sem hann mun án efa nota til fullnustu eftir að heim er komið eins og í þjálfun og við aðra viðburði. Dagskráin var frá 10:00 til 18:30 alla daga en klukkan 18:30 var kvöldmatur þar sem íslenski og ungverski hópurinn skiptust á þýðingu orða á tungumálum sínum auk þess sem skipst var á skoðunum um ýmis brýn samfélagsmálefni. Óvæntir fordómar Í ferðinni áttu sér stað margvíslegar og þrosk- andi umræður. Komst íslenski hópurinn að mörgu misjöfnu um ungverska menningu og ríkjandi viðhorf. Í Ungverjalandi urðum við vitni að miklum fordómum gagnvart ýmiss konar minnihlutahópum, t.d. sígaunum, innflytjendum, flóttafólki, samkynhneigðum og mikilli þöggun málefna á borð við femín- isma, kynferðisofbeldi og kynlíf. Ungverski hópurinn fékk því í heimsókn okkar að kynn- ast nýjum viðhorfum og opinskárri umræðu um ýmis mál sem er ekki viðurkennt að tala um í ungversku samfélagi. Þetta opnaði augu okkar fyrir því hversu opin umræðan er á Íslandi og hversu þakklát við megum vera fyrir það samfélag sem við búum í. Við í íslenska hópnum veltum samt sem áður fyrir okkur fordómum sem leynast í íslensku sam- félagi og áttuðum okkur á að þá má einnig finna víða heima á Íslandi. Við lærðum samt að bera virðingu fyrir skoðunum sem voru ólíkar okkar og reyndum að bera gæfu til að horfa í þann samfélagslega veruleika sem þær voru sprottnar úr. Gufuböð með alls kyns ilmtegundum Eins og margir vita eru Íslendingar algjörir kaupsjúklingar og sést það best á hegðun okkar þegar til útlanda er komið. Hópurinn okkar er þar engin undantekning og lögð- um við fram sérstaka beiðni um að fara í Tesco, stærstu búð bæjarins, sem var mikil upplifun fyrir okkur. Það var bæði vegna stærðar búðarinnar og verðlagningar en hún er töluvert lægri en við eigum að venjast. Segja má að hópurinn hafi sett vallarmet í innkaupum. Allténd hafði verslunarstjórinn ekki séð annað eins og bauð okkur hjartan- lega velkomin aftur sem fyrst. Að þessu loknu lá leið hópsins í sundlaugargarð/heilsulind sem er eitt mesta stolt bæjarins. Það sem var merkilegt við þennan tiltekna stað var óhefð- UÍA fólk á stormandi ferð …

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.