Morgunblaðið - 23.01.2015, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Rafmagnað samband við áskrifendur
Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Á morgun, laugardag, klukkan 18
verður opnuð ný sýning í Safni, sýn-
ingarsal um listaverkasafn hjónanna
Péturs Arasonar
og Rögnu Ró-
bertsdóttur á
Bergstaðastræti
52. Sýningin ber
titilinn < alin I og
undirtitilinn „val-
in smáverk úr
safneign Péturs
Arasonar og
Rögnu Róberts-
dóttur“.
Sýningarstjóri
er Birta Guðjónsdóttir, fyrrverandi
sýningarstjóri í Safni, samtíma-
listasafni Péturs og Rögnu sem var
við Laugaveg á árunum 2005-2008,
núverandi deildarstjóri sýninga-
deildar Listasafns Íslands.
Á sýningunni < alin I eru um 70
verk úr eigu Péturs og Rögnu sem
öll eru undir einni alin, eða 48 senti-
metrum, að stærð. Þau eru valin úr
miklum fjölda smærri listaverka í
safneigninni sem telur um tvö þús-
und verk. Pétur og Ragna starfs-
rækja tvö sýningarými, við Berg-
staðastræti og í Berlín. Í safni þeirra
eru verk eftir fjölda íslenskra lista-
manna en jafnfram marga listamenn
sem hafa verið í framlínu alþjóð-
legrar myndlistar undanfarna ára-
tugi. Á sýningunni, sem verður opn-
uð á morgun, má bæði sjá verk sem
þekkja má frá fyrri sýningum úr
safneigninni sem og önnur sem aldr-
ei hafa verið sýnd opinberlega.
Leikur með verkin
Að sögn Birtu ræðst val verka á
sýningunni af nokkrum þáttum,
meðal annars löngun til að varpa
ljósi á heild safneignarinnar og teng-
ingar á milli verka innan hennar,
stærð sýningarýmisins við Berg-
staðastræti og breidd í hugmynda-
fræði og afstöðu listamanna, sem
eiga verk í eigninni.
„Eftir að Safni við Laugaveg var
lokað hef ég sett upp í Listasafni
Reykjavíkur tvær sýningar á safn-
eign Péturs og Rögnu,“ segir Birta.
Á þeim voru ólíkir miðlar útgangs-
punkturinn, annars vegar ljós-
myndin og hins vegar teikning eða
línan; miðlar sem eru einkennandi
fyrir viðamikla safneignina. „Þau
eiga svo mikinn fjölda áhugaverðra
og merkilegra verka og langar að
geta deilt þeim með sem flestum.
Þess vegna hafa þau opnað þessi tvö
sýningarrými, í Reykjavík og Berlín.
Þau eru þar að tala við sitthvorn
gestahópinn; í Berlín gjarnan gesti
sem þekkja minna til þeirra og til ís-
lensku listamannanna sem eiga verk
í safneigninni og þar leggja þau
áherslu á sýningar með einum til
þremur listamönnum í senn, íslensk-
um að mestu. Einnig sýna þau er-
lenda listamenn sem hafa unnið með
íslenska menningu og náttúru-
upplifun, eins og Richard Long og
Lawrence Weiner. Hér á Bergstaða-
stræti setja þau upp sýningar fyrir
fólk sem mögulega þekkir betur til
safneignarinnar og margra lista-
mannanna.
Í fyrra var sett upp hér sýning
með verkum eftir Dieter Roth en
þessi sýning byggist á smærri verk-
um sem mörg hafa lítið verið sýnd. Í
sumum tilvikum vegna þess að lista-
mennirnir unnu þau ekki sem hluta
af stærri innsetningu heldur sem
einstök verk sem stundum rekast
ekki vel í hópi stærri verka viðkom-
andi. Okkur langaði að sjá hvers
þessi verk væru megnug í sjálfu sér.
Þá má hér sjá, eins og gjarnan áð-
ur á sýningum úr safneigninni, eitt-
hvað sem kalla má leik með verkin
þar sem til að mynda má sjá annars
konar samstillingar og samtal en
farið væri út í í opinberum söfnum.“
Birta segir að vissulega séu þau
trú verkunum og ætlun listamann-
anna, þótt óvæntar samstillingar
kunni að koma á óvart og mögulega
sé víkkaður út skilningur á því
hvernig nálgast má verkin.
Óvæntar
samstillingar
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjölbreytni Á sýningunni í Safni gefur að líta afar fjölbreytileg verk, hér meðal annars eftir Gillian Wearing, Josef
Albers, Lawrence Weiner, Roni Horn og forvitnilegar grafíkmyndir Kristins Péturssonar frá því um 1930.
Sýningin < alin I opnuð í Safni
Birta
Guðjónsdóttir
»Sinfóníuhljómsveit
Íslands flutti Mac-
beth eftir Richard
Strauss og Kullervo eft-
ir Jean Sibelius á tón-
leikum í Hörpu í gær.
Stjórnandi var Petri
Sakari, en einsöngvarar
Jorma Hynninen og
Þóra Einarsdóttir.
Sinfónísk ljóð eftir Strauss og Sibelíus flutt í Eldborgarsal Hörpu
Morgunblaðið/Ómar
Mæðgur Sigríður Thorlacius söngkona og Ásdís Kristinsdóttir.
Sæt Gunnhildur Ásta Guðmunds-
dóttir og Sigurður Hannesson.
Sáttir Tuomas Jarvela og Borgþór Kjærnested, túlkur og þýðandi.
Brosmild Létt var yfir Agli Friðleifssyni kórstjóra og Sigríði Björnsdóttur.