Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 9

Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 mbl.is alltaf - allstaðar Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það gerist áleitin sú spurning hvort sé mikilvægara í flugvallarmálinu að fá „rétta“ niðurstöðu eða faglega,“ sagði Sigurður Ingi Jónsson. Hann var fulltrúi Fluggarða í vinnuhópi um áhættumat vegna fyrirhugaðrar lokunar á flugbraut 06/24, svo- nefndri neyðarbraut, á Reykjavíkur- flugvelli. Sigurður Ingi sagði að í hópnum hefðu verið flugöryggis- fulltrúar flugrekstraraðila, allt flug- menn með langa reynslu af áætl- unar- og sjúkraflugi. Vinnuhópurinn var leystur upp án þess að hann kæmist að formlegri niðurstöðu. Isavia sendi frá sér yfirlýsingu sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að lokun brautar 06/24 myndi hafa óveruleg áhrif. Drög að niðurstöðu áhættumats Isavia hafa verið send Samgöngu- stofu til umfjöllunar. Sigurður Ingi sagði að verkfræði- stofan EFLA, sem samdi tvær skýrslur fyrir Isavia, byggði niður- stöðu sína um 97% nothæfisstuðul án neyðarbrautarinnar á útreikn- ingum á aðeins einu gildi; hámarks- meðalhliðarvindsstuðli 13 hnúta sem gæfi hæsta mögulegan nothæfis- stuðul. „Sleppt er að fjalla um skort á niðurstöðum útreikninga allra þeirra gilda sem áhrif hafa á niður- stöður og ber að nota samkvæmt reglugerð um flugvelli og alþjóða- sáttmála,“ sagði Sigurður Ingi. „Þar eru tiltekin gildi eins og skyggni, skýjahæð, ókyrrð, vindhviður, ástand brauta, breidd brauta og fleira sem allt lækkar nothæfis- stuðul við þær aðstæður sem skap- ast á Reykjavíkurflugvelli.“ Hann sagði að 13 hnúta hliðar- vindsstuðullinn ætti við farþegaflug- vélar eins og Fokker F-50 og Dash 8 en ekki sjúkraflugvélarnar sem not- aðar eru hér á landi. Fyrir sjúkra- flugvélarnar ætti að reikna með 10 hnúta hliðarvindsstuðli, sem lækkaði nothæfisstuðulinn verulega. Sig- urður Ingi sagði að fullyrða mætti að miðað við 10 hnúta hliðarvindsstuðul færi nothæfisstuðull Reykjavíkur- flugvallar, án flugbrautar 06/24, nið- ur fyrir 95%. Engu að síður væri hinni villandi 97% niðurstöðu haldið einni á lofti. Þá gagnrýndi Sigurður Ingi notk- un hugtaksins „nothæfistími“ sem væri óskilgreint og því merkingar- laust gagnvart flugöryggi. „Reikn- aðar niðurstöður í skýrslu um „not- hæfistíma“ hafa því ekkert vægi gagnvart flugöryggi, nema ef vera kynni til að veita falskt öryggi gagn- vart ákvörðun um að loka flugbraut 06/24,“ sagði Sigurður Ingi. Segir útreikninga á nothæfis- stuðli flugvallarins ófullnægjandi  Ekki reiknað með hliðarvindsstuðli sem gildir fyrir sjúkraflugvélarnar Morgunblaðið/RAX Neyðarflugbrautin 06/24 Deilt er um hve mikilvæg flugbrautin, sem fyrirhugað er að loka, er fyrir flugöryggið. Kringlunni 4c Sími 568 4900 ÚTSALAN í fullum gangi 50% afsláttur af allri útsöluvöru Nýjar vörur -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • Fax 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kjólar á útsölu Áður kr. 20.900 | Nú kr. 10.450 50% afsláttur vörum. Að mati verðlagseftirlits ASÍ má áætla að neysluskattsbreyt- ingarnar um áramótin gefi í heild tilefni til um 1,5% hækkunar á mat- arkörfunni. Í könnun ASÍ hækkaði matar- karfan mest í versluninni Víði, eða um 5,2%, sem er umtalsvert meiri hækkun en neysluskattsbreyting- arnar gefa tilefni til. Minnst hækk- aði karfan í versluninni Kjarval, eða um 0,7% frá síðustu mælingu. Í verslunum Bónuss, Krónunnar og Tíu-ellefu nemur hækkun matar- körfunnar 1%-1,7%. ASÍ hefur kannað áhrif breytinga á neyslusköttum á verðlag matvara og gefa fyrstu niðurstöður vísbend- ingar um að hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts hafi skilað sér að fullu út í verðlag í flestum versl- unum. Áhrif afnáms vörugjalda hafi hins vegar enn ekki skilað sér í verðlagið. Breytingar skili 1-1,5% hækkun Um áramótin hækkaði lægra þrep virðisaukaskattsins úr 7% í 11% auk þess sem vörugjöld voru afnumin af sykri og sætum mat- Neysluskattsbreytingarnar um áramótin skila sér út í verðlagið Morgunblaðið/Árni Sæberg Hækkun Mest var hækkunin í verslunum Víðis, um 5,2% en minnst í Kjarval, 0,7%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.