Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Víglundur Þorsteinsson, lögfræðing-
ur og fyrrverandi stjórnarformaður
BM Vallár, sendi seint í gærkvöld
Einari K. Guðfinnssyni, forseta Al-
þingis, og öllum þingmönnum bréf,
eigin greinargerð og stofnúrskurði
Fjármálaeftirlitsins (FME) fyrir
nýju bankana, frá því í október 2008,
sem stofnaðir voru með heimild í
neyðarlögunum í október 2008.
Stofnúrskurðir FME hafa ekki áður
verið birtir opinberlega.
Í bréfi til forseta Alþingis segir
Víglundur m.a.: „Það atvikaðist svo
að ókunnur aðili sem ég hef nefnt
hinn „nýja litla símamann“ sendi mér
alla stofnúrskurði FME um nýju
bankana með fylgiskjölum og sund-
urgreindum afskriftaforsendum og
afskriftum einstakra útlána um flutn-
ing eigna úr gömlu bönkunum í þá
nýju til að standa undir skuldbind-
ingum (innlánunum) sem flutt voru
til að bjarga sparifé landsmanna.“
Síðar í bréfinu segir Víglundur: „Í
greinargerðinni leiði ég líkur að því
að framin hafi verið stórfelld brot á
almennum hegningarlögum, stjórn-
sýslulögum, lögum um fjármálafyr-
irtæki, lögum um fjármálaeftirlit og
ef til vill fleiri lögum. Sýnist mér
hugsanlegt að ólögmætur hagnaður
skilanefnda/slitastjórna af meintum
fjársvikum og auðgunarbrotum
kunni að nema á bilinu 300–400 millj-
örðum króna í bönkunum þremur.
Fæ ég ekki betur séð en það staðfest-
ist með samanburði við stofnefnahag
bankanna þriggja og skoðun á árs-
reikningum þeirra til ársins 2014.“
Undir lok bréfsins segir Víglund-
ur: „Með bréfi þessu og afriti sem ég
sendi öllum öðrum þingmönnum legg
ég það á herðar ykkar alþingismanna
að taka viðeigandi ákvarðanir um
nauðsynlega rannsókn þessa máls
sem ef til vill er stórfelldasta svika-
og blekkingarmál sem sögur fara af
hér á landi.
Nú gefst ykkur tækifæri til að end-
urheimta traust.“
Í greinargerðinni sem Víglundur
lætur fylgja bréfi sínu og stofnúr-
skurðum FME kemur fram að inn-
lend útlán gömlu bankanna voru flutt
í hina nýju á nettóvirði að teknu tilliti
til nauðsynlegra afskrifta. Víglundur
segir að afskriftir útlána gömlu bank-
anna hafi verið í kringum 50% að
jafnaði, eins og kemur fram í útlána-
listum í stofnúrskurðum FME. Í
þeim tilvikum sem lán voru með veði í
fjármálafyrirtækjum voru lánin af-
skrifuð að fullu og lán sem ekki hlutu
sérstaka skoðun voru færð niður um
30%.
Orðrétt segir í greinargerð Víg-
lundar: „Í forsendum fyrir skiptingu
efnahagsreiknings til stjórnar FME
frá forstjóra gefur m.a. að lesa eft-
irfarandi: „Með vísan í 100. gr. í lög-
um 161/2002 sbr. 5. gr. laga 125/2008
hefur Fjármálaeftirlitið sett saman
viðmið um framsetningu stofnefna-
hagsreiknings nýs banka. Markmiðið
með þessu er að samræma vinnu-
brögð við yfirfærslu eigna og skulda í
nýjan banka og koma með tillögu um
áætlað mat en formlegt mat fer fram
síðar.“
Síðar í þessum forsendum segir:
„Útlán til viðskiptavina önnur en
þau sem tilgreind eru hér á eftir eru
færð í nýja bankann á bókfærðu
verði að teknu tilliti til áætlaðra af-
skrifta einstakra útlána. Við yfirferð
einstakra útlána skal miðað við að
skoðuð séu stærstu útlán eða að lág-
marki 40% af heildarútlánasafni
gamla bankans.“
Í stofnúrskurðum bankanna 3ja
eru forsendurnar áréttaðar. Í þeim
úrskurðum gefur síðan að lesa hvern-
ig þessar forsendur voru fram-
kvæmdar í hverjum banka.
Þótt beitt hafi verið mismunandi
nálgun má segja að þar hafi öll vötn
runnið að sama ósi með þeim niður-
stöðum að áhrifum hrunsins á skuldir
einstaklinga og fyrirtækja hafi að
mestu verið eytt.
Hluti af stofnúrskurði hvers banka
fyrir sig var síðan stofnefnahags-
reikningur sem sýnir að nýju bank-
arnir eignuðust nettóvirði útlána eft-
ir afskriftir í samræmi við forsendur
FME. Afskriftarlistarnir sem voru
hluti af þessum úrskurðum FME
staðfesta það.“
Ný ríkisstjórn á vettvang
Orðrétt segir í greinargerð Víg-
lundar: „Hinn 1. febrúar 2009 tók við
ný ríkisstjórn, vinstri stjórn sem
kenndi sig við norræna velferð.
Fljótlega eftir að hún tók til starfa
hófst stjórnin handa við það að leita
leiða til að breyta ákvörðunum FME
um stofnúrskurði bankanna í október
2008.
Þessi vinna fór mjög leynt og var
ekki endanlega upplýst um hana fyrr
en fundargerðir hinnar svokölluðu
stýrinefndar um samninga við er-
lendu kröfuhafana fengust afhentar
með ákvörðun úrskurðanefndar um
upplýsingamál. Ónákvæma og vill-
andi frásögn af þeim samningum gaf
að lesa í skýrslu fjármálaráðherra
SJS um endurreisn viðskiptabank-
anna í mars 2011.
Fundargerðir stýrinefndarinnar
staðfesta að mönnum var ljóst að í
störfum þessum væri unnið á mörk-
um þess sem löglegt var. Nefndar-
menn höfðu m.a. áhyggjur af því að
þeir kynnu að brjóta gegn stjórnar-
skrá í sínum störfum, sömuleiðis
voru lögfræðiálit fengin til þess að
kanna kosti þess að fara fram hjá
neyðarlögunum með því að fá FME
til að breyta eða afturkalla stofnúr-
skurðina. Sem FME gerði ekki, þótt
FME hafi síðar horft aðgerðalaus á
og beinlínis tekið þátt í þeim meintu
brotum sem á eftir fylgdu.
Skemmst er frá því að greina að
menn létu þessar vangaveltur ekki
stöðva sig. Þetta starf leiddi til þess
að fjármálaráðherrann gerði árið
2009 samninga við skilanefndir
gömlu bankanna um að hleypa þeim
inn í nýju bankana í þeim tilgangi að
taka upp stofnúrskurði FME frá
haustinu 2008 til ábata fyrir kröfu-
hafa gömlu bankanna. Þátttakendur
í þessu starfi voru fjölmargir starfs-
menn ráðuneyta, skilanefnda og
hinna nýju banka og á hliðarlínunni
stóðu Fjármálaeftirlitið og Seðla-
bankinn.
Allt fór þetta leynt og viðskiptavin-
ir bankanna skipulega leyndir því og
blekktir um það hver þeirra staða
væri gagnvart hinum nýju bönkum.
Matsniðurstöðum Deloitte LLP
hefur ávallt verið leynt með sameig-
inlegri ákvörðun þessara aðila. Ekki
er ástæða til að ætla að þær hafi í
neinu verulegu verið frábrugðnar
bráðabirgðamati FME sem unnið
var í samstarfi við starfsfólk hinna
nýju banka.
Ástæða er til að ætla að með þess-
ari starfsemi hafi verið framin víðtæk
brot á lögum 162/2002 og um leið ým-
is önnur lögbrot svo sem á ákvæðum
almennra hegningarlaga, stjórn-
sýslulögum, lögum um fjármálaeftir-
lit og ef til vill fleiri lögum.
Brotin voru stór
Telur að ólög-
mætur hagnaður
kunni að nema á
bilinu 300–400
milljörðum króna
Víglundur segir í greinargerð sinni
að nálgun afskrifta hafi verið mis-
munandi, en efnislega sambærileg.
Í stofnúrskurði FME fyrir Nýja
Kaupþing, nú Arion banka, segir
orðrétt:
„Útlán fara í nýja bankann á
matsvirði, þ.e. bókfærðu verði að
teknu tilliti til niðurfærslu nema lán
til erlendra aðila með rekstur á svo-
kölluðu útlánasviði. Skoðuð voru
lán 300 stærstu viðskiptavina
bankans sem eru um 80% af bók-
færðu verði útlána (að langmestu
leyti fyrirtækjalán), þau voru metin
sbr. frekari lýsingu hér að neðan. Til
samræmingar var mat starfsmanna
á fyrirtækjasviði haft til hliðsjónar.
Við mat á niðurfærslu útlána var
helst horft til undirliggjandi trygg-
inga og mat á greiðslugetu skuld-
ara.“
Og síðar segir: Lán með veð í
fasteignum og/eða tengd fast-
eignaverkefnum. Þessi lán voru
færð niður um 50% að teknu tilliti
til mats fyrirtækjasviðs væri það
lægra. Lán með veði í fjármálafyr-
irtækjum og/eða veði í hlutabréf-
um virkra eigenda fjármálafyrir-
tækja. Þessi lán voru færð niður að
fullu.
Fasteignalán niður um 50%
SAMBÆRILEGAR AFSKRIFTAAÐFERÐIR
Rafmagnað
samband við
áskrifendur
Þann 20. febrúar kemst
einn heppinn áskrifandi
Morgunblaðsins í samband
við Volkswagen e-Golf.
Vinnur þú straumabílinn?