Dagrenning - 01.02.1951, Síða 40
C. O. STADSKLEV:
Er stríð víð Rássland
ómmflýjanilegt?
Grein þessi er útvarpserindi sera C. O. Stadsklev, ritstjóri tímaritsins
„Truth and Liberty" í Minneapoiis í Bandarikjunum, flutti 22. janúar
1950. Hún er þýdd úr mánaðarblaðinu Kingdom Voice, maiheftinu 1950.
J. G.
í Rómverjabréfinu (15. 4.) segir Páll post-
uli: „Því að allt það, sem áður er ritað, er
ritað oss til uppfræðingar", og í Korinthu-
bréfinu (10.—11.): En allt þetta kom yfir þá,
(þ. e. ísraelsmenn) sem fyrirboði og það er
ritað til viðvörunar oss, sem endir aldanna er
kominn til.
Þegar talað er um það, sem áður er ritað,
er átt við Gamla testamentið, þar sem vér sjá-
um skráða atburði, sem fyrir Israelsmenn
komu, atburði, san Guð ætlaðist til að yrði
okkur, sem endir aldanna er kominn til, að
fordæmi, eða til viðvörunar.
Vér skulum nú liafa þessa tilvitnuðu Ritn-
ingarstaði í huga og athuga sumt af því, sem
áður var ritað, og suma af þeim atburðum,
sem fyrir þá komu oss til eftirdæmis.
Postulinn Júdas segir þetta: „Ég
vil þess vegna minna yður á, þó að þér einu
sinni vissuð það, hvemig Drottinn bjargaði
þjóðinni út úr Egyptalandi, en tortímdi á eft-
ir þeim, sem ekki trúðu, (5. v.)
Ef vér lesum Gamla testamenntið þá sjá-
um vér, að þetta var einmitt það, sem fyrir
kom. Og þó að margt sé liægt að segja um
vantrúna nú á dögum og eyðileggjandi áhrif
hennar, sem hlýtur að verða undanfari ríkis
Krists, þá munum vér snúa oss að því að
sýna, samkvæmt því, sem áður er ritað, hvers
vegna stríð við Rússland er óumflýj-
anlegt.
Þegar vér lesum Gamla testamenntið sjá-
um vér, að hvenær sem ísraelsmenn glevmdu
eða brugðust Drottni, þá brást ekki, að Guð
vakti upp einhvem óvin eða óvini, sem
kvöldu, undirokuðu eða þrælkuðu ísraels-
menn þangað til þeir fvlltust iðrun og áköll-
uðu Drottinn um lausn. Þessu til sönnunar
skuluð þér lesa Dómarabókina.
Eg skal tilfæra hér fyrstu sex versin úr 6.
kap. Dómarabókarinnar:
„Og ísraelsmenn gjörðu það, sem illt var í
augum Jahve; þá gaf Jahve þá í hendur Midi-
ans í sjö ár. Og Midian varð ísrael vfirsterk-
ari. Gjörðu ísrelsmenn sér þá fylgsni á fjöll-
um uppi, hella og vígi fyrir Midian. Og þegar
ísrael sáði, komu Midianitar, Amalekitar og
Austurbyggjar og fóru í móti honum. Og þeir
settu herbúðir sínar gegn þeim og eyddu
gróðri landsins alla leið til Gaza og skildu
enga lifsbjörg eftir í ísrael ekki heldur sauði,
naut eða asna. Því að þeir fóru norður þang-
að með kvikfénað sinn og tjöld sín, kom
slíkur aragrúi af þeim sem engisprettur væri,
varð engri tölu komið á þá né úlfalda þeirra
og brutust þeir inn í landið til að eyða það.
34 DAGRENNING