Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Ó
lö
f
B
jö
rg
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ó
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s
Ljósmynd/Magnus Fröderberg - norden.org Ljósmynd/norden.org
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Rannveig Pálsdóttir
Pardo og Juan Pardo
búa í einu af úthverfum
Stokkhólms. Þau fluttu
til Svíþjóðar sumarið 2011 og ein
helsta ástæða flutninganna var að
þá hafði Juan verið án atvinnu um
hríð og þau töldu að auðveldara
væri fyrir hann að fá vinnu ytra.
Rannveig kennir
nú í grunnskóla á
Stokkhólmssvæð-
inu, en Juan hef-
ur enga vinnu
fengið þrátt fyrir
ítrekaða leit. Hjá
þeim búa tveir
uppkomnir synir
þeirra.
„Við fluttum af
ýmsum ástæðum.
Aðallega vegna
þess hversu illa Juan gekk að fá
vinnu á Íslandi, en hann hafði verið
meira eða minna atvinnulaus frá
hruni,“ segir Rannveig í rúmgóðri
og bjartri íbúð fjölskyldunnar í ný-
uppgerðu fjölbýlishúsi í Upplands-
Väsby, sem er á milli Stokkhólms og
Uppsala. Juan, sem er ættaður frá
Síle og bjó á Íslandi í um 20 ár, er
menntaður félagsliði og stuðnings-
fulltrúi og starfaði m.a. við umönnun
fatlaðs fólks á sambýlum hér á landi.
Hjónin hafa áður búið í Svíþjóð og
kynntust reyndar þar á níunda ára-
tugnum. Þau fluttu þaðan til Íslands
og voru m.a. með eigin rekstur um
tíma.
Íslensk umræða neikvæð
Þau segja atvinnuleysið reyndar
ekki einu ástæðuna fyrir flutning-
unum til Svíþjóðar. „Það hafði líka
mikið að segja hvað andrúmsloftið á
Íslandi hefur verið erfitt, umræðan
neikvæð og lítið verið gert til að
byggja upp,“ segir Rannveig. „Þeg-
ar maður flytur í burtu sér maður
margt í öðru ljósi. Það er eins og það
megi ekki þiggja hjálp eða góð ráð
frá öðrum þjóðum – svarið er alltaf:
Við reddum þessu sjálf. En það hef-
ur bara ekki gengið upp.“
Rannveig er menntaður text-
ílkennari og fatahönnuður og fékk
fljótlega vinnu á leikskóla eftir að
þau komu út og fór síðan að kenna
textílmennt í grunnskóla. „Það er
auðvitað frábært að fá vinnu við það
sem ég hef lært og starfaði við
heima, en það mætti vera aðeins
styttra í vinnuna,“ segir Rannveig
sem ver um þremur klukkustundum
á degi hverjum til að komast í og úr
vinnu. „Tveir strætóar og tvær lestir
hvora leið,“ segir hún.
Mætti fordómum á Íslandi
Að sögn Rannveigar er talsverður
munur á launakjörum kennara í Sví-
þjóð og á Íslandi. „Já, launin eru
töluvert hærri hérna. Það er launa-
viðtal einu sinni á ári þar sem fólki
gefst kostur á að semja um hærri
laun og yfirmenn hafa svigrúm til að
borga þeim hærri laun sem standa
sig vel. Ofan á þetta er vinnuvikan
styttri.“
Juan hefur verið án atvinnu allan
þann tíma sem þau hafa búið úti.
Hann sækir ýmis námskeið og er nú
í virkniúrræði sem miðar að því að
hann komist út á vinnumarkaðinn.
„Hér í Svíþjóð er alþjóðlegra um-
hverfi og m.a. þess vegna líður mér
betur hér,“ segir Juan og segist hafa
mætt fordómum á Íslandi vegna
þess að hann er útlendingur. „Ég
reyndi og reyndi, en mér fannst ég
aldrei vera velkominn,“ segir hann.
Rannveig bætir við að í þessu sam-
bandi sé athyglivert að hann hafi
starfað við umönnun á Íslandi, því
mikið sé talað um að fólk skorti í slík
störf, ekki síst karlmenn. Hún segir
að svo virðist sem það eigi ekki við
um fólk af erlendum uppruna því
Juan gekk afar erfiðlega að fá vinnu
á Íslandi. „Rasisminn á Íslandi er fal-
inn, oft er það þannig að enginn veit
af honum nema þeir sem verða fyrir
því. Auðvitað er rasismi alls staðar,
líka hérna. Svíþjóðardemókratarnir
unnu jú stórt í síðustu kosningum.“
Bjuggu um allt
Stokkhólmssvæðið
Rannveig segir að hjónin hafi talið
að það yrði auðvelt fyrir þau að
koma sér fyrir í Svíþjóð. Þau hefðu
talið sig þekkja samfélagið nokkuð
vel eftir fyrri búsetu og hvernig
hlutirnir ganga fyrir sig. En annað
kom á daginn. „Það hefur margt
breyst hér í Svíþjóð frá því við
bjuggum hér fyrir 20 árum. T.d.
húsnæðismálin, það er erfitt og dýrt
að finna húsnæði hér á Stokkhólms-
svæðinu. Félagslega þjónustan hef-
ur líka breyst mikið, Juan fékk at-
vinnuleysisbætur að heiman fyrstu
þrjá mánuðina en síðan var það bú-
ið,“ segir Rannveig.
Fjölskyldan lenti í húsnæð-
ishrakningum fyrstu árin með til-
heyrandi flutningnum. „Við fluttum
átta sinnum fyrstu 20 mánuðina og
bjuggum um allt Stokkhólms-
svæðið,“ segir Rannveig. „Leigu-
markaðurinn hérna er gríðarlega
erfiður og þegar fólk er í húsnæð-
isvandræðum þarf það að láta bjóða
sér ýmislegt og ekki er farið eftir
neinum reglum. Eitt sinn fengum við
einn dag til að pakka saman og finna
okkur nýtt húsnæði.“ Fjölskyldan er
nú komin í öruggt húsnæði, með svo-
kallaðan fyrsta leigjendarétt sem
þýðir að þau leigja beint af leigu-
félagi.
Á ýmsu hefur gengið frá því að
þau fluttu búferlum; atvinnuleysi
og húsnæðisvandi. Var það þess
virði að flytja til Svíþjóðar á sínum
tíma? „Já, það var það,“ segja hjón-
in í kór. „Þetta hefur ekki verið
neinn dans á rósum. Við vorum
auðvitað ekki að flytja frá Íslandi
til að lenda í þessum aðstæðum, við
áttum ekki von á þessu og þetta
hefur oft verið gríðarlega erfitt.
En okkur finnst við vera í betri
stöðu hérna þótt við þurfum að lifa
af einum kennaralaunum. Okkur
líður betur, þetta endalausa stress
og þeytingur á Íslandi var að fara
með okkur, eins og marga aðra.
Lífið er miklu afslappaðra. Við er-
um komin hingað til að vera.“
Fluttu átta sinnum á 20 mánuðum
Rannveig
Pálsdóttir
Ljósmynd/Johannes Jansson-norden.org
Frá Stokkhólmi Rannveig og Juan búa í einu af úthverfum borgarinnar. Þrátt fyrir atvinnuleysi og húsnæðisvanda
segja þau það hafa verið þess virði að flytja til Svíþjóðar á sínum tíma. Þangað eru þau komin til að vera.
Ljósmynd/Johannes Jansson- norden.org