Morgunblaðið - 23.01.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Allan ársins hring snýst vinnan
hjá fyrirtækinu Vigni G. Jónssyni
hf. á Akranesi um hrogn; þorsk-
hrogn, loðnuhrogn og grásleppu-
hrogn. Eitt tekur við af öðru í
vinnslunni þar sem starfa um 40
manns, en næstu vikurnar verða
þorskhrognin í aðalhlutverki. Þar
er árlega unnið úr um 500 tonnum
og eru fullunnar
afurðir seldar til
landa í Vestur-
Evrópu.
Þessa dagana
er skriður að
komast á vetrar-
vertíðina og er
þá átt við tíma-
bilið frá miðjum
janúar og fram á
lokadag, 11. maí.
Hrogn fylgja
vertíðinni, en þorskurinn byrjar
að hrygna í mars við suðurströnd-
ina og hrygningu við landið er að
mestu lokið í byrjun maí.
Eiríkur Vignisson, fram-
kvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar
hf., segir að nokkur fyrirtæki
vinni þorskhrogn til útflutnings og
hefur heildarframleiðsla síðustu
ára verið rúmlega þrjú þúsund
tonn. Eiríkur telur að nánast öll
hrogn séu hirt og nú orðið sé nán-
ast fullnýtt það magn sem fæst af
hrognum á vertíðinni, að því með-
töldu sem selt er í fiskbúðum og
gleður marga landsmenn þessa
dagana.
„Vinnsla þorskhrogna fer rólega
af stað þessa dagana, en nær síð-
an dampi í febrúar,“ segir Eiríkur.
„Vissulega er þetta talsvert átak
þegar vertíðin er í hámarki, en
hrognin berast fyrirtækinu frá
janúarbyrjun og fram í apríl.
Þroski hrognanna fer mikið eftir
hitastigi í sjónum og yfirleitt eru
þau best í febrúar og mars. Þá
skiptir stærð þorsksins líka máli
því hrognin renna fyrr eða verða
vatnsmeiri þeim mun stærri sem
þorskurinn er.
Ferskleiki skiptir miklu máli
Þorshrognin frá okkur fara
yfirleitt í einhvers konar niður-
lagningu eða pökkun og eru að
mestu seld til landa í V-Evrópu.
Síðan er það mjög misjafnt hvern-
ig menn neyta hrognanna. Stund-
um fer varan í áframhaldandi
vinnslu, en reykt hrogn fara beint
í búðir og fólk sneiðir hrognin síð-
an niður og notar sem álegg á
brauð.
Við leggjum mikla áherslu á
ferskleika og viljum hrognin helst
ekki eldri en tveggja eða þriggja
daga, þá skiptir meðferð þeirra
líka miklu máli,“ segir Eiríkur. Í
því sambandi má nefna að í síð-
ustu viku vakti Matvælastofnun
athygli á meðferð hrogna á
heimasíðu sinni. Þar sagði m.a.:
„Nú í byrjun hrognavertíðar hafa
borist ábendingar til Matvæla-
stofnunar um slæma meðferð á
hrognum. Þörf er á átaki meðal
sjómanna, slægingarstöðva og
fiskmarkaða um bætta meðhöndl-
un.“
Loðnuhrogn á sushi-markað
Loðnan byrjar að hrygna í lok
febrúar og hjá þeim Vignis-
mönnum á Akranesi er unnið úr
um 600 tonnum af loðnuhrognum
árlega. Þau fara yfirleitt á sushi-
markaði í Japan, Evrópu og
Bandaríkjunum og fullunnin eru
þau mun verðmeiri en loðnuhrogn
sem eru fryst í fiskiðjuverum.
Þegar fer að vora tekur grá-
sleppuvertíðin við og síðustu
hrognin berast á land þegar komið
er fram í júlí. Söltun og vinnsla
grásleppuhrogna stendur hins
vegar fram undir jól, þegar lokin
eru sett á síðustu krukkurnar, en
hrognin tilheyra jólaundirbúningi
víða.
Vottunin opnar glugga
Fyrir helgi fékk Vignir G. Jóns-
son hf. svokallaða MSC-vottun
vegna grásleppu og mun þetta
vera fyrsta MSC-vottunin á grá-
sleppuveiðar í heiminum. Eiríkur
segir að þess sé ekki langt að bíða
að allar grásleppuveiðar við Ísland
og Grænland verði sjálfbærnivott-
aðar, því Grænlendingar séu með
sínar veiðar í vottunarferli.
„Þessi vottun um að veiðar á
grásleppu við Íslandsstrendur séu
sjálfbærar skiptir alla í greininni
miklu máli,“ segir Eiríkur. „Flest-
ar stórmarkaðskeðjur hafa sett
sér reglur um innkaup og þar er
meðal annars að finna reglur um
sjálfbærni vörutegunda sem þær
taka í sölu. Sumar keðjur hafa
gengið svo langt að taka ekki í
sölu vörur sem eru ekki sjálf-
bærar þannig að vottunin mun án
efa opna einhverja glugga.
Grásleppan var komin á rauðan
lista í Svíþjóð en það hafði áhrif
víðar. Þannig höfðu verslunar-
keðjur í Þýskalandi takmarkaðan
áhuga á að taka grásleppuhrogn í
sölu vegna þess að þau voru ekki
sjálfbærnivottuð. Nú er það orðið
að veruleika og vottunin kemur
öllum í greininni til góða.“
Stofnað fyrir 45 árum
Vignir G. Jónsson var stofnað
árið 1970 í Bretlandi, en 1972 var
fyrirtækið flutt til Íslands og hóf
rekstur á Akranesi. Þar var fyrir-
tækið rekið af sömu fjölskyldunni
fram undir árslok 2013 að HB
Grandi keypti það, en starfsemi og
starfsmannahald er að mestu
óbreytt.
Auk hrognategunda sem áður
eru nefndar vinnur fyrirtækið úr
ýsu-, löngu-, ufsa- og laxa-
hrognum. Afurðirnar fara til um
15 þjóðlanda.
Ein vertíðin tekur við af annarri
Starfsemin snýst um hrogn hjá Vigni G. Jónssyni hf. á Akranesi Þorskhrognin í aðalhlutverk næstu
vikurnar á þessum 40 manna vinnustað Vottun um sjálfbærni grásleppuveiða skiptir miklu máli
Fullvinna hrogn
» Auk Vignis G. Jónssonar á
Akranesi fullvinna m.a. Frost-
fiskur í Þorlákshöfn, Royal
Iceland í Reykjanesbæ og O.
Jakobsson á Dalvík þorsk-
hrogn til útflutnings.
» Tvö fyrirtæki flytja út unnin
grásleppuhrogn, Vignir á Akra-
nesi og ORA í Kópavogi.
» Auk Vignis G. Jónssonar hf.
er Vinnslustöðin í Vestmanna-
eyjum í fullvinnslu á loðnu-
hrognum.
Mörg handtök Grásleppuvinnsla á Akranesi, en síðustu ár hefur mest af grásleppunni verið skorið í landi. Vottun um sjálfbærni grásleppuveiða skiptir
miklu máli. Næst á dagskrá hjá Vigni G. Jónssyni hf. á Skaganum er vinnsla þorskhrogna, sem nær fullum dampi í febrúar.
Eiríkur
Vignisson
Strákarnir
okkar stjórna
afslættinum
Vertu klár með lykilinn!
Markafjöldi Íslands í fyrri hálfleik stýrir afslættinum
hjá ÓB og Olís daginn eftir sigurleiki íslenska
landsliðsins á HM í Katar.
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
4
72
9