Dagrenning - 01.02.1951, Side 20

Dagrenning - 01.02.1951, Side 20
En hvað tekur þá við? rnunu margir vilja spyrja: Og svarið er ofureinfalt. — Það, sem við tekur, verður ríki Krists. Hér yrði of langt mál að reyna að gera grein fyrir því hvemig það ríki verður, þó um það sé margt sagt í spádómum Biblíunnar. Það væri nægilegt efni í annað erindi. ❖ Kristur segir í spádómum sínum, að Guð muni senda út engla sína með hljómsterkum lúðri til að safna saman „hans útvöldu“ frá áttunum fjórurn heimsendanna milli.“ — Heyrum vér ekki einmitt nú þann lúður- þyt? Hver er sá meðal )'ðar, að hann heyri ekki, að nú er blásið til úrslita orustunnar? Og hver er sá, yðar á meðal, að hann sjái ekki, að þjóðunum er „safnað saman frá átt- unum fjórurn heimsendanna í milli?“ }ú, vér sjáum þetta og heyrurn öll. Og vér vitum, að ennig vér, hér við norðurheimskautsbaug, verðurn að hlýða því kalli eins og allir aðrir. En er ástæða til þess að hryggjast þótt blás- ið sé í þann lúður? Sjáum vér ekki spillinguna og ranglætið allsstaðar umhverfis oss? Lang- ar vður til þess að það haldi áfram og aukist enn og margfaldist? Það er best að því svari hver fyrir sig. En Jesús Kristur, Frelsari vor, endaði hinn rnikla spádóm sinn með þessum orðum: Þegar þér sjáið allt þetta vera að koma íram, þá réttið úr yður, lyftið upp höfðum yðar, því að Iausn yðar er í nánd.“ — „Lausn yðar er í nánd!“ Er hægt að hugsa sér nokkuð dásamlegra en að losna úr því allsherjar öngþveiti, sem mannkynið nú lifir og hrærist í og sífelt fer versnandi þrátt fyrir alla alheimsstjórn og friðarloforð, sem sífellt eru svikin? Ég get ekkert hugsað mér dásamlegra. Og hverju er að kvíða, ef vér höldum í hönd Frelsara vors, Jesú Krists, og leitumst við af vorurn litla rnætti hver og einn, að þjóna honurn? Þá er engu að kvíða. Hann megnar að varðveita oss í öllum sty'rjöldum heimsins, ef vér aðeins treystum Honum og svnum það í verkinu. Ég sagði í upphafi þessa erindis, að þau tímamót, sem nú væru framundan, mundu að ýmsu verða áþekk þeim, sem urðu í lífi ísraelsþjóðarinnar þegar dómaratímabilið, sem verið hafði lýðstjórnartímabil, leið undir lok, en konungatímabilið hófst. — Þá settist á veldisstól ísraels Davíð kon- ungur, ættfaðir allra ísraelskonunga allt til þessa dags. Þegar lýðstjómartímabil vort líð- ur undir lok mun einnig taka við nýtt kon- ungstímabil — það verður tímabil konungs- ins Krists. „Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á hans ríki mun enginn endir verða“, segir í Lúkasarguðspjalli. Hans ríki mun að lokum ná um alla jörð — ekki sem trúarlegt, óvirkilegt hugsjónaríki, heldur sem raunverulegt konungsríki ísraels. Síðasta spurningin, sem lærisveinar Krists spurðu hann, áður en hann varð uppnuminn til himins var þessi: „Herra! Ætlar þú á þessum tíma, að endur- reisa ríkið handa ísrael? A þessari spumingu sjáum vér ótvírætt, að Kristur hefur sagt lærisveinum sínum að hann mundi, með einhverjum hætti, endur- reisa Ísraelsríki, og þá auðvitað með ísraels- mönnum, því annars væri það ekki ísraels- ríki. Fagnaðarboðskapurinn urn stofnun þess rikis á að verða prédikaður um alla heims- byggðina til vitnisburðar öllum þjóðurn — „og þá mun endirinn koma“. Þessi „fagnaðar- böðskapur um ríkið“ — það er endurreisn Israelsríkis undir stjórn Krists,—hefur nú ver- 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.