Dagrenning - 01.02.1951, Síða 21
ið boðað flestum þjóðum lieims, enda mun
nú skammt til endalokanna.
Vér skulum gera oss það ljóst, að enginn
breyting til batnaðar í þessum heimi getur
nokkru sinni orðið fyrr en breyting verður til
batnaðar hið hmia mcð hver/um einstaklingi.
Guðsiíkið kemur fyist hið innia með yðui,
og síðan birtist það í hinum ytri skipulags-
háttum og samstarfi þjóðanna.
Okkar litla íslenzka þjóð er örlítið brot
af hinni týndu ísraelsþjóð. Framan úr grárri
fomeskju geymir hún ótvíræðar minningar
og sannanir urn þennan uppruna sinn, og þar
á meðal spákvæðið mikla um Ragnarrök —
Völuspá —, sem er nákværn lýsing á þeirn at-
burðum, sem nú eru að gerast á jörðu vorri.
Það kvæði endar á þessum athyglisverðu
orðum:
„Þá kemur hinn ríki
at regindómi
öflugur ofan
sá‘s öllu ræður.“
Hér er við engan átt, nema konunginn
Krist
Vér skulum biðja að Hans ríki komi sem
fyrst.
ATHS.
Grein þessi var upphaflega flutt sem erindi á
kristilegri sanikomuviku, sem haldin var í Hallgríms-
kirkju í Reykjavík nú í vetur. Hún birtist hér i þeim
búningi, sem hún fékk þá, og hefi ég ekki breytt
greininni neitt né bætt við hana, cnda ber hún
þess ótvíræð merki, að hún er samin til flutnings.
/. G.
Ki’ýnin^arstemniim
breíKki.
Á jólanótt 1950 gerðist sá einstæði atburður í
Bretlandi að brotist var inn í höfuðkirkju Bretaveld-
is, Westminnster Abbey í London, og stolið þaðan
steini, sem geymdur hefir verið þar í rúm 650 ár.
Steinn þessi er allstór grágrýtissteinn, 458 ensk
pund að þyngd, og hefir verið hafður undir stól-
•etunni í krýningarstól Bretakonunga. Játarður I.
Englakonungur lét koma steininum þar fyrir og
hafa Bretakonungar síðan verið krýndir á steini þess-
um. Steinn þessi á bæði langa og merkilega sögu og
er hún rakin í ágætri grein eftir Árna Óla í 3. hefti
Dagrenningar, og nefnist „Forlagasteinninn."
Þótt steinn þessi sé ekki verðmætur, og mundi
tæpast hátt .metinn til fjár, er hann samt áreiðan-
lega langmesti dýrgripur breska samveldisins.
Ýmsum getum hefir verið að þvi leitt hver eða
hverjir muni hafa stolið steininum, og ákveðnar til-
raunir hafa verið gerðar til þess að koma þeim þjófn-
aðargrun á skoska þjóðernissinna, en næsta ólíklegt
er að steinsins sé þar að leita, enda eru nú aðrir
komnir til sögunnar, sem ineiri rétt munu telja sig
hafa til fomgrips þessa en nokkurn tíma Skotar.
Ætlunin var að birta í þessu hefti ítarlega grein
um krýningarsteininn, en þar sem Dagrenning hefir
enn ekki getað aflað sér allra þeirra upplýsinga, sem
nauðsynlegar erú í sambandi við hvarf lians,
verður það látið bíða næsta heftis.
Það má óhætt fullyrða, að miklum óhug sló á
alla, sem nokkuð ’þekkja til sögu þessa merkilega
steins, er fregnin um, að honum hefði verið stol-
ið barst út á jóladag. Enginn gripur í öllu Bretaveldi
var eins greinilegt sameiningartákn hins breska þjóða-
samfélags eins og steinn þessi, enda spáir það ekki
góðu urn nánustu framtíð breska samveldisins, að
hinn ævaforni „forlagasteinn" er nú horfinn á þenn-
an furðulega hátt.
/. G.
DAGRENNING 1S