Dagrenning - 01.02.1951, Qupperneq 22

Dagrenning - 01.02.1951, Qupperneq 22
Eru dveréveíUí frá öðrum lmöttum komnar til j arðarinnar ? Nú um skeið hefir allmikið verið rœtt og ritað um fyrirbrigði, sem vart hefir orðið við viða um lönd og kallað er „fljúgandi diskar“. Fyrirbeeri þessi sáust fyrst 1947, en hafa siðan sést viða um heim og þar á meðal hér á íslandi. Sjónarvottar telja fyrirbæri þessi likjast kringlum eða diskum er fara jafnan með geisihraða um himingeiminn og er þá eins og þeir skilji Ijósrákir eftir í loftinu. Fyrir kemur þó, að þeir stöðvast og eru kyrrir um stund á sama stað i loftmu og eru þeir þá lýsandi. Hefir tekist að ná nokkrum myndum af þeim þannig. Mest hefir verið gert að þvi að rannsaka fyrirbeeri þessi á vesturströnd Bandarikjanna enda eru stjörnukikirar bestir þar og skilyrði til slikra athug- ana góð. Flugher Bandarikjanna hefir og tekið þátt i rannsóknum fyrirbœra þessara og er þar frœgasta deemið um eltingaleik Mantells kaþteins við einn slikan „disk“, er endaði á þann veg, að Mantell fórst og flugvél hans i þessum eltingaleik. Margar getgátur eru uþpi um það, hvað þessir fyrirburðir séu. Framan af héldu flestir þetta missýningar eða imyndanir fólks. En þegar það kom fyrir hvað eftir annað að fjöldi manns horfði i einu á þessa „diska“ fara með fleygiferð yfir himininn þýddi ekki lengur að halda sliku fram. Þá kom uþp sú tilgáta, að hér væru á ferðinni ný hernaðar- tæki, sem verið væri að reyna. Og að þeirri skoðun hallast ýmsir enn. Þeir, sem mest hafa rannsakað málið eru þó á þeirri skoðun, að svo sé ekki, og meðal Dvergvera milli tveggja lögreglumanna. DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.