Dagrenning - 01.02.1951, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.02.1951, Blaðsíða 15
Eru ekki einmitt öll þessi tákn nú þegar frarn komin? Höfum við ekki heyrt hernað og spurt hernaðartíðindi að undanförnu? Það hefur staðið óslitin stórstj'rjöld hér á jörðu síðan 1914 og stendur enn, þó hlé sé hér í hálfu að kalla þessa stundina. Hefur ekki „þjóð risið gegn þjóð, og kon- ungsríki gegn konungsríki?“ Konungsríkin og keisaradæmin, sem hafa liðið undir lok síðan 1914 skipta tugum og á því tímabili hafa orð- ið stærri og meiri innanlandsbyltingar en dæmi eru til áður í sögunni, en þó eru stærstu byltingarnar og ógurlegustu innanlands- styrjaldimar enn eftir. — Hafa menn ekki verið píndir, ofsóttir og kvaldir? Lesið aðeins sögu fangabúðanna og skoðið hin vísindalegu píningartæki nútímans sem taka fram öllu af því tagi, sem áður er þekkt í sögu mannkynsins, og þessu heldur áfrarn enn, og í enn stærri stíl en áður. Hefur ekki flokka- dráttur nútímans orsakað það, á svo að kalla öllum sviðum, en ekki síst í stjómmálunum, að böm hatist við foreldra sína, bræður verði óvinir og fomir vinir fjandmenn, og í þeim löndum þar sem einræðið er almáttugt gerist það beinlínis nú í dag, að foreldrar „fram- selja“ börn sín til pyntinga og lífláts, og ungl- ingar njósna um foreldra sína, systkini og vini til þess að fá á þeim höggstað svo „ör- vggislögregla" einræðisríkisins geti tekið mál- þeirra í sínar hendur? Aldrei í sögunni hafa verið meiri jarð- skjálftar, hallæri og drepsóttir en síðan 1914. Má þar nefna hungursneyðina miklu í Rúss- landi eftir fyrstu heimsstvrjöldina og mikla hungursneyð í Indlandi. Hungursneyð víða um heim eftir síðustu heimsstyrjöld og nú er í Kína mikil hungursneyð, og í vor er búist við að hún vaxi og breiðist út frá því sem nú er. Skæðasta drepsótt sögunnar geisaði 1918— 1920, spánska veikin svonefnda, og þrátt fyrir alla lækninga- og hjúkrunartækni nútímans geisa drepsóttir enn á ýmsum stöðum við og við, og nú gengur t. d. mannskæð pest yfir Vesturlönd. Mestu jarðskjálftar, sem sögur fara af hafa orðið á tímabilinu frá 1914 og til þessa. Má þar nefna jarðskjálftana í Japan 1923 og hina miklu jarðskjálfta í Tyrklandi rétt fyrir síðustu styrjöld. Þá hafa eldgos og voðafyrirburðir orðið víða, 'eins og til dærnis nú fyrir fáum dögum er fjögur þús- und manns fórust í einu í eldgosi. Slys og aðrir voðafyrirburðir hafa verið meiri og stórkostlegri en nokkru sinni fyrr og nægir Jrar að minna á öll hin mörgu og stóru flugslys og námuslys síðustu ára. Furðulegustu „teikn á himni“, sem rnann- kynið hefur sögur af, hafa verið að gerast við og við hin síðustu ár, þar sem er hið óskiljan- lega fyrirbæri hinir svonefndu „fljúgandi diskar“, sem nú er talið fullsannað að hljóta að vera fyrirbæri, sem mannlegum skilningi er ofvaxið, eða hér er um að ræða furðuleg geimför frá öðrum hnöttum. Og hvað segja menn þá um „frelsarana“, sem hver af öðrum koma nú fram á sjónar- sviðið. Við minnumst í því sambandi „frels- arans“ Mussolinis, sem ætlaði að „frelsa“ og endurreisa hið forna Rómaveldi. Hann lét semja sérstaka trúarjátningu þar sem nafn Frelsarans var tekið á brott, en nafn foringj- ans sett í staðinn. Við minnumst Hitlers, sem var talinn „frelsari". Þýzkalands og ætl- aði að „frelsa“ allan heiminn, en útrý'mdi kristinni trú úr landi sínu og setti í staðinn heiðinn átrúnað, sem dýrkaði hið „ar- iska blóð“, en hafnaði með öllu Jesú Kristi og trú á hann. Þessir „frelsarar" em nú horfnir af sjónarsviðinu og um „frelsun“ þjóða þeirra er óþarft að tala. En hinn „rauði frelsari" í austrinu er enn á lífi og milljónir manna tilbiðja hann, yrkja um hann sálma og kalla hann „hina miklu mannkynssól" og líkja honum við guði fyrri DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.