Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 ✝ Helga Brynj-ólfsdóttir fæddist í Krossa- nesi við Eyjafjörð 24. desember 1935. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu í Reykjavík 7. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Rósinkars- dóttir húsmóðir, f. 3.8. 1905 á Kjarna, Arnarnes- hreppi, d. 4.5. 1983, og Brynj- ólfur Sigtryggsson, kennari og bóndi lengst af í Krossanesi, f. 7.10. 1895 í Skriðu, Hörgárdal, d. 10.8. 1962. Helga var yngst systkinanna sjö frá Krossanesi; tvær systur hennar, Sigrún fv. fulltrúi á skrifstofu heimspeki- deildar Háskóla Íslands, f. 2.6.1928, og Áslaug fv. fræðslu- stjóri í Reykjavík, f. 13.11.1932, lifa hana, en látin eru: Ragn- heiður talsímakona, f. 1923, d. 1947, Þorgerður húsmóðir í Noregi, f. 1925, d. 1996, Ari eðl- isfræðingur í Bandaríkjunum, f. 1926, d. 2013, og Sigurður Óli kennari og bæjarfulltrúi á Ak- garðyrkjufræðingur, f. 28.11. 1965; maki Valgerður Jónas- dóttir grafískur hönnuður. Þau eiga tvö börn: Guðnýju Helgu og Jónas Karl. Börn Ragnars og Margrétar Gróu Júlíusdóttur eru Hanna og Eyþór Ómar. Helga lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1957 en þar lágu leiðir þeirra Eyþórs Ómars saman. Eftir það starfaði hún um tíma á Rann- sóknastofu Háskólans en dvald- ist svo til 1965 með eiginmanni sínum í Heidelberg og Kiel í Þýskalandi er hann var þar í námi. Heim komin var hún fyrst húsmóðir í Reykjavík og síðar á Seltjarnarnesi en frá 1972 til 2005 starfaði hún sem læknarit- ari á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Eftir lát Eyþórs Ómars átti hún heima á Brekku- stíg 17, Reykjavík. Krossanes- systkinin voru mjög samrýnd og á síðari árum ferðuðust þau m.a. saman til Flórída, Kaliforníu og Havaí. Helga hafði unun af bók- lestri, vönduðu íslensku máli og klassískri tónlist, einkum óp- erum; hún var fastagestur á tón- leikum og leiksýningum og sá sér til mikillar ánægju sýningu Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki skömmu áður en hún lést. Útför Helgu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 23. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. ureyri, f. 1929, d. 1984. Helga giftist 28.3. 1959 Eyþóri Ómari Þórhallssyni tannlækni, f. 28.1. 1935 í Reykjavík, d. 23.11. 1988. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Guð- laugsdóttir hús- móðir og Þórhallur Friðfinnsson klæð- skerameistari. Eftirlifandi syst- ir Eyþórs Ómars er Kolbrún fv. læknaritari, f. 10.11. 1936. Börn Helgu og Eyþórs Ómars eru: 1) Þórhallur prófessor í málvís- indum við Háskóla Íslands, f. 4.6. 1959; maki Rósa Gísladóttir myndlistarmaður. Þau eiga þrjár dætur: Þorgerði, Helgu Gunndísi og Guðrúnu Sigríði. 2) Guðrún kennari, f. 12.8. 1963; maki Leifur Aðalsteinsson lög- giltur fasteignasali. Dætur Guð- rúnar eru Anna Dís og Eva. Son- ur Önnu Dísar og Jóns Heiðars Kristinssonar, sambýlismanns hennar, er Jökull Kári. Börn Leifs eru Arnheiður og Arnar. 3) Ragnar fjölmiðlarýnir og Helga tengdamóðir mín var glæsileg kona og falleg að utan sem innan. Hún var hávaxin, ljós yfirlitum, bar sig afar vel og hafði fágaða framkomu. Hún var svo yndisleg heim að sækja að maður kom alltaf glaðari og létt- ari af hennar fundi. Helga kunni vel þá list að hrósa öðrum og gleðjast með þeim. Hún hafði góða frásagnargáfu, var alltaf til í að spjalla um menn og málefni og fylgdist vel með þjóðmálum. Hún var skarpgreind og stál- minnug, hafði gaman af fólki og ættfræði, mikil íslenskumann- eskja og hafði lifandi áhuga á lestri góðra bóka, ekki síst ævi- sagna, en líka á málfræði, staf- setningu og rituðu máli almennt. Hún var óskaplega tónelsk, hafði unun af óperum og söng og elskaði Maríu Callas og Kristján Jóhannsson. Helga lét aldrei biðja sig tvisvar um að koma á tónleika eða í leikhús, jafnvel þótt fyrirvarinn væri stuttur. Þótt Helga flytti ung suður var hún mikill Norðlendingur í sér, þótti vænt um heimahagana í Krossanesi og lét helst aldrei heilt sumar líða án þess að bregða sér norður. Hún kom úr stórum og samheldnum systk- inahópi sem hittist oft og ferðað- ist saman bæði innanlands og utan. Það var mikill missir fyrir Helgu þegar maðurinn hennar, Eyþór Ómar Þórhallsson, lést langt um aldur fram 1988. Þau voru miklir mátar, höfðu kynnst í Menntaskólanum á Laugar- vatni og voru saman alla tíð upp frá því. Eftir lát Eyþórs Ómars sinnti Helga börnunum sínum þremur, vaxandi hópi barna- barna og síðar litla langömm- ustráknum Jökli Kára. Helga var stolt af öllum sínum afkom- endum og fylgdist með þeim hvar sem þeir voru staddir í heiminum og nýtti sér til þess nútíma tækni, tölvupóst og sam- félagsmiðla. Hún var líka í góðu sambandi við aldraða tengdafor- eldra sína og annaðist þau af al- úð meðan þau lifðu. Ég kynntist Helgu fyrir 35 árum og varð strax gott sam- band okkar á milli og aldrei bar skugga á þá vináttu. Hún heim- sótti okkur þegar við bjuggum erlendis, til Þýskalands, Banda- ríkjanna og Bretlands, og var alls staðar á heimavelli, enda málamanneskja og talaði bæði þýsku og ensku prýðisvel. Í sumar sem leið fór hún í eft- irminnilega ferð með börnum sínum á fornar slóðir í Þýska- landi, um Rínarhéruð og til Hei- delberg þar sem þau höfðu búið þegar Eyþór Ómar var í námi í tannlækningum. Systkinin geta nú yljað sér við þær góðu minn- ingar. Ég hefði ekki getað hugs- að mér betri tengdamóður né dætrum okkar Þórhalls betri ömmu. Takk fyrir allt, Helga mín. Blessuð sé minning þín. Rósa Gísladóttir. Ég kynntist Helgu fyrir átta árum, þegar við Ragnar fórum að vera saman. Hún tók mér opnum örmum og mér leið alltaf vel í návist hennar. Þannig leið, held ég, öllum sem umgengust Helgu. Hún var mikill félagi, sem gott var að leita til og tala við. Börnunum okkar reyndist hún afar vel og átti erfitt með að neita þeim um nokkuð. Þau munu sakna hennar mikið. Helga var glæsileg kona í alla staði. Hún var vel að sér og hafði áhuga á mönnum og mál- efnum. Áhuginn á lífinu var lík- lega það sem gerði hana svona unglega og tímalausa. Hún sagð- ist ætla að verða hundrað ára og enginn dró það í efa. Ég kveð fallega konu sem mig langaði að kynnast miklu betur. Ég votta fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, Helga mín. Valgerður (Vala). Það er erfitt að átta sig á að ég geti ekki lengur slegið á þráðinn til elsku systur minnar og spjallað við hana um alla heima og geima eða leitað ráða hjá henni um eitt og annað. Minningar um Helgu hrann- ast upp, en hún var yngst okkar sjö systkina. Ég man hve stolt ég var af henni þegar eldri systkini mín voru að láta hana fallbeygja erfið orð og hún stóðst öll próf þeirra. Helga var bráðgert barn, orð- in læs fjögurra ára og kunni reiðinnar ósköp af vísum. Ég minnist þess að hún talaði oft við sjálfa sig og lék þá gjarnan margar persónur. Þóttist fara á næsta bæ og bað um að fá eitt- hvað að láni. Í eitt skiptið var það blámadós, en bláminn var settur í síðasta skolvatnið svo að þvotturinn yrði bláhvítur. Í barnaskóla var Helga valin til að leika og flytja ljóð á vorskemmt- unum skólans því hún var mjög skýrmælt. Eitt sinn lék hún hlutverk litlu stúlkunnar með eldspýturnar. Öðru sinni flutti hún ljóð Páls Árdal „En hvað það var skrýtið“ af hreinni snilld. Helga fór síðan í Gagnfræða- skólann og lauk þaðan lands- prófi, og sótti síðar um skólavist í Menntaskólanum á Laugar- vatni. Þar kynntist hún Eyþóri Ómari Þórhallssyni, sem varð eiginmaður hennar. Hann lærði tannlækningar í Heidelberg og fékk eitt árið námstyrk frá Kíl- arháskóla. Helga var á báðum þessum stöðum með Ómari, en þess á milli vann hún hér heima sem meinatæknir á Landspítal- anum. Helga gegndi starfi læknarit- ara á Hjúkrunarheimilinu Grund í rúm 30 ár. Hún kunni vel við sig á Grund og bar stjórnendum og læknum einstaklega vel sög- una og hef ég heyrt að það hafi verið gagnkvæmt. Helga og Ómar voru samrýnd hjón og heimili þeirra á Tjarn- arbóli var smekklegt og einkar notalegt, enda ríkti ávallt á heimilinu glaðværð og góðlátleg glettni. Það var gaman að ferðast með þeim um okkar fagra land, til að veiða eða að fara norður í Krossanes. Það leyndi sér ekki að Ómar dáði konu sína, enda var Helga fjör- mikil, með fallegt ljóst hár, há- vaxin og spengileg, áhugasöm um menn og málefni og fylgdist grannt með allri þjóðfélagsum- ræðu. Hún var vel lesin, minnug og hafði sérstakt yndi af tónlist. Það var mikið áfall fyrir Helgu og börnin þrjú þegar Óm- ar féll frá, langt um aldur fram, 53 ára. Öll eru börnin glæsileg, dugleg og vel gert fólk. Í tilefni 60 ára afmælis Helgu fórum við átta saman, systkini og makar, til Flórída. Það var ógleymanleg ferð. Seinna fórum við í viðburðaríkt ferðalag til Havaí. Helga var ekki tilætlunarsöm og lét ekki mikið fyrir sér fara. Það var í samræmi við hennar lífsmáta að sofna hljóðlát svefn- inum langa út frá krossgátu. Ég þakka samfylgdina og geri mér grein fyrir að það er sér- stök gæfa að hafa átt að slíka systur. Elsku Tolli, Gúddý, Raggi, tengdabörn og ömmu- börn, ég samhryggist ykkur öll- um. Góðar minningar um ein- staka konu lifa hins vegar áfram. Áslaug Brynjólfsdóttir. Elsku besta amma Helga. Þú varst svo sæt og fín þegar þú varst hjá okkur á aðfanga- dagskvöld. Þú reyndir samt að gera sem minnst úr því að þú ættir afmæli en okkur fannst þetta alltaf vera þitt kvöld. Núna um jólin leiddi Jökull Kári litli langömmukúturinn þinn sönginn „79 ára í dag“. Þú hefur alltaf verið til staðar og auðvelt að leita til þín. Við eigum ótal margar góðar minn- ingar við eldhúsborðið á Brekkustíg, þar sem yfirleitt var ristað brauð með osti, sultu og boskó (nesquik-kakó) á boðstól- um. En við byrjuðum svo frekar snemma að kunna að meta sterka og góða kaffið þitt. Það var alltaf svo gaman að ræða og rökræða öll mál við þig, það var yfirleitt mikill hiti í um- ræðunum. Þú hafðir svo mikið að segja en þér fannst alltaf jafn gaman af því að heyra okkar skoðanir á hinum ýmsu málum. Amma var alltaf með puttann á púlsinum, hvort sem við rædd- um um daginn og veginn, stjórn- mál, bækur, kvikmyndir eða tón- list. Þú sýndir öllu áhuga, varst með alla klassísku tónlistina á hreinu en vissir líka alltaf hvaða Eurovision-lag myndi vinna og hver staðan væri í leiknum, hvort sem það var Arsenal, KR eða heimsmeistaramótið. Það var svo yndislegt að fá að upplifa að fara með þér í óp- eruna, þú varst svo heilluð af söngnum og sögunum og smit- aðir okkur af áhuganum sem er enn til staðar, við héldum svo innilega að við myndum fara allavega einu sinni enn með þér. Þú hafðir svo gaman af því að segja okkur sögur frá gamla tímanum og sagðir svo lifandi frá, bæði frá Krossanesi og öll- um ævintýrunum ykkar afa Óm- ars, okkur var farið að finnast við þekkja hann bara af sög- unum þínum. Þú varst svo hlý og góð, mað- ur var svo öruggur þegar þú leiddir mann, þú kreistir hönd- ina alltaf svo fast og sagðir að það sýndi hversu vænt þér þætti um okkur. Þú varst alltaf svo eftirtektarsöm og flink að hrósa, bæði með orðum þínum og gjörðum. Þú sagðir sjálf að þú gæfir okkur frekar „like“ á Fa- cebook en prjónaða sokka og við kunnum alltaf jafn vel að meta það. Þín verður sárt saknað, elsku amma Helga, en við erum heppnar að eiga allar þessar dásamlegu minningar sem munu lifa áfram með okkur. Þínar Anna Dís og Eva. Elsku amma. Takk fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Stundirnar sem ég átti með þér á Brekkustígnum eru orðnar að minningum sem ég mun aldrei gleyma. Æskuminningar um spenn- andi strætóferðir vestur í bæ og vídeóleiguna á horninu þar sem ég fékk gjarnan að kaupa mér bland í poka og leigja spólu. Minningar um ævintýralega leiki okkar systkinanna á Bláa róló, úti í garði og í brunarúst- unum við hliðina. Ekki má svo gleyma Nonna og Manna-mynd- unum sem við horfðum svo oft á saman á meðan við drukkum kakómalt og nörtuðum í ristað brauð með smjöri sem þú hafðir skorið í litla bita. Á unglingsárunum var alltaf svo gott að koma til þín í lamba- læri og ís á sunnudögum og spjalla um lífið og tilveruna, heimsmálin, ættfræði, íþróttir og listir. Þú varst alltaf svo góð; hrósin frá þér og fallegu orðin þín, einlægu facebook-skilaboðin frá þér og öll ráðin sem þú gafst mér. Á síðasta ári fékk að búa hjá þér í fimm mánuði og kynnt- ist þér þá enn betur. Hvað þú dekraðir við mig og vildir allt fyrir mig gera! Elsku amma, takk fyrir að vera mér alltaf svona góð og hlusta alltaf á mig með áhuga. Takk fyrir að vera alltaf til stað- ar og fyrir að leiðbeina mér um allt milli himins og jarðar. Ég mun sakna og minnast þín með gleði í hjarta. Hanna Ragnarsdóttir. Alltaf var gott að eiga ömmu að og þegar við systurnar vorum yngri þótti okkur fátt skemmti- legra en að koma til hennar og fá að gista. Hún snerist marga hringi í kringum okkur og við fengum alltaf rice krispies í morgunmat og máttum horfa á eins marga Nonna og Manna þætti og við vildum. Andrúmsloftið á Brekkustíg var hlýlegt og þar var gaman að vera barn. Við máttum leika okkur í öllu húsinu, í garðinum, í þvottahúsinu og oftar en ekki fórum við með ömmu á bláa róló. Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum var að fara með niður í geymslu og skoða allt gamla dótið. Þar var meðal ann- ars uppstoppaður örn sem ég hafði mikið dálæti á. Hann var tígulegur og flottur. Ég gleymi því ekki hvað ég var glöð og hissa þegar örninn birtist í af- mælispakka til mín nokkru síð- ar. Amma var einstaklega lífsglöð og nægjusöm og það var dásam- legt að vera í návist hennar. Hún átti sér fjölmörg áhugamál og þyrsti í fróðleik. Ég átti mik- inn vin í henni þegar ég varð eldri, hún var alltaf hress og svo ung í anda, fljót að tileinka sér nýja tækni, t.d. feisbúkk þar sem hún fylgdist vel með allri fjölskyldunni. Ég hef sjaldan kynnst mann- eskju sem átti jafnauðvelt með að hrósa og amma. Það var dýr- mætt að finna fyrir því hvað hún var ánægð með allt sem maður tók sér fyrir hendur og þótti æv- inlega mikið til manns koma. Elsku hjartans amma Helga er farin. Það er ennþá óraun- verulegt því að við áttum eftir að gera svo margt saman. En góðar minningar um góða konu og frábæra ömmu lifa. Þorgerður Þórhallsdóttir. Elsku Helga mín. Við áttum síst vona á að þú værir á förum, en það var svo sem þér líkt. Þú hefðir aldrei viljað neitt vesen. Þú dreifðir hlýju og gleði og krafðist einskis á móti. Það var svo gaman að spjalla við þig að meira að segja Benjamín minn fór oft í heim- sókn til þín bara til að spjalla við ömmusystur sína um daginn og veginn. Frá því ég var lítil telpa varst þú alltaf unga frænka, litla systir mömmu, sem var alltaf eins konar sérstök vinkona mín. Það var alltaf eins og við ættum í smásamsæri – við vissum eitt- hvað sem hinir vissu ekki. Það var kannski ekkert áþreifanlegt en samt var það eitthvað einhver glóð eða lífsgleði. Svo áttir þú elsku krakkana, Tolla, Guðrúnu og Ragga. Og þau voru manni alltaf kær ekki síst sjóræningja- baninn hann nafni minn litli, sem sagði mér allt um bardaga sína við sjóræningjana þegar við fórum út í göngutúr einu sinni þegar hann var ca. þriggja ára. Ég man þegar þú varst um tíma í Krossanesi og ég var þar líka smá tíma eitt sumarið hjá ömmu, og við Didda löbbuðum á hverju kvöldi út á bensínstöð að hitta þig og labba með þér heim þegar þú komst úr vinnunni. Þú varst vinkona okkar, litla systir mömmu minnar og pabba Diddu. En heimurinn breytist. Langt er síðan Óli pabbi Diddu dó. Ragnheiður elsta systirin dó ung úr bráðaberklum og Didda næstelsta systirin dó fyrir þó nokkrum árum. Ari sá eldri af bræðrunum dó í fyrra og nú eru bara mamma og Sigrún eftir af systkinunum sjö. Krossanes er löngu orðið svo til óþekkjanlegt. En við erum hér enn. Við sem eftir erum búum að hlýju og um- hyggju afa og ömmu í Krossa- nesi sem ólu upp hlýja og góða krakka sem allir voru hið besta fólk og sem ól síðan í hlýju og umhyggju upp okkur frænd- systkinin. Það er yndisleg hvernig allir koma saman þegar einhver fellur frá og hlýjan streymir úr öllum áttum. Börnin hans Ara í Ameríku og börnin hennar Diddu í Noregi, börnin Helga Brynjólfsdóttir Maðurinn með ljáinn saxar á kyn- slóðirnar og röskur þriðjungur okkar sem gengum út í vorið 1955 með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri er horfinn af sjónarsviðinu. Nú síðast kvaddi okkur Húnvetningurinn Gunnlaugur R. Jónsson, kennari lengst af starfsævinni, fyrst á Akranesi, síðan í Reykjavík og endaði farsælan feril sinn í Hafn- arfirði þar sem hann var lengi bú- settur með fjölskyldu sinni. Gunn- laugur ólst upp á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði og eftir landspróf í Reykjaskóla Gunnlaugur R. Jónsson ✝ Gunnlaugur R.Jónsson fædd- ist 22. janúar 1933. Hann lést 2. janúar 2015. Útför Gunn- laugs fór fram 14. janúar 2015. settist hann í 3. bekk MA haustið 1951. Vorið áður útskrif- aðist frá skólanum bróðir hans, Stefán Jónsson læknir. Í menntaskólanum fylgdumst við Gunn- laugur að í stærð- fræðideild og með okkur tókst góður kunningsskapur. Gunnlaugur var hæglátur og dagfarsprúður, stundaði námið af alúð og hafði þess utan yndi af lestri góðra bóka. Tungumál létu honum betur en stærðfræðin og hann reyndist prýðilega ritfær. Ég átti helst von á að hann legði fyrir sig íslensku, en leiðin lá til Kaupmannahafnar 1957 þar sem hann lagði stund á dýralæknisnám um skeið áður en hann sneri sér að kennslu hér heima 1961. Tengsl hans við Danmörku héldust þó með ýmsum hætti, m.a. var hann nám í Kennaraháskólan- um í Kaupmannahöfn veturinn 1976-77 og seint á starfsævinni bætti hann við dönskukunnáttu sína í Háskóla Íslands. Gunnlaugur var vinstrisinnað- ur þegar á unglingsárum og í þeim efnum áttum við samleið þegar á leið í MA. Ekki mun föðursystir hans, Elísabet Eiríksdóttir verka- lýðsforingi á Akureyri og bæjar- fulltrúi sósíalista þar í marga ára- tugi, hafa dregið úr róttækni hans, en Gunnlaugur og bræður hans áttu vísan stað á heimili hennar á námsárunum nyrðra. Síðar á æv- inni tók hann þátt í störfum Al- þýðubandalagsins, var m.a. vara- maður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um skeið og síðar fulltrúi í skólanefnd Iðnskólans þar. Á seinni árum hafa leiðir okkar Gunnlaugs sjaldan legið saman en við bekkjarsystkinin höfum haft spurnir af erfiðum veikindum hans. Þegar hann nú er fallinn frá rifjast upp ljúfar minningar frá námsárunum. Við sendum fjöl- skyldu hans og öðrum aðstand- endum samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.