Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
HAFNARFJÖRÐUR
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
Vallahverfið í Hafnarfirði hefur
verið í uppbyggingu síðasta áratug-
inn eða svo. Þar búa í dag 4.837
manns í um 1.200 íbúðum. Og fólki
mun fjölga. Við götuna Bjarkavelli
og Einivelli eru samtals 75 íbúðir í
byggingu á tveimur lóðum. Þá eru
á Völlum í útleigu þrjár fjölbýlis-
húsalóðir, það er að þeim hefur ver-
ið ráðstafað en framkvæmdir eru á
dagskrá. Þar eiga að vera nærri 80
íbúðir. Þá eru á Völlum nokkrar
fjölbýlishúslóðir sem auglýstar
verða til sölu á næstunni, auk þess
sem í hverfinu bjóðast lóðir fyrir
einbýli, raðhús og slíkt.
Og víðar er verið að byggja. Fjöl-
býlishús á Norðurbakka með 72
íbúðum eru í byggingu og nærri
100 íbúðir eru undir í fram-
kvæmdum við Skipalón. Á síðari
hluta þessa árs verða fyrstu lóð-
irnar í svonefndu Skarðshlíð-
arhverfi auglýstar lausar til um-
sóknar, en þar er samkvæmt
núgildandi deiliskipulagi gert ráð
fyrir 460 íbúðum á 183 lóðum.
Skarðshlíðin tengist Völlunum,
hverfið er um 30 hektarar að stærð
og er í skjólsælli suðurhlíð. Þar efst
verða sérbýliseignir. Fjölbýlishúsin
verða hins vegar næst Ásvalla-
braut. Þar verður aðkoman í hverf-
ið – þar er á svæði þar sem skipulag
gerir ráð fyrir því að byggja stóran
leikskóla og hjúkrunarheimili.
Vellir vinsælir og
Skarðshlíð á dagskrá
Fjölbýli Vellirnir eru að verða gróið heildstætt hverfi og njóta vinsælda.
Framkvæmdir Byggingarkranar
segja sitt um stöðu efnahagslífs.
Morgunblaðið/Eggert
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hagstætt húsnæðisverð og næg at-
vinna, til dæmis í ýmsum fram-
leiðslufyrirtækjum, eru megin-
ástæður þess hve margir
útlendingar hafa sest að í Hafn-
arfirði síðustu árin, segir Edyta
Agnieszka Janikula frá Póllandi.
Nærri lætur að um tíund rösklega
27 þúsund bæjarbúa sé af erlendu
bergi brotin, fólk sem kemur víða
að úr veröldinni. Þau Edyta og
Dominik Obora, eiginmaður henn-
ar, fluttu hingað til lands fyrir átta
árum, ættingjar hennar voru þá
þegar komnir til Íslands og boltinn
farinn að rúlla. Fólk sækir einfald-
lega þangað sem vinnu og lifibrauð
er að hafa.
Fjölsóttar sögustundir
Edyta byrjaði að vinna á
Bókasafni Hafnarfjarðar fyrir
tveimur árum. Þar sér hún um
þjónustu við pólskumælandi fólk,
en á safninu er til nokkur fjöldi
bóka á þeirri tungu, auk þess sem
Edyta annast vikulegar sögu-
stundir fyrir pólsk börn sem hafa
verið fjölsóttar. „Þegar við Dom-
inik giftum okkur síðasta sumar
bað ég fólk um að leggja safninu til
pólskar bækur og það skilaði tals-
verðu. Í dag á safnið um 1.500
bækur á pólsku. Tungumálaþekk-
ing er lykill fólks að samfélaginu
og það er mjög árangursríkt í ís-
lenskunámi af fólk til dæmis les
texta fyrst á móðurmáli sínu og
svo á íslensku. Þess vegna er frá-
bært að skáldsögur Arnaldar og
Yrsu séu nú komnar út í pólskri út-
gáfu.“
Fyrst eftir að Edyta og Dom-
inik fluttu til Íslands bjuggu þau í
Reykjavík og Kópavogi. Síðar lá
leiðin í Fjörðinn. „Bærinn heldur
vel utan um fólkið sitt og hér er
stutt í alla þjónustu. Ég er ekki
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Leikskólinn Edyta og sonurinn Dymitri Daniel Obara saman á góðri stundu. Lífið er leikur og lærdómur í senn.
Ánægð í innflytjendabæ
Nærri tíundi hluti Hafnfirðinga af erlendum uppruna Pólski
bókavörðurinn er með allt á hreinu Bærinn heldur vel um fólkið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nærri lætur að í dag stundi rúm-
lega 1.000 börn og unglingar
íþróttaæfingar og annað starf hjá
Haukum í Hafnarfirði. Starfsemi
félagsins er öflug og nú er svo
komið að hún hefur sprengt allt
húsnæðið utan af sér. „Við tvískipt-
um æfingasalnum og höfum gert
alla tíð,“ segir Ívar Ásgrímsson,
íþróttastjóri Hauka. „Þetta er
bagalegt, til dæmis í meistara-
flokkum karla og kvenna bæði í
handbolta og körfunni og kemur
niður á starfi þeirra. Í körfunni hjá
stelpunum er leikin fjórföld umferð
og í handboltanum hefur leikjum í
efstu deild verið fjölgað. Nú spilum
við þrjá heimaleiki í viku hjá meist-
araflokkum félagsins og þá falla
Morgunblaðið/Eva Björk
Sigur Hamingjusamir Haukamenn hampa bikar að góðum leik loknum.
Mikil starfsemi kall-
ar á stærra húsnæði
Uppbyggingar þörf á Ásvöllum
Þúsund krakkar taka þátt í starfi félagsins