Morgunblaðið - 23.01.2015, Side 17

Morgunblaðið - 23.01.2015, Side 17
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 14.01.15 - 21.01.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Ljónatemjarinn Camilla Läckberg Veislan endalausa Ragnar Freyr Ingvarsson KAMP KNOX Arnaldur Indriðason DNA Yrsa Sigurðardóttir Almanak Háskóla Íslands 2015 Þorsteinn Sæmundsson Heilsubók Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir Sveitin í sálinni Eggert Þór Bernharðsson Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir Dagbók Kidda klaufa 6 Kaldur vetur Steinunn Sigurðardóttir Sigurður Ægisson sae@sae.is Siglo Sea Safari, nýtt siglfirskt fyr- irtæki, varð til á dögunum eftir nokkurra mánaða undirbúnings- tíma. Á bak við það er Saga útgerð ehf., í eigu Gústafs Daníelssonar. Boðið verður upp á daglegar hvala- skoðunarferðir og aðrar tengdar frá 1. júní næstkomandi. Gústaf er 57 ára gamall, fæddur og uppalinn á Siglufirði, viðskipta- fræðingur að mennt og hefur þar á ofan masterspróf frá Danmörku og er lærður stýrimaður. „Ég er búinn að vera viðriðinn sjávarútveg alla mína ævi,“ segir hann, aðspurður hvað hafi gert það að verkum að hann ákvað að fara út í þetta. „Ég var til sjós fram undir þrítugt en fór þá að vinna við stjórnun og hef unnið hjá stórum sjávarútvegsfyr- irtækjum, var t.d. í fimm ár á Hólmavík, stjórnaði Hólmadrang, í fimm ár hjá Vísi í Grindavík og svo erlendis, m.a. í Danmörku. Rak þar stórt fyrirtæki sem var að pakka rækju, var þar í 3-4 ár, og var svo hjá Eimskip í Englandi í sambandi við flutninga á sjávarafurðum og eins hér á landi.“ Gústaf flutti til Siglufjarðar að nýju árið 2009, hóf þar útgerð, en keypti árið 2011 Egilssíld ehf., þ.e. reksturinn og merkið, og rekur það fyrirtæki nú undir nafninu Egils sjávarafurðir ehf., en hélt áfram í útgerðinni jafnhliða þar til nýverið. Úr fiski í túrismann „Við seldum bát fyrir skemmstu og ég ætla að kalla þetta gott hvað fiskinn varðar, hætta að gera út á fisk og rækju og fara að snúa mér að túrismanum,“ segir Gústaf. „Ég er með augastað á nokkrum bátum í Noregi, litlum, hraðskreiðum far- þegabátum, 30-50 manna, þar sem fólk getur bæði verið inni og úti, og þannig að hægt sé að keyra vestur í Skagafjörð, að Málmey, eða beint í norður eða hvaðeina. Það er eiginlega þrennt sem ég býð upp á: í fyrsta lagi hefðbundin hvalaskoðun, þriggja tíma ferðir, síðan miðnæturferðir yfir hásum- arið, að sigla þá jafnvel út í Gríms- ey eða eitthvað í þeim dúr, og í þriðja lagi að leigja bátinn út í sér- sniðnar ferðir. Þetta er í þróun og verður það í byrjun og svo kemur reynsla á þetta, hvernig best er að haga þessu.“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hvalaskoðun Gústaf Daníelsson mun hafa aðstöðu fyrir hvalaskoðunarbát sinn við bryggju í Siglufirði en hefur einnig verið boðið að liggja í Ólafsfirði ef því er að skipta. Heimasíða fyrirtækisins er www.sigloseasafari.is. Boðið upp á hvala- skoðun frá Siglufirði  Eigandinn snýr sér að ferðaþjónustu í stað sjávarútvegs Sex önnur fyrirtæki á Norðurlandi gera út á hvalaskoðun um þessar mundir, eitt á Dalvík, eitt á Hauga- nesi, eitt á Akureyri og þrjú á Húsavík. Er tilkoma hins nýjasta og þá sjöunda mikið gleðiefni fyrir heimamenn og enn ein rósin í hnappagat Siglufjarðar. Verður spennandi að sjá hvað þar úti leynist í hafdjúpunum, ekki síst vestur úr, sem er ókannað svæði í þeim bransa. En gamlir trillusjó- menn segja þar allt vaðandi í hval. Sjöunda fyrirtækið HVALASKOÐUN Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hætta getur myndast af krapastíflu sem myndast hefur í Jökulsá á Fjöllum við brú á þjóðvegi nærri Grímsstöðum ef rennsli eykst skyndilega vegna snarprar hlýn- unar í veðri og hláku eða vegna jarðhitavirkjana. Áin getur þá rutt sig í þrepahlaupi með miklum lát- um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vatnavárhópi Veðurstofu Íslands í gær. Hins vegar er tekið fram í til- kynningunni að það sem oftast ger- ist þegar krapastífla myndast á þessum stað sé að áin finni sér far- veg og bræði af sér stífluna jafnt og þétt. Stórar krapastíflur í Jökulsá á Fjöllum myndast þegar mjög kalt er í veðri og skafrenningur. Vatnshiti lækkar þá hratt niður að frostmarki og vatnið verður jafnvel undirkælt í efri lögum en það fer eftir því hvort rennsli er jafnt eða iðukennt. Mikill krapaburður verður í ánni og við stefnubreytingu eða hindranir hrannast krapinn upp og byrjar að frjósa saman. Ískristallar í undir- kældu vatninu setjast á botninn og það myndast grunnstingull sem vex við þessi skilyrði frá botni og upp og þrengir þar með að ánni. Þegar þrengir að ánni með þessum hætti hækkar vatnsborðið, það hægir á rennsli árinnar og ísstíflan þykknar. Eins og stendur teygir stíflan sig rúmlega 2,5 km niður fyrir brúna yfir jökulána og um 3 km upp fyrir hana. Í tilkynningu segir að rétt of- an við brúna á þjóðveginum sé vatnshæðarmælir Veðurstofunnar og megi því fylgjast með breyt- ingum á vatnshæð nánast í raun- tíma. Bera fór á ístruflunum á þess- um stað um miðjan desember en skömmu fyrir árslok dró mjög úr þeim. Frá 11. janúar hefur krapa- stíflan verið að byggjast upp. Hætta ef hlýnar fljótt  Krapastífla í Jökulsá á Fjöllum getur valdið hættu ef rennsli eykst hratt  Fylgst með breytingum á vatnshæð Krapastífla Hætta getur verið á ferðum ef rennsli eykst skyndilega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.