Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 47

Morgunblaðið - 23.01.2015, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015 Nýjasta kvikmynd ClintsEastwoods, Bandarískleyniskytta, hefur vakiðhatrammar deilur í Bandaríkjunum og fengið metaðsókn. Hægrimenn líta á myndina sem lang- þráða vegsömun bandarískra her- manna. Vinstrimenn saka Eastwood um að hvítþvo söguna. Myndin fjallar um Chris Kyle, kú- reka frá Texas, sem sennilega er einn þekktasti hermaðurinn, sem barðist í Írak. Kyle var leyniskytta og sam- kvæmt bandaríska varnarmálaráðu- neytinu skaut hann rúmlega 160 manns til bana, fleiri en nokkur önnur leyniskytta í sögu Bandaríkjahers, en talið er að hann hafi jafnvel fellt 255 menn. Kyle skrifaði bók samnefnda myndinni og er hún byggð á henni. Eastwood fer hratt yfir sögu í upp- hafi. Ungur segir faðir Kyles honum að þrenns konar fólk sé í heiminum; kindur, úlfar og fjárhundar, sem verndi hjörðina og séu fátíðir. Þegar hryðjuverkamenn ráðast á Bandaríkin 11. september 2001 er Kyle nóg boðið. Hann gengur í herinn og er fyrr en varir kominn til Íraks í baráttuna gegn óvininum. Hann er leyniskytta, liggur uppi á húsþökum og á að veita félögum sínum stuðning þar sem þeir fara um götur borga Íraks. Hann á líka í höggi við dular- fulla leyniskyttu frá Sýrlandi, sem veitir andstæðingnum sama skjól. Þeirra viðureign verður lykilatriði í myndinni. Eastwood lætur eiga sig að velta vöngum yfir forsendum innrásar- innar í Írak og tengingu hennar við hryðjuverkin 11. september. Sögu- hetjan er algerlega sannfærð um málstaðinn. Ekki hvarflar að Kyle að hann geti hafa tekið of oft í gikkinn, hann harmar aðeins að hafa ekki tek- ist að bjarga fleiri félögum sínum. Hann er fjárhundurinn. Dregin er upp mjög einhliða mynd af átökunum. Kyle og félagar fara um í endalausum eltingaleik við ill- finnanlegan andstæðing, sem birtist og hverfur jafnharðan. Írakarnir eru vart mennskir. Bandarísku hermenn- irnir kalla þá ítrekað „villimenn“ eða „skrælingja“ eins og það er þýtt að minnsta kosti einu sinni í texta mynd- arinnar. Þeir eru algerlega einangr- aðir frá íbúum landsins, sem þeir eru að „frelsa“, fara um allt í brynvörðum bílum, gráir fyrir járnum. Íbúarnir eru lafhræddir. Jafnvel þeir, sem vilja hjálpa Bandaríkjamönnum, óttast af- leiðingarnar því að bandarísku her- mennirnir koma og fara og geta ekki verndað þá eins og kemur á daginn. Þetta er örugglega trúverðug mynd af reynslu flestra bandarískra hermanna, sem sendir voru til Íraks. Myndin skiptist í kafla þar sem leyniskyttan er heima hjá konu sinni og börnum og er send til Íraks, alls fjórum sinnum. Í Írak er Kyle á heimavelli, en heima hjá sér eins og fiskur á þurru landi. Eastwood nær vel breytingunni á honum við átökin, en nær ekki að koma því til skila hvernig hann nær áttum eftir að hann kemur endanlega heim. Það er ódýrt að afgreiða myndina sem blinda hetjudýrkun. Þótt Kyle efist aldrei um málstaðinn eru efa- semdir og örvænting félaganna dregnar fram og átökin eru endur- tekning án árangurs. Auðvelt er að sjá hvernig Banda- rísk leyniskytta getur höfðað til þeirra, sem vilja sjá í myndinni veg- sömun hins bandaríska hermanns. Eastwood skirrist hins vegar ekki við að sýna hvernig stríðið sendir sögu- hetjuna út á ystu nöf. Vissulega minnir Kyle þó á margar hetjur mynda sem Eastwood hefur leikið í og leikstýrt. Chris Kyle slapp lifandi frá Írak. 2013 skaut uppgjafahermaður með áfallastreituröskun úr stríðinu leyni- skyttuna til bana á skotæfingavelli í Texas. Eastwood sýnir það ekki, en myndinni lýkur á myndum frá útför hins raunverulega Chris Kyle. Mann- fjöldinn við líkfylgdina og athöfnina gefur til kynna hvers vegna þessi mynd vekur svona miklar tilfinningar í Bandaríkjunum. Hetjusaga Clints East- woods úr stríðinu í Írak Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík. Bandarísk leyniskytta bbbmn Leikstjóri: Clint Eastwood. Leikarar: Bradley Cooper, Sienna Miller, Max Charles, Luke Grimes, Kyle Gallner, Sam Jaeger og Jake McDorman as Biggles. Bandarísk. 132 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Skotviss Bradley Cooper leikur leyniskyttuna í mynd Clints Eastwoods, Bandarísk leyniskytta, sem hefur verið tilnefnd til sex Óskarsverðlauna. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 25/1 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Mið 28/1 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Aðeins sýnt út febrúar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 23/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fim 29/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 17:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Fim 29/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Sun 25/1 kl. 20:00 5.k. Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Mið 28/1 kl. 20:00 6.k. Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 23/1 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! Fös 13/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! Lau 24/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! Lau 14/2 kl. 20:00 AUKASÝNING! ATHUGIÐ! Fjórar aukasýningar í febrúar! Lífið (Aðalsalur) Sun 25/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 ATH! Allra síðustu sýningar! Skepna (Aðalsalur) Fim 29/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Síðbúin rannsókn (Aðalsalur) Sun 25/1 kl. 20:00 Björt í sumarhúsi (Aðalsalur) Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 15:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Lau 7/2 kl. 14:00 Sun 15/2 kl. 14:00 Sun 1/3 kl. 14:00 Sun 8/2 kl. 14:00 Sun 22/2 kl. 14:00 leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Fös 23/1 kl. 19:30 12.sýn Fim 5/2 kl. 15:00 Aukas. Fim 19/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 24/1 kl. 19:30 13.sýn Fös 6/2 kl. 19:30 17.sýn Fös 20/2 kl. 19:30 21.sýn Fim 29/1 kl. 19:30 14.sýn Lau 7/2 kl. 19:30 18.sýn Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Fös 13/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 14/2 kl. 19:30 20.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Karitas (Stóra sviðið) Sun 25/1 kl. 19:30 30.sýn Sun 8/2 kl. 19:30 32.sýn Sun 22/2 kl. 19:30 34.sýn Sun 1/2 kl. 19:30 31.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 33.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Síðustu sýningar. Konan við 1000° (Kassinn) Sun 25/1 kl. 19:30 42.sýn Mið 4/2 kl. 19:30 45.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 lokas. Mið 28/1 kl. 19:30 43.sýn Sun 8/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 1/2 kl. 19:30 44.sýn Fim 12/2 kl. 19:30 47.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Síðustu sýningar. Ofsi (Kassinn) Fös 23/1 kl. 19:30 Fim 29/1 kl. 19:30 Lau 31/1 kl. 19:30 Lau 24/1 kl. 19:30 Fös 30/1 kl. 19:30 Sýning sem hefur fengið frábærar viðtökur. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.