Dagrenning - 01.02.1951, Qupperneq 43
Svar: Þó að Rússar hafi haldið öllu vel
leyndu þar, vitum við að miklar framkvæmd-
ir eiga sér stað þar.
Spurning: Hvers konar framkvæindir?
S\'ar: Miklar byggingaframkvæmdir —
þeir hafa byggt upp stórar borgir þar og flutt
þangað fjölda af fólki. Þetta er á svæði, sem
svarar næstum til Alaska að stærð — í kring-
um 600,000 fermílur, — og nær um 500 míl-
ur í vestur frá Beringssundi. — Þetta hérað
er fullnumið.
Spuming: Hve rnargt fólk haldið þér að
Rússar hafi þarna?
Svar: Ég mundi segja, að þeir hafi, nálægt
5 milljónum.
Spurning: Og hvað er margt hér í Alaska?
Svar: Urn hundrað þúsund, eða kannske
lítið eitt meira. Næsta manntal nmn skera úr
því.
Spurning: Hafið þér heyrt, að Rússar hefðu
nokkrar þjóðernislegar hvatir til að ná aftur
Alaska.
Svar: Já, það hefur verið látið opinberlega
í ljós í Pravda og Isvestia, málgögnum stjóm-
arinnar, að keisararnir hefðu engan rétt haft
til að selja Bandaríkjum Alaska og þeir viður-
kenni alls ekki þá sölu. —
Spurning: Eftir þessu að dærna, gæti Alaska
orðið Pearl Harbour næstu sty'rjaldar?
Svar: Áreiðanlega. í rauninni er það ein-
mitt þetta, sem ég vakti athygli á í símskeyt-
um mínum til þingfulltrúanna, og ég bætti
því við að yrði hér atburður á við árásina á
Pearl Harbour þá væri ekki hægt að segja,
að ekki hefði verið gefin aðvörun.
Spurning: Það yrði e. t. v. ekki eins og við
Pearl Harbour árásina, sökum þess að nú
mundu Rússar líklega hernema landið?
Svar: Það yrði miklu alvarlegra en Pearl
Harbour árásin sökum þess að kæmust þeir
á annað borð inn í landið, þá yrði það ekki
neitt áhlaupa verk að hrekja þá burt. Og þar
við bætist, að Rússar hafa mikla þekkingu á,
hvernig bezt er að lifa og starfa í heimskauta-
löndum, sem við Ameríkumenn höfum ekki,
og eigum enn eftir að afla okkur.
❖
Mjög merkileg grein, með tilliti til spá-
dóma Esekiels, birtist í blöðunum United
States News og World Report, þ. 21. okt.
1949, og nefnist hún: „Sannléikurinn um
flugstyrk Soviet“. Hún hefst á þessum setn-
ingum: „Flugher Rússa er sá rnesti í heimi
og fer vaxxandi. Lögð er rnikil áherzla á að
framleiða langdrægar sprengjuflugvélar, sem
bera atómsprengur“. Það er ekki furða, þó að
Esekiel segði, að þeir mundu koma eins og
„óveðursský“.
í 12. versi 38. kap. hjá Esekiel er færð
fram ein ástæða fyrir því, hvers vegna þessi
anti-Guðs lýður er að ráðast gegn oss: „Til
þess að ræna, og til þess að taka herfang; til
þess að leggja hönd á eydda staði, sem nú
eru byggðir, og á fólk, sem safnazt hefir frá
mörgum þjóðum, fólk, sem hefir aflað sér
búfjár og fjármuna, fólk sem býr í rniðju
landinu.“ (Enska Bibl.)
Hér höfurn við aftur atriði, sem sannar
hvaða land það er, sem ráðist verður inn í.
Þeir koma til að ræna og taka herfang. Hvar
annars staðar í öllum heiminum gæti her-
afli fundið annan eins ránsfeng eða herfang
eins og í Bandaríkjunum, landinu þar, sem
þegnarnir hafa safnazt saman „frá mörgum
þjóðum?“ Plvar annars staðar rnundu þeir
finna búfé og fjármuni eins og finna má í
Bandaríkjum Ameríku?
Orðatiltækið „í miðju landinu“ er athyglis-
vert, því að úti á spássíunni er „miðja“
þýdd með „nafli“, þetta gæti bent á, að Góg
muni fljúga bæði yfir Alaska og Kanada til að
ráðast á iðnaðarmiðstöðvar Bandaríkjanna,
auðugustu þjóðar veraldarinnar.
Ef þér hafið áhuga fyrir þessu málefni þá
sting ég upp á því, að þér lesið grein Alex-
ander P. De Seversky, sem nefnist: „Hvemig
DAGRENNING 37