Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2015, Page 27

Skinfaxi - 01.08.2015, Page 27
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27 … alla leið til Ungverjalands bundnar sundlaugar auk margs konar gufu- baða. Óhefðbundnu sundlaugarnar voru þannig gerðar að margs konar steinefnum og öðrum heilsueflandi efnum hefur verið bætt í laugarnar sem gera það að verkum að þær eru brúnar á litinn. Þessar heilsulaugar eru þekktar fyrir græðandi áhrif á sál og líkama. Gufuböðin vöktu einnig mikla hrifn- ingu hjá íslenska hópnum þó að Ungverjun- um fyndist lítið til koma. Gufuböðin voru meðal annars með myntugufu, limegufu og innrauðu ljósi svo að fátt eitt sé nefnt. Extreme day Extreme day er árlegur viðburður í Orosháza. Þá eru sýndar margs konar jaðaríþróttir, m.a. að fara á hjólabretti, BMX-hjóli og hlaupa- hjóli. Ásamt þessu voru margir básar þar sem kynnt var ýmiss konar starfsemi, t.d. bogfimi, ungverski herinn og allt þar á milli. Við nut- um þess heiðurs að fá tækifæri til að kynna samstarf og líkindi Íslands og Ungverjalands í einum básnum. Auk þess tróðum við upp með kynningu sem við héldum í skólanum tveim dögum síðar. Í báðum tilvikum létu þó nokkrir sjá sig og komu með skemmtilegar spurningar og athugasemdir um okkur og uppruna okkar. Við vorum með á boðstólum íslenskar kræsingar, svo sem harðfisk og Djúpur, sýndum íslenska glímu og taekwon- do og sungum ættjarðarsöngva. Eltingarleikur sem markaði djúp spor Síðasta kvöldið fór íslenski hópurinn í almenn- ingsgarð í miðbæ Orosháza þar sem við héld- um nokkurs konar lokahóf og uppgjörsfund. Á meðan á þessu stóð voru tveir menn að vappa í kringum okkur. Hópurinn tók lítið eftir þeim í fyrstu en það vakti þó athygli okk- ar að þeir voru með læknagrímur og lækna- húfur og greinilega undir áhrifum eiturlyfja. Mennirnir tveir færðu sig sífellt nær hópnum og fylgdust grannt með okkur og föggum okkar. Að lokum ákvað hópurinn að fara á gistiheimili strákanna og klára lokahófið þar. Við höfðum litlar áhyggjur þangað til að við sáum að mennirnir veittu okkur eftirför. Þá ákvað hópurinn að skipta sér í þrennt. Nokkrir voru á hjólum og fóru þeir saman í eina átt, gangandi hópurinn fór í aðra og tveir með- limir hópsins fóru hjólandi annað. Mennirnir hlupu á eftir gangandi hópnum en krakk- arnir, sem í honum voru, urðu þá óróleg og tóku til fótanna. Þegar tveir hópanna voru komnir að gistihúsi strákanna þustum við þar inn, slökktum öll ljós og sátum þegjandi í myrkrinu til að láta sem minnst á okkur bera. Tvo úr hópnum vantaði og en mennirnir héldu sig fyrir utan gistiheimilið. Hringt var í lögregluna og beðið með eftirvæntingu. Eftir nokkra stund komu þeir tveir sem vant- aði hjólandi að húsinu og sáu þar mennina tvo. Þeim tókst að lokka þá burt frá húsinu og stinga þá svo af á hjólunum en sneru síð- an óhult til baka og lögreglan mætti á svæð- ið. Lögreglan fylgdi okkur svo að gistihúsi stelpnanna vegna þess að ekki var talið öruggt að gista í húsi strákanna. Allur hópurinn eyddi síðan nóttinni í ró og næði í gistihúsi stelpnanna. Erfitt var þó að festa svefn eftir atburði kvöldsins. Þetta var ekki góð byrjun á löngu og ströngu ferðalagi dagsins sem í hönd fór, heim til Íslands, en gekk þó áfallalaust og heim kom hópurinn þakklátur fyrir lærdóms- ríkt og þroskandi ferðalag sem opnaði augu okkar fyrir ótal þáttum í mannlegri tilveru og samfélagi þjóðanna. Í farteskinu vorum við með ótal dýrmætar minningar og vináttu- sambönd sem hefðu ekki orðið til nema fyrir tilstilli þessa verkefnis. Við viljum koma á framfæri þökkum til UÍA og allra sem studdu okkur til ferðarinnar með einum eða öðrum hætti. Emma Líf Jónsdóttir og Mikael Máni Freysson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.