Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Suðurferð hnúfubaks sem var
merktur með gervihnattasendi í
Eyjafirði 10. nóvember hefur þegar
veitt ákveðnar upplýsingar um
hegðan þessara dýra með sending-
um í 74 daga. Um leið hafa aðrar
spurningar vaknað og víst er að vís-
indamenn fylgjast náið með ferðum
hvalsins og vona að sendirinn sendi
upplýsingar sem lengst. Gísli Vík-
ingsson, hvalasérfræðingur á Haf-
rannsóknastofnun, getur sér þess til
að hnúfubakurinn sé á leið í Karíba-
hafið þar sem eru þekktar æxlunar-
stöðvar hnúfubaka.
Seinna á ferðinni
Hnúfubakar eru þeirrar gerðar að
hægt er að þekkja einstaklinga í
hjörðinni á litasamsetningu, mynstri
og öðrum einkennum á sporði og
bakhyrnu. Þannig hefur saman-
burður á myndum íslenskra vísinda-
manna og kollega þeirra sem fylgj-
ast með hnúfubak í Karíbahafinu
staðfest að tilteknir einstaklingar
eru á myndum frá báðum stöðum.
Hnúfubakar halda til hér við land
í fæðuöflun og fitusöfnun frá sumri
og fram á vetur. Þá hafa þeir haldið
á æxlunarstöðvar og nota forðann í
ferðalagið og „ljúfa lífið“ í Karíba-
hafinu eða á öðrum æxlunarstöðvum
frá því um miðjan desember og fram
í mars.
Gísli segir að áður hafi verið talið
að hnúfubakur héldu síðla hausts frá
Íslandi, en með sendingum frá
hvalnum sem í gær var suður af
Grænlandi og með sendingum frá
öðrum hnúfubak fyrir nokkrum ár-
um, hefðu fengist vísbendingar um
að þeir geti allt eins farið héðan um
miðjan vetur og synt þá hratt suð-
vestur á bóginn.
Unglingar að æfa sig?
Í tilviki dýrsins sem merkt var 10.
nóvember í Eyjafirði dvaldi það fyr-
ir norðan land í tvo mánuði og
hringsólaði þar til allt í einu að það
tók á rás. Gísli segir að vitað sé að
hluti stofns hnúfubaks sé við landið
yfir vetrartímann og fylgi loðnu-
göngum sem hann virðist vera sólg-
inn í.
Án þess að það sé staðfest hafi
menn ímyndað sér að þar væru,
a.m.k. að hluta til, ókynþroska dýr.
Síðustu ár hafi vísindamenn rann-
sakað hljóð hnúfubaka á Skjálfanda
og víðar. Þeir hafi greint æxlunar-
hljóð, sem gjarnan eru kölluð „söng-
ur hnúfubaksins“ í Karíbahafinu.
Mögulega séu hnúfubakar einnig
farnir að æxlast í Norðurhöfum og
fari því í minna mæli suður á bóginn.
Hugsanlega séu þarna „unglingar
að æfa sig fyrir það sem koma skal,“
eins og Gísli orðar það.
Mikil breyting hefur orðið á stærð
stofns hnúfubaks við landið á síð-
ustu árum. Í stórri hvalatalningu ár-
ið 1987 var metið að um tvö þúsund
dýr hafi verið á svæðinu við Ísland.
Þeim fjölgaði síðan gífurlega og
voru um 14 þúsund árið 2007.
Merktu fimm hnúfubaka
Upp úr 1980 hafi eitthvað gerst,
hnúfubakurinn virðist hafa komist
yfir einhvern þröskuld og fjölgað
mjög við landið. Ekki sé útilokað að
stærð stofnsins hafi náð hámarki
miðað við vistkerfið því ekki var
marktækur munur á talningu 2001
og 2007. Það kemur væntanlega í
ljós í stórri hvalatalningu í sumar.
Alls voru fimm hnúfubakar
merktir með gervitunglasendum í
Eyjafirði á tímabilinu 10. – 15. nóv-
ember í haust, en rannsóknirnar
voru styrktar af RANNÍS. Nothæf-
ar upplýsingar hafa fengist um stað-
setningu fjögurra þessara dýra, en
merki berast enn frá einu dýranna,
eins og fyrr er rakið. Hnúfubakarnir
voru allir merktir í grennd við Hrís-
ey, en þar var mikið um hval í nóv-
ember, mest hnúfubakar en einnig
hrefnur og hnísur.
Ólíkir ferlar
Á vef Hafrannsóknastofnunar
segir m.a.: „Athyglisvert er hve ólík-
ir ferlarnir eru fyrir þessa fjóra
hnúfubaka sem merktir voru með
nokkurra daga millibili í Eyjafirði
þar sem þeir voru hluti af stórri
hvalahjörð. Tvö dýrana hafa haldið
langt suður í höf, hugsanlega á leið
til æxlunarstöðva í sunnanverðu
Norður-Atlantshafi.
Athyglisvert er að um einn og
hálfur mánuður leið á milli brottfar-
artíma þessara hvala, en báðir fóru
þó seinna en almennt hefur verið
talið að væri fartími skíðishvala að
hausti. Hinir tveir hvalirnir voru
mun staðbundnari, en hafa ber í
huga stuttan sendingatíma annars
þeirra.“
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Þekkja einstaklinga Hnúfubakur sýnir sporðinn á listsýningu í Eyjafirði, en hægt er að þekkja einstaklinga í stofn-
inum á litasamsetningu, mynstri og öðrum einkennum á sporði og bakhyrnu.
Á leið á ástarfund
í Karíbahafinu?
Hafa fylgst með ferðum hnúfubaks í 74 daga
Gífurleg fjölgun í stofninum í lok síðustu aldar
Heimild: hafro.is
Hnúfubakur á suðurleið
Upplýsingar um ferðina hafa
borist frá gervihnattasendi
í 74 daga.
Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kosin
á Alþingi í gær. Hana skipa þau
Ingvi Hrafn Óskarsson, Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir, Eiríkur Finnur
Greipsson, Ásthildur Sturludóttir,
Kristinn Dagur Gissurarson, Mörð-
ur Árnason, Björg Eva Erlendsdótt-
ir og Friðrik Rafnsson.
Miðað við fjölda þingmanna
Voru tveir listar lagðir fram í
kosningunum, einn frá stjórnarand-
stöðunni og einn frá stjórnarflokk-
unum.
Fór svo að listi stjórnarandstöðu
hlaut 25 atkvæði en listi stjórnar-
flokkanna 38.
Stjórnarandstæðingar sökuðu
stjórnarliða um að virða ekki sam-
komulag sem gert hafði verið í kjölfar
þingkosninganna árið 2013, þess efnis
að fjölga ætti stjórnarmönnum úr sjö
í níu og að stjórnarflokkarnir fengju
fimm fulltrúa en stjórnarandstæðing-
ar fjóra. Þingmenn stjórnarflokkanna
vísuðu því á bug að hafa svikið sam-
komulag í málinu og sögðu eðlilegt að
miða við að stjórnarflokkarnir hefðu
sex menn í níu manna nefndum í ljósi
samanlagðs þingmannafjölda þeirra.
Sakaðir um að virða
ekki samkomulag
VINNINGASKRÁ
38. útdráttur 22. janúar 2015
152 12615 21427 31982 41458 50070 61055 70551
529 12635 21578 32401 42063 50432 61060 70792
998 13032 21708 33229 42068 51437 61070 71374
2298 13077 21781 33984 42182 51854 61937 71946
3002 13113 21906 34405 42224 52285 61983 72026
3348 13499 22071 34770 42398 52549 62160 72433
3998 14475 22387 34824 42839 52850 62340 73729
4188 15162 22500 34834 43613 52871 62432 74158
4691 15198 23016 34874 43625 52959 63199 74731
4799 15797 23357 35088 43814 53007 63310 75189
4814 15879 23967 35572 44168 53406 64042 75651
5425 16218 24719 35839 44808 53427 64223 76162
5776 16406 25277 35845 44892 54471 64529 76479
6241 16855 26940 35947 44987 54604 64639 76492
6352 16987 27324 36720 45289 55377 65372 76639
6498 17028 27930 37145 45503 55501 65478 76668
6525 17115 28083 37434 45955 56259 65583 76671
6570 17692 28093 37460 46069 56416 65800 76957
6775 18294 28336 37502 46370 56602 66314 77100
7544 18603 28941 37536 46634 56792 66808 77286
7752 19414 29744 37540 47171 57132 66917 77941
8169 19746 29803 37594 47936 57422 67022 78632
8886 19842 29819 37879 48286 57486 67532 78834
9880 20107 29977 38138 48439 57592 67917 79286
10653 20209 30007 38785 48687 58492 68271 79434
10781 20287 30253 39150 48974 59435 68802 79607
10991 20362 30340 39385 48984 59566 69336
11734 20617 30384 39400 49057 59568 69554
11750 20752 31256 40317 49153 59582 69858
12286 20957 31478 40875 49302 60448 69932
12429 21020 31915 40973 49496 60550 70186
12456 21335 31978 41224 49944 60942 70452
281 13676 22417 31349 41077 52122 62265 73728
898 13778 22702 32531 41210 52209 62939 75936
946 14577 23160 33872 41702 52945 63037 75996
1231 14836 24819 34300 43707 53788 63259 77316
1782 15594 25263 34572 44540 54569 64653 78068
1847 16669 25669 35544 44657 57420 67090 78114
2998 17027 26444 35698 44694 57675 68015 79143
5260 18113 26550 36158 44821 58207 69496 79299
7240 18258 26932 36496 47622 58600 69762 79705
7365 19757 29633 36635 48672 58635 70691
11130 20215 30314 37332 49231 59759 71223
11893 20558 30537 38500 50825 61464 72833
12091 21629 31244 40927 51704 61691 73037
Næsti útdráttur fer fram 29. jan 2015
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
4103 17176 32888 68617
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
4006 27030 29048 43978 50717 66950
10180 27866 31376 44813 50990 70311
12122 28513 37085 45239 55881 73473
24242 28743 37898 50668 60735 75818
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 4 9 7 1