Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
✝ Sigrún Magn-úsdóttir fædd-
ist á Hrauni í
Grindavík 26. júní
1920. Hún lést 13.
janúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Hafliðason frá
Hrauni í Grindavík,
f. 21. nóvember
1891, d. 17. desem-
ber 1983, og Katrín
Gísladóttir frá Urriðafossi í Flóa,
f. 10. september 1892, d. 20.
ágúst 1945.
Systkini Sigrúnar: Sigurliði, f.
1922, d. 1941, Ingibjörg, f. 1926,
og Gíslína Helga, f. 1934, d. 1991.
Sigrún giftist 16. maí 1942
Vestmann, dætur þeirra eru Sig-
rún Guðbjörg og Sigurbjörg, c)
Einar, f. 1952, d. 2012, maki Guð-
rún Hallgrímsdóttir, fyrrverandi
maki Anna Alexía Sigmunds-
dóttir, d. 1997, synir þeirra eru
Lúðvík Sveinn, Guðmundur
Ragnar og Snorri Valur, d. 2009,
d) Anna Þórdís, f. 1959, maki Jón
Steinar Guðjónsson, dætur
þeirra eru Hugrún, Berglind og
Sigrún Edda. Barnabarnabörnin
eru 15.
Sigrún og Guðmundur Ragn-
ar bjuggu fyrst í Grindavík, en
fluttu fljótlega til Reykjavíkur.
Frá árinu 1954 bjuggu þau í
Kópavogi, lengst af í Melgerði
21.
Sigrún var fyrst og fremst
húsmóðir, en vann stöku sinnum
utan heimilis. Hún var mikil
hannyrðakona og liggja verk
hennar víða.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 23. janúar
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
Guðmundi Ragnari
Einarssyni, f. 15.
janúar 1917, d. 1.
desember 2006,
syni Einars Jó-
hannssonar frá
Skálanesi við
Breiðafjörð og Jón-
ínu Jónsdóttur frá
Álftamýri við
Arnarfjörð.
Börn Sigrúnar
og Guðmundar
Ragnars: a) Sigurliði, f. 1942,
maki Ríkey Guðmundsdóttir,
fyrrverandi maki Guðbjörg
Theodórsdóttir, synir þeirra eru
Theodór Gísli og Sigurður Ragn-
ar, b) Magnea Katrín, f. 1947,
fyrrverandi maki Guðmundur
Elsku amma okkar, við kveðj-
um þig með miklum söknuði. Á
sama tíma erum við þakklátar fyr-
ir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman og fyrir að hafa
fengið að hafa þig svona lengi hjá
okkur. Takk fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þínar,
Hugrún, Berglind
og Sigrún Edda.
Það eru sennilega fáir komnir
hátt á tíræðisaldur sem skilja eftir
sig jafnmikið tómarúm og móður-
systir okkar Sigrún. Við systkinin
kölluðum hana reyndar aldrei
annað en Dúu, hún var elsta systir
Ingibjargar móður okkar sem að
sama skapi hefur alltaf verið köll-
uð Imba. Þær ólust upp á Hrauni í
Grindavík, þar sem brimið skellur
í fjörukambinn og sjógangurinn
getur verið engu líkur.
Fyrir kom oftar en einu sinni
að skip strönduðu rétt fyrir utan
bæjardyrnar og skipbrotsmenn
fengu húsaskjól og fyrstu að-
hlynningu á Hrauni. Það hlýtur að
móta ungar sálir að horfa upp á
náttúruna gefa og taka jafn-
hraustlega og þær urðu vitni að.
Einnig herjuðu berklar á Hraun
og féllu móðir þeirra og bróðir frá
á besta aldri.
Svona aðstæður herða eflaust
þá sem í þeim lenda og systurnar
þrjár á Hrauni lærðu að bíta á
jaxlinn og halda áfram möglunar-
laust.
Dúa var heldur engum lík.
Kímnigáfa og verkgleði eru senni-
lega það albesta veganesti sem
nokkur getur fengið út í lífið og af
því hafði frænka nóg. Var gestris-
in og frændrækin í meira lagi og
féll helst aldrei verk úr hendi.
Staðföst með stórt hjarta og vildi
hafa hlutina í lagi.
Hún lét mann heyra það ef
maður heimsótti hana ekki nógu
oft eða ekki var stoppað nógu
lengi og verst af öllu var ef maður
vildi ekki þiggja neitt eða hafði
ekki frá neinu að segja. Hún hafði
einlægan áhuga á fólki og fylgdist
vel með öllum í kring um sig fram
á síðasta dag.
Hjarta stórfjölskyldunnar sló í
Melgerðinu þar sem Dúa og
Ragnar, eiginmaður hennar heit-
inn, byggðu sér hús og hún hélt
heimili þar til yfir lauk. Hún var
svo lánsöm að vera heilsugóð og
sjálfbjarga. Síðasta kaffiboðið
hélt hún núna á milli jóla og nýárs,
daginn áður en hún lagðist inn á
sjúkrahús í sína hinstu legu.
Þá var ýmislegt farið að gefa
eftir og þótti henni dauðastríðið
dragast fullmikið á langinn, sagð-
ist alltaf hafa verið fljót að öllu
sem hún hefði tekið sér fyrir
hendur en þetta ætlaði að taka
óratíma.
Að leiðarlokum er auðvelt að
sjá hana fyrir sér í eldhúskrókn-
um í Melgerðinu, hlæjandi að rifja
upp sögu af Einari syni sínum
litlum. Hann var mjög líflegur
drengur með fjörugt ímyndunar-
afl og hafði spenntur tekið á móti
foreldrum sínum er þau komu af
jarðarför og spurt með öndina í
hálsinum hvort þau hefðu séð
hinn látna „fara upp“. Þessi
ímynd barnsins um eilífðina er
óneitanlega huggandi og það er
allt eins fullvíst að feðgarnir henn-
ar Dúu taka vel á móti henni þeg-
ar hún „fer upp“. Auðvelt að sjá
fyrir sér að Dúa fái aftur blikið í
augun sem slokknaði nánast þeg-
ar Einar féll svo sviplega frá fyrir
þremur árum.
Fyrir hönd systkinanna úr
Skipasundinu þakka ég ómetan-
lega samfylgd sterkrar konu og
votta afkomendum og tengda-
börnum samúð.
Kristín K. Alexíusdóttir.
Sigrún
Magnúsdóttir
✝ ÞórólfurSverrisson,
Þóró, fæddist í
Reykjavík 4. janúar
1983. Hann lést 17.
desember 2014.
Foreldrar Þóró
eru Þóra Jónas-
dóttir og Sverrir
Karlsson. Systkini
Þóró eru, 1) Hrund,
maki Burkni Jó-
hannesson, en börn
þeirra eru Bjarmar, Birnir og
Emilía. 2) Sigurgarður, maki
Tuktar Insorn, en börn þeirra
fylgdist vel með. Hann stundaði
framhaldsnám á Bifröst veturinn
2009-2010 og lauk stúdentspróf í
fjarnámi frá FÁ, en lagði að svo
búnu stund á fjarnám í mann-
fræði við HÍ. Um 16 ára fór Þóró
að vinna sem tæknimaður á Stöð
2 og varð síðar útsendingarstjóri
og tæknimaður á Popp Tv og
sinnti einnig tæknistjórn og
framleiðslu á íþróttaþáttum í
sjónvarpi. Þóró vann á Stöð 2
með hléum í á annan áratug. Eft-
ir það vann hann hjá Long við
ýmsa tæknivinnu fyrir sjónvarp
og viðburði. Síðustu 8 ár var
Þóró langdvölum í Asíu þar sem
hann iðkaði asíska bardagalist,
ferðaðist mikið og stundaði fjar-
nám.
Útför Þóró fer fram frá Linda-
kirkju í dag, 23. janúar 2015, og
hefst athöfnin kl 13.
eru Katanyu,
Kotchakon og Sól-
ey. 3) Sigrún, maki
Guðbjarni Trausta-
son og eiga þau
börnin Björgvin,
Viktor og Daníel.
Þóró ólst upp á
Álftanesi. Hann
gekk í Álftanes-
skóla og síðar
Garðaskóla. Hann
var ákafur íþrótta-
maður, spilaði fótbolta, tennis og
fleiri íþróttir, en hann hafði alla
tíð mikinn áhuga á íþróttum og
Snillingur. Það er mikið lagt í
þetta einstaka orð. Og nú um
stundir er því svo farið í íslenskri
umræðu að það hefur að ein-
hverju leyti misst marks. Eins og
svo margt annað er það ofnotað
og misnotað. Í tilviki Þórólfs
Sverrissonar er það hins vegar
vel notað. Einmitt í því tilviki
heldur það merkingu sinni.
Hann skreytti ekki vinnu sína
mörgum orðum. En þess þá held-
ur að dáðst var að allri þeirri ein-
beitni og íhygli sem auðkenndi
hverja hans framkvæmd í stóru
og smáu. Og strax sem barn varð
hann fullorðinn í sínum verkum,
svo traustur og ráðagóður að allir
vildu njóta hans krafta og gáfna.
Við söknum fólks af því það er
okkur mikilvægt. Sá söknuður
verður að fallegri minningu sem
yljar okkur og skýlir. Og einmitt
Þóró er þessi eldur sem verður
ekki slökktur í okkur. Og allra
síst í Þóru og Sverri og öllu því
góða fólki sem við viljum núna
umvefja og faðma þegar söknuð-
urinn er sárastur.
Sigmundur Ernir.
Elsku Þóró, það er erfitt að
rita nokkur orð og kveðja þig.
Við syrgjum og söknum þín, það
er svo sárt. Minningar eigum við
um fallega og ljúfa drenginn okk-
ar og yljum okkur við þær. Við
vitum að þér líður vel núna í
faðmi Guðs og að vel var tekið á
móti þér af Sigrúnu ömmu og
mörgum sem á undan þér eru
gengnir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Með sárum söknuði,
Þorbjörg amma og
Sverrir afi.
Þórólfur
Sverrisson
hans Óla á Akureyri og við
systkini mín og og börn Sigrún-
ar finnum öll til samkenndar
með börnum og barnabörnum
Helgu fyrir þennan mikla missi.
En við höfum hvert annað. Sem
betur fer erum við fjölskylda og
eigum hvert annað að.
Elsku Helga. Við búum að
hlýju þinni og gleði og skulum
reyna að miðla henni áfram.
Þín
Ragnheiður.
Helga móðursystir mín er
fallin frá og hennar verður
minnst með alveg sérstökum
hlýhug. Helga var yngst í
stórum systkinahópi úr Krossa-
nesi við Eyjafjörð og hafði þang-
að sterkar taugar alla tíð þótt
hún hafi mestallt sitt líf búið
annars staðar. Helga var
óvenjuglæsileg kona á velli, bar
sig vel þannig að eftir var tekið.
Glaðværð hennar og jákvæðni,
kímið bros og kankvíst augna-
ráð, eru samofin minningunni
um hana í bland við einlæga
hlýju sem alltaf stafaði af nær-
veru hennar.
Helga var skarpgreind kona
sem fylgdist alla tíð vel með og
var einstaklega vel heima í flest-
um þeim málum sem á góma bar
í almennri umræðu. Dæmi um
það er hversu vel hún náði að til-
einka sér tölvutæknina og að
fylgjast með þjóðfélagsumræðu
jafnt í hefðbundnum miðlum
sem á samfélagmiðlum og blogg-
síðum. Samræður við hana gátu
því verið mjög gefandi og hún
var fljót að greina aðalatriði frá
aukaatriðum og finna kjarna
máls. Hún hikaði ekki við að
taka afstöðu en var þó ávallt
tilbúin að hlusta á mótrök og
taka tillit til þeirra. Viðhorf
hennar einkenndust af öfgaleysi
og heilbrigðri skynsemi, sem
mér finnst raunar að hafi verið
einkennandi fyrir allan hennar
lífsstíl. Hún lét mótlæti, smátt
og stórt, ekki buga sig en tók
því með þeirri reisn sem henni
var eðlislæg.
En auk þess að fylgjast al-
mennt með samfélagsmálum
sem Helga ræddi mjög gjarnan
við eftirlifandi systur sínar Ás-
laugu og Sigrúnu, þá fylgdist
hún vel með öllu sem varðaði
fjölskyldu og ættingja. Er nú
skarð fyrir skildi og sár verður
söknuður þeirra systra. Í Helgu
og þeim systrum áttu og eiga
börn, ættingjar og venslafólk
vísan stuðning og málsvara í
hverju sem þau á annað borð
tóku sér fyrir hendur. Oft furð-
aði maður sig á hve góða yfirsýn
Helga virtist hafa yfir hvað hinir
ýmsu meðlimir stórfjölskyldunn-
ar voru að gera jafnt á opinber-
um sem einkavettvangi, en slíkt
helgaðist af einlægum áhuga
hennar og umhyggju fyrir sínu
fólki.
Ég og fjölskylda mín vorum
svo lánsöm að eiga nokkrar góð-
ar samverustundir með Helgu
hér á Akureyri síðustu misseri.
Þær stundir eru dýrmætar og
fyrir þær erum við þakklát.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar votta börnum Helgu,
þeim Þórhalli, Guðrúnu og
Ragnari, ásamt fjölskyldum
þeirra innilega samúð.
Birgir Guðmundsson.
Aldur er afstæður. Helga var
sjö árum yngri en mamma, tvö
systkin á milli, Óli og Áslaug.
Helga var yngst í sjö systkina
hópi, litla jólabarnið. Hún fædd-
ist á aðfangadagskvöld og við
höfum margsinnis heyrt söguna
um gjöfina góðu sem þau fengu
öll; í vonskuveðri og kafsnjó, svo
læknirinn þurfti að berjast út
eftir með fylgd. Litlu stelpurnar,
mamma og Áslaug, héldu að
þær væru að fá dúkku í jólagjöf
þegar afi kom fram og sagði
þeim að komin væri lítil stúlka.
Mamma hefur alltaf litið á hana
sem stelpu af því að hún var
yngst og fannst hún eiginlega
eins og við dæturnar enda rugl-
aði hún oft nöfnum okkar saman
(„já Helga, nei Guðrún“).
Um jólin 1995 hittust systk-
inin fimm sem þá voru á lífi á
Flórída ásamt mökum þar sem
þau héldu upp á sextugsafmæli
Helgu. Ég bjó í Svíþjóð en ætl-
aði að koma til Íslands yfir jólin.
Mamma vildi varla fara því hún
þyrfti að vera heima til að taka á
móti mér. Ég hvatti þau til far-
arinnar og bauðst til að passa
húsið og kisu. Stuttu seinna
hringdi hún með nýja hugmynd:
Hvort ég kæmi ekki bara með til
Flórída. Það yrði svo gaman fyr-
ir Helgu. Hún væri sú eina sem
væri ein og við tvær gætum far-
ið saman á djammið og þyrftum
ekki að vera alltaf með þeim
gamla hjónafólkinu. Ég vildi að
ég hefði farið, Helga hefði
örugglega orðið góður djamm-
félagi.
Helga var skörp og skemmti-
leg kona fyrir utan að vera sér-
lega glæsileg. Hún var mikill óp-
eruunnandi en líka mjög vel
heima í annarri tónlist, bók-
menntum, leiklist og myndlist.
Hún var lokuð um sjálfa sig en
samt hláturmild og glaðleg og
alltaf gaman að hitta hana. Hún
hafði mikla reisn og elegans.
Þær systur þrjár, allar ekkjur
síðan 2009, hafa haft mikið og
náið samband. Voru með leik-
húsmiða saman, fóru á tónleika,
hittust og töluðu saman daglega.
Mamma og Helga alltaf og oft
lengi.
Þær höfðu báðar mikinn
áhuga á ættfræði og áttu löng
samtöl um ættir fólks sem var í
kastljósi umræðunnar hverju
sinni. Það var mikil framför þeg-
ar þráðlausir símar komu á
markað því þá gat mamma farið
í bækurnar sínar Samtíðarmenn,
Læknatal, Kennaratal og hvað
þær heita nú allar og flett fólki
upp meðan þær töluðu saman.
Því ekki skyldi farið með neitt
fleipur.
Helga var yngst og kannski
var ég farin að líta á hana með
augum mömmu, eða næstum
sem jafnöldru mína. Hún var svo
ung og hress og því erfitt að
sætta sig við að hún skuli vera
farin.
Tolla, Guðrúnu, Ragga og
fjölskyldum, mömmu og Áslaugu
votta ég mína dýpstu samúð.
Guðrún Ragnheiður
Jónsdóttir.
Í dag kveðjum við þig, elsku
Helga mín. Þú varst stórglæsi-
leg kona og umfram allt svo
skemmtileg. Hláturinn þinn sit-
ur fast í mér. Þú varst alltaf eins
og unglingur, svo hress og það
var gott að vera í þínum fé-
lagsskap.
Ég vil þakka þér fyrir allar
yndislegu samverustundirnar
okkar. Kanarí-jólaferðin okkar,
þar sem við spiluðum öll mikið
og nutum lífsins, matarboðin og
aðrar góðar samverustundir. Nú
er mikið tóm hjá fjölskyldunni,
þið Guðrún, Anna Dís og Eva
voruð svo nánar og sætar sam-
an, þín verður sárt saknað.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þér, elsku Helga mín.
Við sjáumst síðar og skálum og
hlæjum saman.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Arnheiður Leifsdóttir.
Helga var einstaklega væn og
elskuleg kona, hæversk og hlý-
leg í fasi. Hún hafði til að bera
góða greind, ríka kímnigáfu og
smitandi hlátur, í stuttu máli
sagt; hún hafði mjög góða nær-
veru. Ég átti þeirri gæfu að
fagna að starfa með henni í ára-
raðir er hún var læknaritari á
Grund. Hún var elskuð af skjól-
stæðingum mínum, þeim ávallt
hjálpsöm og skilningsrík. Svo
mikið sem hún hélt sig til hlés
þá var þó eftir henni tekið, há-
vaxinni og glæsilegri, þar sem
hún gekk um götur gamla Vest-
urbæjarins, en þar bjó hún og
starfaði síðari hluta ævinnar.
Með Helgu er gengin gáfuð
og góð kona, sem hafði ekki
hátt, gekk á einskis manns hlut
og öllum þótti vænt um. Fyrir
allt það og fyrir vináttu hennar
og elskusemi í minn garð mun
ég ávallt minnast hennar með
söknuði og hlýju í hjarta. Börn-
um hennar og öðrum aðstand-
endum votta ég dýpstu samúð
mína.
Árni Tómas Ragnarsson.
Eitt það versta við að eldast
er að þurfa að horfa á eftir
gömlum og góðum vinum. Við
skólasysturnar kveðjum í dag
kæra vinkonu, Helgu Brynjólfs-
dóttur. Haustið 1953 mættum
við í nýstofnaðan Menntaskóla
að Laugarvatni. Framundan var
fjögurra ára nám og dvöl á
heimavist. Við bjuggum á hæð-
inni fyrir ofan kennslustofurnar,
þrjár eða fjórar saman í her-
bergi. Kynni okkar urðu mjög
náin á þessum árum, kynni sem
haldast til æviloka. Helga var
alltaf sérlega skemmtileg og
glaðsinna. Hún var þekkt fyrir
sitt góða skap og dillandi hlátur.
Þegar skólaleikrit voru sýnd hló
Helga svo dátt að henni var boð-
ið á næstu sýningar, því leik-
ararnir vissu að hláturinn henn-
ar myndi smita áhorfendur.
Söngur var mikilvægur þáttur í
skólastarfinu og Helga hafði háa
og fallega sópranrödd, sem kór-
stjórinn okkar Þórður Kristleifs-
son kunni vel að meta.
Eftir stúdentspróf og eftir-
minnilega ferð hópsins til Lond-
on og Parísar skildu leiðir eins
og gengur. Ekki voru aðeins
hnýtt ævilöng vinabönd í hinu
nána samfélagi heimavistarskól-
ans heldur var stofnað til
margra hjónabanda. Þar fundu
Helga og Eyþór Ómar hvort
annað, sem var upphaf að far-
sælu hjónabandi. Þau bjuggu
nokkur ár í Þýskalandi meðan
Ómar var við nám, en eftir
heimkomuna bjuggu þau í
Reykjavík og um tíma í Ólafsvík.
Áfallið var mikið fyrir Helgu og
börnin þegar Ómar lést skyndi-
lega langt um aldur fram. Helga
hélt reisn sinni og axlaði áfram
sitt hlutverk. Þegar börnin kom-
ust á legg hóf hún störf á Dval-
arheimilinu Grund og þar var
ekki tjaldað til einnar nætur því
hún vann þar til starfsloka.
Helga talaði ævinlega hlýlega
um vinnustaðinn og samstarfs-
fólkið og sýndu þau henni
tryggð alla tíð.
Fljótlega eftir að skólagöng-
unni lauk stofnuðum við sauma-
klúbb og öll þessi ár höfum við
hist reglulega, fylgst hver með
annarri í blíðu og stríðu og rætt
sameiginleg áhugamál. Helga
fylgdist vel með, hafði unun af
að sækja leikhús, tónleika sem
og aðra listviðburði. Hún naut
þess að ferðast, hvort sem var
innanlands eða utan. Það var
gaman að hitta Helgu, alltaf var
stutt í hláturinn og ekki vantaði
góða skapið. Sérlega var gaman
að koma til hennar í hlýlegu
íbúðina á Brekkustígnum. Síð-
asta skiptið þegar við hittumst,
skömmu fyrir jól, var hún kát og
glöð eins og hún átti að sér og
ekki var að sjá að neitt amaði
að.
Elsku Helga, við söknum þín
sárt, andlát þitt bar svo óvænt
að. Við hlökkuðum til að hittast
hjá þér í næsta saumaklúbbi.
Eftir situr góð minning um þig,
hlátur, gleði og hlý kynni, sem
aldrei mun bera skugga á. Okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar og eftirlifandi
systra.
Auður, Ingveldur
(Inga), Margrét
(Magga), Sigrún
og Þyri Huld.