Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Skór
20% afsláttur
Sími 588 8050.
- vertu vinur
TILBOÐ Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri. Stakar stærðir.
TILBOÐSVERÐ: 3.500.-
TILBOÐ Vandaðir dömukuldaskór úr
mjúku leðri, fóðraðir og með góðan
sóla. Stakar stærðir.
TILBOÐSVERÐ: 5.500.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Teg. 456809 Vandaðir herravetrar-
skór úr leðri, sympatex-fóðri og
góðum sóla. Litur brúnt. Stærðir:
4-47. Verð: 22.500.
Teg. 207802 Vandaðir herravetrar-
skór úr leðri, sympatex-fóðri og
góðum sóla. Litur brúnt. Stærðir:
41-46. Verð: 23.500.
Teg. 416501 Þessir frábæru herra-
kuldaskór komnir aftur! Mjúkt leður,
gæruskinnsfóður, góður sóli og tveir
rennilásar sitthvoru megin. Litur:
svart. Stærðir: 40-48 Verð: 20.800.
Teg. 408501 Þessir frábæru herra-
kuldaskór komnir aftur! Mjúkt leður,
gæruskinnsfóður, góður sóli. Litur:
svart. Stærðir: 41-46. Verð: 22.400.
Teg. 408503 Þessir frábæru herra-
kuldaskór komnir aftur! Mjúkt leður,
gæruskinnsfóður, góður sóli. Litir:
brúnt og svart. Stærðir: 40-48.
Verð: 26.900.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Smáauglýsingar
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!
MOGGINN Í
IPADINN
WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD
✝ Guðbjörg Guð-bjartsdóttir
fæddist á Hjarðar-
felli í Miklaholts-
hreppi 17. október
1920. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 3. janúar
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjartur
Kristjánsson, f.
18.11. 1878, d. 9.9.
1950, og Guðbranda Þorbjörg
Guðbrandsdóttir, f. 22.11. 1884,
d. 19.8. 1957. Guðbjörg var yngst
átta systkina, en þau voru (í ald-
ursröð): Alexander, f. 5.3. 1906.
d. 21.4. 1968, Guðbrandur, f.
23.4. 1907, d. 10.8. 1994, Kristján,
f. 18.1. 1909, d. 10.12. 2000, Sig-
ríður Elín, f. 22.2. 1911, d. 15.5.
2002, Þorkell Ágúst, f. 7.10. 1915,
d. 9.10. 1981, Gunnar, f. 6.6. 1917.
d. 17.3. 1991, Ragnheiður, f. 15.2.
1919, d. 7.8. 2010.
og Helga á Ölmu. Áslaug, f. 17.7.
1953, maki Nikulás Hall. Þau
eiga Helga Tómas, sambýliskona
Hildur Arnardóttir, Þorbjörgu
Daphne, maki Heiðar Sumar-
liðason, Þorgerði Eddu, sam-
býlismaður Mathias Susaas Hal-
vorsen og Hildigunni Önnu,
unnusti Jörundur Jörundsson.
Þorbjörg á Áslaugu Elínu.
Barnabörn Guðbjargar eru því
níu og langömmubörn níu. Guð-
björg og Helgi bjuggu allan sinn
búskap í Reykjavík.
Guðbjörg var við nám í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni vet-
urna 1936-7 og 1937-8. Hún var
síðan á Húsmæðraskólanum á
Laugalandi í Eyjafirði veturinn
1941-42. Guðbjörg helgaði heim-
ilinu starfskrafta sína mestan
hluta ævinnar en vann ýmis af-
leysingastörf á sumrum. Eftir lát
eiginmannsins starfaði hún
nokkur ár sem gæslukona á
Þjóðminjasafninu. Guðbjörg var
annáluð hannyrðakona og í fór-
um afkomenda hennar má finna
ýmsa muni sem hún vann af
miklu listfengi og eljusemi.
Útför Guðbjargar verður gerð
frá Áskirkju í dag, 23. janúar
2015, kl. 13.
Hún giftist Helga
J. Halldórssyni, f.
17. nóvember 1915,
d. 13. október 1987,
cand. mag. frá Kjal-
vararstöðum í
Reykholtsdal 24.
febrúar 1945. Helgi
og Guðbjörg eign-
uðust fjórar dætur.
Þær eru: Sigrún, f.
11.5. 1945, maki Ari
Arnalds. Þau eiga
Þorstein, maki Þórunn Elín Pét-
ursdóttir og Guðbjörgu Höllu,
maki Kyle Gates. Þorsteinn og
Þórunn eiga dæturnar Svanhildi
Margréti og Sigrúnu Mörtu.
Guðný, f. 2.8. 1947, unnusti Ingi-
mundur Gíslason. Þorbjörg, f.
18.5. 1951, maki Jørgen Højgård
Jørgensen. Þau eiga Jakob,
Önnu, maki Anders Gaden og
Helgu, sambýlismaður Durval de
Rocha. Jakob á Fríðu og Egil,
Anna á Gústaf, Ástu og Konráð
Hún Guðbjörg amma okkar var
engin venjuleg amma. Óhætt er að
segja að hún hafi ekki átt síðri þátt
í uppeldi okkar systkinanna en for-
eldrarnir. Á hverjum degi kom
hún heim á Brúnaveginn og tók á
móti okkur þegar við komum heim
úr skólanum. Okkar beið ávallt
dýrindis hádegisverður og kaffi-
tími með heimabakkelsi. Kakósúp-
an hennar ömmu var alltaf í sér-
stöku uppáhaldi ásamt
snúðakökunni. Amma fór með
okkur í hinar ýmsu vettvangsferð-
ir; í sund, á tónleika, í Viðey, á Ár-
bæjarsafn eða Þjóðminjasafnið
þar sem hún hafði starfað síðustu
ár starfsævinnar.
Þá var amma ekki bara góð við
okkur barnabörnin heldur líka alla
þá fjöldamörgu krakka sem við
drógum með okkur heim. Alltaf
voru einhver aukabörn með okkur
á Brúnaveginum og kom amma
fram við alla af sömu hlýjunni. Vin-
ir okkar bættust fljótt í ömmu-
barnahópinn sem hún sinnti af ein-
stakri natni. Hún hjálpaði okkur
með heimalærdóminn, kenndi
okkur að prjóna og var óhrædd við
að segja okkur til, aga og hjálpa
okkur öllum að verða betri mann-
eskjur.
Það sem einkenndi helst heim-
sóknir til ömmu á Kleppsveginn
var rokið fyrir framan húsið henn-
ar, skipin sem hægt var að fylgjast
með sigla út úr höfninni, útsýnið
yfir Esjuna og Snæfellsnesið,
ásamt hlýjunni og matarilminum
sem ávallt tók á móti okkur.
Amma var alltaf fús til þess að
segja okkur sögur frá fyrri tíð,
hvort sem það var af fimleikaferð-
um til Evrópu, sumarfríi í Amer-
íku eða frásagnir af heyskap og
ofsaveðrum á Hjarðarfelli á Snæ-
fellsnesi þar sem hún ólst upp.
Það sem einna ótrúlegast var
við ömmu var að hún virtist vera
botnlaus brunnur af orku og dugn-
aði. Hún synti á hverjum morgni í
Laugardalslauginni, fór allra sinna
ferða ýmist fótgangandi eða með
strætó um allan bæ og gekk í
hvaða verk sem var, bæði á sínu
eigin heimili og okkar. Svo var hún
mikil handavinnukona og við
fylgdumst með henni sauma kjóla
og dúkkuföt, sauma út og búa til
bútasaumsteppi, prjóna óteljandi
peysur, sokka og vettlinga, búa til
keramikskálar, diska, bolla,
blómavasa og mála á postulín. Með
öllum þessum fallegu munum get-
um við ávallt minnst ömmu.
Helgi, Þorbjörg,
Þorgerður og Hildigunnur.
Mér fannst aldrei sérlega
skemmtilegt í leikskóla. Um há-
degi tók hins vegar dagurinn nýja
og betri stefnu þegar afi sótti mig
á gulu Cortinunni og við fórum
heim til ömmu Guðbjargar í há-
degismat. Maturinn var aldrei af
lakari gerðinni, þverskorin ýsa
með hömsum, lærissneiðar steikt-
ar í raspi eða eitthvert annað góm-
sæti. Og alltaf eftirmatur eins og
rabarbaragrautur með rjóma-
blandi. Ég dafnaði vel en elda-
mennska mömmu, sem reyndi að
bjóða upp á heldur nútímalegri
kost, féll í skuggann.
Til tíu ára aldurs var húsið í
Vatnsholtinu, þar sem amma og afi
bjuggu, miðpunktur tilveru minn-
ar. Þrátt fyrir að búa langt í burtu
sótti ég skóla þar nálægt og kom
heim til ömmu er skóla lauk. Þegar
búið var að ganga frá eftir matinn
tóku við ýmiss konar leikir og
störf. Við skrifborðið í gamla her-
berginu hennar Guðnýjar, móður-
systur minnar, kenndi amma mér
að lesa. Hún kenndi mér einnig að
prjóna og margt annað gagnlegt.
En amma var líka góður leikfélagi,
hún kenndi mér Marías og spilaði
við mig löngum stundum en eft-
irminnilegast var samt að fara
með henni í feluleik. Þó að ég ætti
sjálfsagt erfitt með að fela mig svo
vel væri við svipaðar aðstæður í
dag voru fjöldamargir góðir felu-
staðir fyrir barn og netta konu í
húsinu hennar ömmu. Við vorum
reyndar búin að kortleggja þá
nokkuð vel, svo þegar kallað var
„hó“ var byrjað á að leita á bestu
felustöðunum. Eitt sinn var amma
hins vegar búin að fela sig svo
rækilega inni í fataskáp, bak við
föt að ég fann hana ekki fyrr en í
þriðja skiptið sem ég gáði þangað
inn!
Afi og amma voru sérlega sam-
rýnd og taktur lífsins breyttist því
mikið hjá ömmu þegar afi dó. Hún
flutti úr Vatnsholtinu niður á
Kleppsveg, virkið var fallið. Tómið
sem afi skildi eftir fyllti amma að
nokkru leyti með því leyfa nýjum
hópi barnabarna að njóta góðs af
umhyggju sinni. Amma var lengst
af vel á sig komin líkamlega og frá
á fæti. Þegar hún var komin vel á
níræðisaldur lét hún sig ekki muna
um að ganga af Kleppsveginum
niður í miðbæ og aftur til baka. Á
tímabili hélt ég að hún yrði eilíf.
En því miður er lífið fallvalt og
ekki þarf nema litlar þúfur til að
stefna lífsins breytist og hlutir
þróist á verri veg. Sem betur fer
fengu dætur mínar, Svanhildur
Margrét og Sigrún Marta, þó að
kynnast langömmu og hún þeim.
Fyrir það erum við ákaflega þakk-
lát.
Við munum minnast ömmu með
söknuði og þakklæti fyrir allt það
sem hún veitti okkur. Blessuð sé
minning Guðbjargar Guðbjarts-
dóttur.
Þorsteinn Arnalds.
Gamalt myndaalbúm geymir
ljósmynd af tveimur ungum stúlk-
um sem sitja brosmildar á vélarhlíf
bifreiðar og í baksýn má greina
Húsmæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði. Klæðnaður og hár-
greiðsla minnir á kvikmynda-
stjörnur stríðsáranna. Myndin er
tekin vorið 1942 og er af móður
minni og mágkonu hennar, föður-
systur minni, Guðbjörgu Guð-
bjartsdóttur, sem nú er látin á 95.
aldursári. Þær voru þá að kveðja
skólann sem þær sóttu saman og
lærðu þar þau fræði sem þóttu
nauðsynleg ungum stúlkum sem
vildu mennta sig til húsmæðra-
starfs sem beið þeirra flestra. Ég
veit fyrir víst að á Laugalandi
lærðu mágkonurnar báðar margt
nytsamlegt sem gagnaðist þeim á
langri ævi og þar unnu þær marga
fallega muni sem síðar prýddu
heimili þeirra. Áður voru þær sam-
tímis við nám í Héraðsskólanum á
Laugarvatni þar sem ungt fólk
víðsvegar af landinu kynntist og
margir bundust vináttu- og
tryggðarböndum. Þær voru af
þeirri kynslóð sem er að hverfa en
ólst upp við lífskjör sem nú til dags
þættu ekki boðleg en á æviskeiði
þeirra braust þjóðin úr viðjum fá-
tæktar og til nútímaþjóðfélags
með öllum þeim tækifærum sem
nú bjóðast. Ég tel víst að ef Guð-
björg frænka mín hefði verið ung í
dag hefði hún farið í langskólanám
og veist það létt með sínum góðu
gáfum og vinnusemi. Þess í stað
varð hún fyrirmyndarhúsfreyja
sem rak heimili sitt og eiginmanns
síns, Helga J. Halldórssonar, af
miklum myndarbrag. Heimilið
einkenndist af áhuga hjónanna á
bókmenntum, leiklist og tónlist og
voru hjónin samtaka um að veita
dætrum sínum gott uppeldi. Þang-
að var gott að koma bæði fyrr og
síðar og njóta gestrisni húsráð-
enda sem lögðu sig fram um að
rækta bönd vináttu og frændsemi.
Við hjónin og elstu börnin okkar
minnumst þess sérstaklega hvað
okkur þótti gott að koma á heimilið
í Vatnsholtinu við margvísleg
tækifæri þegar við ung að árum
höfðum stofnað heimili í höfuð-
borginni fjarri foreldrum og systk-
inum. Þá var ómetanlegt að eiga
góða frænku sem ávallt var
reiðubúin til liðsinnis.
Guðbjörg var áttunda og yngsta
barn foreldra sinna auk tveggja
uppeldisbræðra og kveður síðust.
Hún bar nafn móðurömmu sinnar
Guðbjargar Vigfúsdóttur frá
Hraunhöfn í Staðarsveit. Mjög ná-
ið var með Guðbjörgu og systrum
hennar þeim Elínu og Ragnheiði
og hef ég oft heyrt að þær hafi all-
ar þótt hver annarri fríðari og
glæsilegri stúlkur og undrar það
engan sem þekkti þær. Mér er í
minni gleði ömmu minnar og ann-
ars heimilisfólks á Hjarðarfelli
þegar systurnar sem bjuggu í
Reykjavík, Elín og Guðbjörg,
komu í heimsókn vestur. Oft voru
börn þeirra með í för og við tóku
gleðidagar okkar barnanna sem
geymast í minningunni.
Guðbjörg hélt heimili fram yfir
nírætt en dvaldi síðustu árin á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli þar
sem móðir mín hafði áður verið sín
síðustu ár. Þá sýndi Guðbjörg
móður minni einstaka vináttu og
ræktarsemi með heimsóknum sín-
um. Ég kveð frænku mína með
þakklæti fyrir allt gott frá fyrstu
tíð og sendi dætrum hennar,
tengdasonum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur.
Hallgerður Gunnarsdóttir.
Við fráfall Guðbjargar verða
kynslóðaskipti í Hjarðarfellsætt.
Hún fæddist inn í vor sjálfstæð-
is þjóðarinnar, blómatíma ung-
mennafélagshreyfingarinnar og
mikla bjartsýni á að menntun og
framfarir myndu leiða íslenska
þjóð til hagsældar. Og þetta var
líka kynslóð sem lyfti Grettistaki,
ólíklegt er að nokkrir eigi eftir að
lifa jafnmiklar samfélagsbreyting-
ar á einu æviskeiði og þau gerðu.
Guja, eins og hún var kölluð, sótti
héraðsskóla og húsmæðraskóla.
Hún kom til baka, með nýjar upp-
skrifir, meðal annars að grænkáls-
jafningi, og furðu sló á heimilis-
fólkið á Hjarðarfelli, kýrfóður á
borðum hjá skólagenginni stúlk-
unni.
Hjarðarfell var á uppvaxtarár-
um Guju menningarheimili. Sím-
stöð var á bænum, þjóðvegurinn
lagður um bæjarhlaðið áleiðis yfir
Kerlingarskarð í Stykkishólm.
Húsbóndinn var hreppstjóri og sat
á Búnaðarþingi þannig að hús-
freyjan stóð oft í ströngu. Í dag
væri það kölluð vinnuharka.
Ástin vitjaði heimasætu á
Hjarðarfelli þegar brúavinnu-
flokkur undir stjórn Sigfúsar
Tryggva Kristjánssonar brúar-
smiðs lagði brýr fyrir Mýrarnar.
Flokksstjórinn Sigfús og Sigríður
Elín, elsta heimasætan felldu hugi
saman. Þau urðu síðar amma mín
og afi. Annað sumar fór Sigfús
með flokkinn í Borgarfjörð, þá var
ráðskonan mágkona hans Guð-
björg. Einn af verkamönnunum í
flokknum var Helgi J. Halldórsson
stúdent og nemi í íslensku við Há-
skóla Íslands og Helgi lagði snörur
sínar fyrir Guju. Þær systur fluttu
því báðar á mölina.
Helgi og Guja urðu samtaka
hjón og heimili þeirra er í minning-
unni einstakt. Þeim fylgdi báðum
arfur íslenskar sveitamenningar,
henni af Snæfellsnesi, honum úr
Borgarfirði og dæturnar fjórar
fengu allar bestu hugsanlegu
menntun, bóknám, tónlistarnám
og kennslu í hannyrðum og heim-
ilisrekstri.
Ungt frændfólk þeirra beggja
utan af landi bjó gjarnan á heimili
þeirra hjóna á meðan það stundaði
nám í Reykjavík, þannig sýndu
Guja og Helgi í verki hvað þau
töldu ungu fólki mikilvægt að hafa
tækifæri til náms.
En það er andrúmsloftið á
heimili þeirra, áhuginn sem þau
sýndu öllum ungmennum, sem lif-
ir. Þau höfðu einlægan áhuga á
allri menntun og æfðu okkur í upp-
lestri , þannig las ég Sálminn um
blómið eftir Þórberg í fyrsta sinn.
Gilsbakkaþulan var sungin þegar
laufabrauðið var skorið og jólatréð
skreytt með íslenska fánanum.
En það var ekki bara menning
og menntun sem var þeirra aðal.
Það var líka hjálpsemi og frænd-
semi í orðsins bestu merkingu.
Þegar veikindi herjuðu á í stórfjöl-
skyldunni kom Guja frænka og
hjálpaði til við þvottana og þegar
móðir mín varð ekkja 33 ára með
tvö börn voru það Guja og Helgi
sem buðust til að gæta yngra
barnsins – gerast dagforeldrar –
og líta líka eftir því eldra. Eldra
barnið var ég og gleymi ég aldrei
atlæti þeirra á þessum erfiðu tím-
um í lífi okkar mæðgna.
Konum í Hjarðarfellssætt er
lýst sem stórlyndum, jafnvel hof-
móðugum. Sé svo eru það allt
mannkostir þegar Guja á í hlut.
Hún flutti með sér hvar sem hún
fór það besta úr aldagamalli ís-
lenskri sveitamenningu og lagði
þannig sitt af mörkum til að
byggja upp íslenskt borgarsam-
félag.
Ragnheiður Gunnarsdóttir.
Guðbjörg
Guðbjartsdóttir