Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 42

Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Davíð Berndsen er þessa stundina að vinna að sinni þriðjuplötu undir nafninu Berndsen og stefnt er á að hún komi út íhaust. Svo er Davíð á leið til Dúbaí og einnig Þýskalands í mars til halda tónleika. „Þetta verður spennandi, ég hef aldrei spil- að í Dúbaí áður en ástæðan fyrir því að við erum að fara að spila þar er að menn þaðan sáu okkur spila á Airwaves og buðu okkur að halda tónleika í Dubaí. Svo er ég með útvarpsþætti á Alvarpinu, sem er hlaðvarpsstöð á netinu. Þeir heita Júpíter og í þáttunum spjalla ég við tónlistarfólk og er að vinna að mínum þriðja þætti. Akkúrat núna er ég síðan að undirbúa stóra afmælisveislu sem verður haldin heima í kvöld.“ Davíð lauk prófum frá hljóðtækniskóla í Hollandi og er núna í leiðsögunámi í Endurmenntun HÍ en hann byrjaði í því í haust. „Áhugamálin núna eru því menning og saga Íslands og ferðalög. Svo hef ég líka mjög gaman af að elda. Við mamma ætlum að elda eitthvað saman fyrir veisluna í kvöld.“ Foreldrar Davíðs eru Eydís Mikaelsdóttir og Ellert Friðrik Berndsen, sambýliskona Davíðs er Guðrún Harðardóttir arkitekt en dóttir þeirra er Högna Davíðs- dóttir, sem er rúmlega eins og hálfs árs. Davíð Berndsen er þrítugur í dag Morgunblaðið/Ernir Berndsen Davíð er að vinna að sinni þriðju plötu. Á leið í tónleika- ferðalag í Dúbaí Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Í dag, 23. janúar, er Petrína Gísla- dóttir níræð. Hún tekur á móti gest- um laugardaginn 24. janúar í Boð- anum í Boðaþingi á milli kl. 15 og 17. Árnað heilla 90 ára Reykjavík Sóley Rós Sigurðardóttir fæddist 8. október 2013. Foreldrar hennar eru Hólmfríður Guðmunds- dóttir og Sigurður Aðalgeirsson. Nýir borgarar G uðmunda fæddist í Bol- ungarvík 23.1. 1920 og ólst þar upp á Grundum fyrstu sex árin en faðir hennar drukknaði, er hún var á fjórða árinu. Hún flutti með móður sinni að Látrum í Aðalvík 1926, fór ásamt móður sinni til systur sinnar á Ísafirði ári síðar þar sem þær mæðg- ur bjuggu til 1932 en þá fluttu þær til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin við Smiðjustíg. Guðmunda fór ung til Kaupmanna- hafnar og hóf þar söngnám við Kons- ervatoríið 1939. Aðalkennari hennar þar var Dóra Sigurðsson prófessor. Þá stundaði hún nám hjá Kristian Riis í Kaupmannahöfn, Madame Fourest- hier í París og hjá Florence Bower í New York. Guðmunda söng í óperum, hélt tón- leika á Íslandi og víða erlendis, söng t.a.m. við hátíðarmessu á jólum í Hvíta húsinu í forsetatíð Eisenhowers. Þar söng hún m.a. Heims um ból á fimm tungumálum og síðan söng hún þar í þrjú önnur skipti. Eldri Íslendingum er Guðmunda minnisstæð sem Madame Flora í Miðl- inum eftir Menotti og sem Maddalina í Guðmunda Elíasdóttir óperusöngkona – 95 ára Afkomendur Hans Alberts: Liam Hans, Henrik með Sigurey Unu og Hans Albert, Guðmunda, Helen Sif og Milena. Söng fyrir Eisenhower Barnabörn Sifjar og Stefáns: Gabriel ,Guðmunda, Mikael, Sara og Hekla Sif. - með morgunkaffinu Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Hlaupakettir og talíur Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli - lyftigeta allt að 9000 kg. Rafdrifnar keðjutalíur - lyftigeta allt að 4000 kg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.