Dagrenning - 01.02.1951, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.02.1951, Blaðsíða 8
Þannig er Dagrenning enn eina ritið, setn viðurkennir og heldur fram kenn- ingunni um að engilsaxneskar og norrecnar þjóðir og frœndþjóðir þeirra séu hinar foru, týndu œttkvíslir ísraels. Dagrenning er einnig eina ritið, sem frceðir ahnenning hér á landi um spádóma Bibliunnar og sýnir fram á sam- bandið milli þeirra og nútimans. Dagrenning er eina timaritið héjr á landi, sem liefir tekið sér fyrir hendur að sýna fram á sambandið sem greinilega er milli einrœðisstefnu nútimans, kommúnismans, og fjármálaauðvaldsins, og hvernig þessi tvö öfl stefna markvisst að útrýmingu kristindómsins og sköpun heiðitts heimsveldis, sem ná á um alla jörð. Loks ber svo að nefna það, að Dag- renning, eitt allra islenzkra timarita og blaða, vinnur að þvi, að útbreiða þekkingu manna á því, að Pýramídinn mikli á Egyptalandi sé „spádómsbók“ ur steini, þar sem saga ísraels er skráð með táknmáli á svipaðan hátt og hún geymist i orðum og likingum i Bibliunni. Ýmsir vœntu þess, að Dagrenning fetigi stuðning frá kirkjunni, en það er siður en svo, að það hafi orðið. Einstöku gáfaðir og hugsandi prestar liafa frá þvi fyrsta viðurkennt þau sannindi sem Dagrenning flytur, en segja má að kirkjati sem heild sé yfirlýstur andstœðingur þessara augljósu og auðsliildu sanninda. Barátta Dagrenningar fyrir almennum bœnadegi hefir vakið athygli um allt land, og þó það mál hafi enn ekki fengist tekið upp á réttan og viðun- andi hátt, hefir þvi þó miðað nokkuð áleiðis. Og nú er svo komið i þjóðfélagi voru, að fullkomin nauðsyn er á þvi að efnt verði til samtaka, sem beinlinis hafi það hlutverk að SIÐBÆTA þjóð- félagið, en það verður ekki gert nema á undan fari öflug trúarleg vakning, sem sópar burtu hinni þjóðhœttulegti og heimskulegu flokkapólitík, sem sundrar þjóðitini og siðspillir henni á öllum sviðum, og menn leeri að skilja, að stjórn- málalif nútimans er hrein hjáguðadýrkun, sem hlýtur að enda með þvi að Baal nútimans — kommúnisminn — gleypir alla hina hjáguðina, og að hið eina, örugga afl gegn þeirri ófreskju er lireinn og óspiltur kristindómur eins og hann birtist i ritum Nýja testamenntisins. Það er þessa trúaröldu, sem Dag- renning hefir átt nokkurn þátt i að vekja og hún mun styðja að þvi að sú alda fái risið sem hœst á því ári, sem nú fer i hönd. 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.