Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 20
FLUTNINGAR TIL NORÐURLANDANNA EFTIR HRUN Ljósmynd/Johannes Jansson-norden.org 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Ljósmynd/Søren Sigfusson-norden.org Ljósmynd/Karin Beate Nøsterud-norden.org VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Guðbjört Guðjónsdóttir, doktorsnemi í mann- fræði við HÍ, rannsakar nú reynslu Íslendinga sem hafa flust til Noregs eftir hrun. Hún segir margar ástæður fyrir þessum flutningum, um sé að ræða afar fjölbreyttan hóp fólks en al- gengt sé að allir séu settir undir sama hatt sem eins konar efnahags- legir flóttamenn. Meðal þess sem fram hefur komið í rannsókninni er að mörgum Íslendingum í Noregi finnst betra að búa þar en á Íslandi, samfélagið sé fjölskylduvænna og lífshættir einfaldari. Allur gangur sé á því hvort þeir líti á sig sem útlend- inga í Noregi eða telji sig til heima- manna. Í tengslum við rannsóknina hefur Guðbjört tekið viðtöl við 40 Íslend- inga sem hafa flutt til Noregs und- anfarin ár, bæði fyrir og eftir banka- hrunið. Hún segir að sumir þeirra sem hafi flutt þangað fyrir hrunið geri greinarmun á sér og þeim sem hafa komið eftir hrun. „Þeir taka það stundum sérstaklega fram að þeir hafi verið komnir til Noregs fyrir hrun. Það er vegna tenginga slíkra flutninga við fjárhags- vandræði og atvinnuleysi. Til dæmis sagði kona sem flutti nokkru fyrir hrun að fjölskylda hennar á Íslandi tæki oft skýrt fram að hún hefði ekki farið til Noregs vegna kreppunnar.“ Eins og Pólverjar Að sögn Guðbjartar er misjafnt hvort Íslendingar í Noregi skilgreini sig sem innflytjendur þar. „Það fer að sumu leyti eftir því hvaða starfi þeir gegna. Til dæmis segja sumir iðnaðarmenn að þeir séu í svipaðri stöðu og Pólverjar voru í á góðæris- tímanum á Íslandi.“ Guðbjört segir að Íslendingar séu iðulega boðnir velkomnir af Norð- mönnum. Ólíkt sumum öðrum hóp- um innflytjenda, sem mæta stund- um fordómum eða mismunun, njóti Íslendingar í Noregi góðs af jákvæð- um staðalmyndum um land og þjóð og hún nefnir dæmi um Íslending sem um hríð var álitinn Austur- Evrópubúi og mætti gjörólíku og betra viðmóti þegar hið rétta þjóð- erni hans kom í ljós. Gjarnan sé sett samasemmerki á milli þess að vera innflytjandi og að vera dökkur á hörund. Jákvæða ímyndin gæti spillst Stundum er talað um hversu vinnusamir og dugmiklir Íslend- ingar séu og það er gjarnan tínt til þegar rætt er um Íslendinga í Nor- egi. Að sögn Guðbjartar hafa norsk- ir fjölmiðlar nokkuð fjallað um Ís- lendinga í Noregi frá þessu sjónarhorni. „Þannig að það eru ekki bara Íslendingar sem tala um þetta, þetta virðist vera algeng skoðun í Noregi. En sumir sem ég talaði við óttast að með fleiri Íslend- ingum í Noregi komi einstaklingar sem gætu spillt þessari jákvæðu ímynd.“ Eitt af því sem Guðbjört hefur rannsakað er hvernig Íslending- arnir í Noregi aðlagast samfélaginu. „Þeir sem kunna tungumálið fyrir eða eru fljótir að læra það eiga auð- veldara með að vera virkir þátttak- endur í samfélaginu. Tungumálið er lykillinn að þátttöku og það er líka krafist ákveðinnar tungumálakunn- áttu í flestum störfum,“ segir Guð- björt. Hún segir Íslendinga gjarnan kynnast öðrum Íslendingum, sumir komi með þá hugmynd í farteskinu að þeir ætli ekki að vera mikið með löndum sínum, en stundum fari svo að þeir umgangist mestmegnis Ís- lendinga. Þeir sem hafi verið búsett- ir ytra lengi umgangist þó yfirleitt Íslendinga mun minna en þeir sem eru tiltölulega nýkomnir og enn að fóta sig í nýju samfélagi. Hófsamara líferni Guðbjört hefur líka skoðað hvar í Noregi Íslendingar setjast að og segir þá dreifast víða. „Það er ekki óalgengt að þeir flytji til afskekktari byggða þar sem vantar fólk og nóg er af vinnu. Sumir byrja þar og flytja svo síðar á stærri staði. Fyrir þá sem ferðast oft til Íslands er miklu þægilegra að búa í Ósló eða nágrenni upp á samgöngur til Ís- lands.“ Finnst Íslendingum í Noregi betra að búa þar en á Íslandi? „Já, það finnst flestum. Það er ekki bara vegna þess að þar er auðveldara að ná endum saman, það er líka vegna þess að vinnuvikan er yfirleitt styttri, fólk þarf ekki að vinna mikla yfirvinnu eða vera í tveimur störfum og getur verið meira með fjölskyldu sinni. Sumir undirstrika samt líka að fólk ætti ekki að sjá það í neinum hillingum að flytja til Noregs og að það þurfi að leggja sig fram til að eiga gott líf þar. Aðrir tala um að þeir hafi breytt um neysluvenjur eftir að þeir fluttu til Noregs og að þar lifi þeir hófsamara, en jafnframt betra lífi.“ Íslendingar í Noregi njóta góðs af jákvæðum staðalmyndum Morgunblaðið/Þórður Mannfræðingur Guðbjört hefur tekið viðtöl við Íslendinga sem hafa flutt til Noregs. Hún segir misjafnt hvort þeir skilgreini sig sem innflytjendur þar.  Misjafnt hvort þeir skilgreina sig sem innflytjendur  Flytja gjarnan til afskekktra byggða Nokkrir af þeim Íslendingum búsettum á Norðurlöndunum sem teknir voru tali í þessari umfjöllun voru spurðir hvort þeir upplifðu sig sem innflytjendur á staðnum. Flestir töldu að svo væri ekki og sögðu að heimamenn litu öðrum aug- um á Íslendinga en innflytjendur sem koma lengra frá. ÓSKAR GÍSLASON, SJÁLFSTÆÐUR ATVINNUREKANDI Í KAUPMANNAHÖFN: „Nei, ég hef aldrei skilgreint mig þannig, sem er svolítið skrýtið ef maður fer að hugsa út í það. En ég held að Danir skilgreini Íslendinga og aðra Norð- urlandabúa almennt ekki á þann hátt.“ STEFÁN SIGURÐSSON, BLIKKSMIÐUR Í BERGEN Í NOR- EGI: „Það er mín tilfinning að Norðmenn líti ekki á Íslend- inga sem útlendinga.“ SIGRÍÐUR DÚNA SVERRISDÓTTIR, HÁSKÓLANEMI Í LOMMA Í SVÍÞJÓÐ: „Tungumálið skiptir öllu máli í þessu sambandi; ef maður kann það verður maður meiri hluti af samfélaginu. Annars finnst mér Svíar almennt taka vel á móti útlendingum.“ MARÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, SÖLUMAÐUR Í BERGEN Í NOREGI: „Hér eru Norðurlandabúar ekki innflytjendur, sérstaklega ekki Íslendingar. „Þið eruð hluti af okkar þjóð“ segja þeir [Norðmenn] oft.“ LINDA SIF ÞORLÁKSDÓTTIR, LÍKAMSRÆKT- ARKENNARI Í KAUPMANNAHÖFN Í DANMÖRKU: „Ég get ekki séð neinn mun eftir því frá hvaða landi fólk kemur hvernig komið er fram við það; hvort sem þú ert frá einhverju Norðurlandanna eða lengra frá..“ SARA LIND GUNNARSDÓTTIR, KENNARI Í BERGEN Í NOREGI: „Íslendingar eiga kannski auðveldara með að aðlagast samfélaginu en fólk frá öðrum löndum því menningin er lík að mörgu leyti og tungumálið svipað. En ég held að margir Íslendingar hafi ranghugmyndir um hvernig sé að búa í Noregi. Þú hoppar ekkert inn í gott starf hér, ekki frekar en á Íslandi. Það þarf að hafa fyrir því að aðlagast og þetta er ekkert auðvelt í byrjun.“ Innflytjandi eða Íslendingur? VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 55% þeirra sem beita stúlkur kynferðislegu ofbeldi eru karlar tengdir fjölskyldu þeirra. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.