Dagrenning - 01.02.1951, Page 13
mikill og réttlátur stjórnandi. Um hann seg-
ir í Samúelsbók „Davíð ríkti vfir öllum ísra-
el og lót alla þjóð sína njóta laga og iéttai.“
*
Það mætti mikilli furðu gegna ef engir
spádómar væru til í Heilagri ritningu um þá
tírna, :;em vér nútímamenn lifum á, og öll
þau undur, tákn og stórmerki, sem nú ger-
ast hér á.jörðu á hinu efnislega sviði. Frá
sjónarmiði þeirra, sem ekki hafa hafnað spá-
dómum Biblíunnar er það líka svo, að tíma-
bilið,- sem nú stendur yfir, og augsýnilega er
einskonar lokatímabil í þjóðfélags og nrenn-
ingarþróun þjóðanna, er það tímabil, sem
hvað mest er spáð um í Biblíunni, ef menn
vilja gefa því gaum og leita sannleikans í þess-
um efnurn af fullri einlægni við sjálfa sig
og aðra.
Allir hinir stærri spámenn Biblíunnar og
margir hinna smærri einnig, spá urn tímabil,
sem þeir kalla „tímabil endalokanna", „hina
síðustu daga“, eða blátt áfram „endi verald-
ar“. Og það er ekki nóg nreð það, að spámenn
Gamla Testamentisins spái um þetta tímabil
og lýsi því greinilega hvernig ástandið verði
þá á jörðinni, heldur hefur einnig sjálfur
Frelsari vor, Jesús Kristur, eftirlátið oss svo
merkilegan spádóm um „endi veraldar" að
enginn hefur gert betur. Ég ætla nú hér á
eftir að víkja nokkuð að þessunr merkilega
spádómi Frelsarans og leitast við að sýna fram
á, að sá spádómur hans eigi við þá tíma, sem
nú standa yfir.
Það ber rnjög að harma hve kirkjan hef-
ur yfirleitt gert lítið úr spádómum Jesú Krists,
því sjálfur lagði hann einmitt höfuðáherzlu
á, að menn tækju spádóma hans alvarlega.
Auk þeirra spádóma, sem Kristur hefur eftir
skilið oss í Guðspjöllunum hefur hann gefið
oss heila spádómsbók, sem segir fyrir í stórum
dráttum, gang sögunnar til loka ákveðins
tímabils. Á ég hér við Opinberunarbókina, en
hún hefst á þessum orðurn: „Opinberun Jesú
Krists ,sem Guð gaf honum, til að sýna þjón-
um sínum það, sem verða á.“
Af spádómum Krists í Opinberunarbók-
inni og í Guðspjöllunum er augljóst, að hann
hefur gert ráð fyrir því, að það hcimsskipu-
lag, sem var á hans hérvistardögum, og hann
sá fyrir að þróast mundi að ákveðnu marki,
mundi loks tortíma sjálfu sér í stórfelldum
hernaðar- og byltingarátökum, sem ná
mundu um alla jörðina. Þetta hrynjandi
heimsskipulag kallar hann: „Hina dularfullu
Babylon,“ og segir, að ástandið muni verða
þar svo slærnt, að það hafi aldrei fyrr verið
jafn ömurlegt hér á jörð, né heldur muni
verða það síðar, og tekur það fram, að bók-
staflega allir mundu farast, ef ekki yrði gripið
til sérstakra, guðlegra ráðstafana. En eftir
fall „Babvlonar", tekur við betra heimskipu-
lag, sem hann kallar „Hina nýju Jerúsalem“.
Það er athyglisvert, að ekki liefur geymst í
Guðspjöllunum nema einn sérlega stórfelld-
ur spádómur frá hendi Frelsarans, en það er
einmitt spádómurinn um „endalokin“. Það
er þó greinilegt af ýmsu í Guðspjöllunum,
að hann hefur spáð unr margt annað. Nær-
tækasta dæmið þar urn er spádónmr hans urn
evðileggingu musterisins í Jerúsalem, sem
lærisveinar hans töldu sem næst óforgengi-
legt og sérstaklega verndað af Guði. En spá-
dónmr Frelsarans urn það var þessi: „Eigi
nmn hér verða skilinn eftir steinn yfir steini,
er ekki mun verða rifinn niður.“ Sá spádóm-
ur rættist áður en sú kynslóð leið undir lok,
sem var Krísti samtíða.
#
Spádómur Jesú, sá sem ég hér ætla að víkja
að, er í öllum þrem samstofna Guðspjöllun-
um, en ekki í Jóhannesarguðspjalli, og er það
ekki nerna eðlilegt því þann spádórn er að
finna með öðrum fleiri og fyllri spádómum
Krists í Opinberunarbókinni, sem Hann fól
Jóhannesi að skrá og varðveita.
Það mun vera næsta útbreidd skoðun, að
DAGRENNING 7