Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.01.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Í fréttafyrirsögnum gærdagsinsvar því slegið upp að heitar um- ræður hefðu orðið í þinginu.    Þær fyrir-sagnir dugðu til þess að ýmsir lásu fréttina í heild.    Það hefðu þeirbetur látið ógert.    Hluti þingheimsins virtist hafaverið með hávaða vegna þeirrar niðurstöðu sem gildandi reglur um hlutfallskjör í trún- aðarstöður skiluðu við kosningu í stjórn Útvarpsins.    Enginn þeirra sem urðu sér tilminnkunar í ræðustól þings- ins að þessu sinni efaðist um að far- ið hefði verið eftir reglum sem gilt hafa svo lengi sem elstu menn muna.    Enginn hélt því fram að breytaætti þessum reglum og finna einhverja aðra aðferð, enda væri hún vandfundin.    Hins vegar var gerð krafa um aðgert yrði samkomulag þvert á regluna þar sem hún hyglaði ekki stjórnarandstöðunni, svo hún gæti fengið vægi umfram þingstyrk sinn.    Alþingi er mikilvæg stofnun ogætti að njóta ríkrar virðingar.    En kannanir sýna að þingið nýt-ur minni virðingar en flest það sem mælt er.    Framgangan í gær mun ekkibreyta því til batnaðar. Virðing vex seint STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.1., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 4 skýjað Nuuk -15 skýjað Þórshöfn 6 skúrir Ósló -5 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki -7 snjókoma Lúxemborg -1 skýjað Brussel -1 þoka Dublin 5 léttskýjað Glasgow 2 alskýjað London 3 léttskýjað París -1 þoka Amsterdam 0 skýjað Hamborg 1 skýjað Berlín 0 snjókoma Vín 6 skýjað Moskva -8 skýjað Algarve 16 skýjað Madríd 7 léttskýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 10 léttskýjað Róm 7 skýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -6 skýjað Montreal -15 léttskýjað New York 0 alskýjað Chicago 0 alskýjað Orlando 21 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:35 16:45 ÍSAFJÖRÐUR 11:02 16:28 SIGLUFJÖRÐUR 10:45 16:10 DJÚPIVOGUR 10:10 16:09 Þessi tveggja til fjögurra ára gamli landselur hvíldi sig á ísspöng neðar- lega í Hólsá í Siglufirði í vikunni í blíðskaparveðri og skoðaði þaðan fjöl- breytt mannlífið. Skammt þar frá voru tveir aðrir á sveimi, ekki eins gæfir. Landselurinn er önnur tveggja selategunda sem kæpa við Ísland; hin er útselur. Jafnframt er hann algengasta selategundin hér við land. Við Norð- austurland og Austfirði er hann þó fremur sjaldgæfur. Iðulega koma norð- lægari tegundir í heimsókn: blöðruselur, hringanóri, kampselur, vöðuselur og rostungur. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Selur hvíldi sig á ísspöng í blíðunni Ung kona hefur kært karlmann á sjötugsaldri fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega á þriggja ára tímabili. Hafi brotin verið fram- in í Grímsey og Reykjavík á ár- unum 2007 til 2010 þegar konan var 14-17 ára gömul. Lögregla hefur lokið rannsókn málsins og sent það til embættis ríkissaksóknara. Konan segir í löngu viðtali við Akureyri Vikublað, að hún hafi ver- ið 14 ára þegar miðaldra fjöl- skylduvinur braut fyrst gegn henni. Hafi maðurinn nauðgað henni ítrekað allt þar til hún var 17 ára en þá hafi hún öðlast styrk til þess að segja honum að hætta. Segir hún manninn hafa misnotað stöðu sína og traust sem hún bar til hans og að þessi misnotkun hafi valdið henni miklum andlegum erfiðleikum, þunglyndi og kvíða. Karlmaður kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800 | Opið: mán.-fös. kl. 12-18, lau. 12-16 og sun. 13-16 | www.signature.is Útiarinn stál 180 sm Tilboð kr. 49.500 Glæsileg ný lína af exo borðstofu- húsgögnum á frábæru verði! Skúffuskenkur 140x40x72H sm Til í hvítu háglans og svörtu með eikarfótum. Verð kr. 84.500 nú kr. 63.375 m/25% afsl. TV skápur 160x40x50H sm Til í hvítu háglans og svörtu með eikarfótum. Verð kr. 79.800 nú kr. 59.850 m/25% afsl. Borðstofuborð stækkanlegt 160/200 x 90 sm. Til í hvítu háglans, svörtu og eik. Verð kr. 79.800 nú kr. 59.850 m/25% afsl. Hér sýnt með stól nr. S110 kr. 12.900, nú kr. 9.675 m/25% afsl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.