Dagrenning - 01.02.1951, Page 7
1. TOLUBLAÐ
6. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
FEBRÚAR 1951
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196.
T\y[TEÐ þessu blaði hefst 6. árgangur Dagrenningar. Það hefir þannig tekist i :
fimm ár að halda ritinu gangandi, og er það lengri timi, en gert var ráð j
fyrir i uþþhafi. Við þessi timamót, þegar Dagrenning er fimm ára, er ánœgju- \
legt að lita til baka, þvi hvert ár hefir fcert málstað Dagrenningar nýja sigra.
F.ins og getið er um i formálanum fyrir fyrsta hefti fyrsta árgangs var það í
ekki allskostar sársaukalaust fyrir mig þá, að hefja útgáfu ritsins. Til þess '■
þurfti að slita ýms bönd og hafna ýmsum sjónarmiðum, sem ég hafði frá œsku !
vanist á að viðurkenna og lita á sem algild og óskeikul. Aldrei hefir mig iðrað I
þess, að ég hafnaði þeim og steig þetta sþor. Hvert ár, sem liðið hefir, liefir \
fcert mér heim sanninn um, að ég valdi mér þá hið rétta hlutskipti.
Nú er svo komið að Dagrenning er að verða mér full erfið setn auka- :
starf. Veldur því það tvennt, að embœttisstarf mitt verður sifelt yfirgriþsmeira !
og_ erfiðara og þar af leiðandi tima frekara, og svo hitt, að þvi betur, !
sem kaupendur Dagrenningar kynnast þeim málefnum, setn ritið fjallar !
um, því meiri rœkt og alúð þarf að leggja við þœr greinar, sem ritið flytur, til !
þess að það Jtomi kaupendunutn að fullum notum. 'Mér segir þvi svo hug- !
ur um, að nú muni annað hvort verða á þessu ári, að ég láti af embœtti minu, !
til þess að geta gefið mig meira við þeim hugðarmálum minutn, sem tengd eru !
við Dagrenningu, eða að hún breytist eða hœtti við lok þessa árs. En þessu
veður sá að ráða, sem knúði mig i öndverðu til að hefja útgáfu Dagrenningar |
og vantreysti ég ekki leiðsögn Hans og handleiðslu, hvorki i þessu efni né !
öðru.
★
Upphaflega var það ekki œtlunin að Dagrenning yrði annað en timarit !
til fróðleiks og skemmtunar því fólki, sem áncegju hefði af að fást við hluti, !
sem almennt eru kallaðir „heimska", „hindurvitni“, „firrur“ eða annað þvi !
líkt. En þróunin hefir orðið sú, að Dagrenning hefir nú fengið ákveðið hlut-
verk, sem ekkert annað blað eða timarit liefir fundið hvöt hjá sér að sinna. |
Þetta lilutverk er að flytja islenzku þjóðinni allri ákveðnar skoðanir og kenn- i
ingar, sem erlendir frceðitnenn halda fram og rökstyðja, en ennþá hafa ekki i
náð þeirri viðurkenningu á ceðri stöðum, að þetta þyki enn sjálfsögð visindi. !
DAGRENNING 1