Morgunblaðið - 23.01.2015, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 2015
Saga stærðfræðingsins Alans Tur-
ing sem smíðaði fyrstu tölvuna og
réð með henni dulmál Þjóðverja í
seinni heimsstyrjöldinni er rakin í
kvikmyndinni Imitation Game sem
frumsýnd verður í dag.
Í myndinni segir af því hvernig
Turing leysti Enigma-dulmál Þjóð-
verja. Winston Churchill, fyrrum
forsætisráðherra Breta, mun hafa
sagt um Turing að enginn ein-
staklingur annar hafi átt jafnstóran
þátt í að bandamönnum tókst að
vinna heimsstyrjöldina á jafn-
skömmum tíma og raunin varð.
Myndin er tilnefnd til átta Óskars-
verðlauna.
Leikstjóri er Morten Tyldum og
með aðalhlutverk fara Benedict
Cumberbatch, Keira Knightley,
Matthew Goode, Charles Dance og
Mark Strong. Metacritic: 72/100
Sagan af Alan Turing
Bíófrumsýning
Átök Benedict Cumberbatch í hlutverki Alans Turing í Imitation Game.
Svalir Stewart Wheeler sendiherra Kanada á Íslandi, Philippe O’Quin
sendiherra Frakklands á Íslandi, leikararnir í opnunarmyndinni, Noom
Diawara og Medi Sadoun og forseti Alliance francaise, Einar Hermannsson.
Kát Það virtist fara vel á með þeim Baldri Þórhallssyni, Jóni Baldvini
Hannibalssyni fyrrverandi ráðherra og konu hans Bryndísi Schram.
Unnur Hlíf Reynisdóttir,
nemandi Vatnsendaskóla,
fékk fyrstu verðlaun í ljóða-
samkeppni grunnskóla Kópa-
vogs fyrir ljóð sín „Framtíð“
og „Auðlindir hafsins“. Verð-
laun voru afhent við hátíð-
lega athöfn á ljóðahátíð í
Salnum samhliða því sem há-
tíðin Dagar ljóðsins í Kópa-
vogi var sett, en hún stendur
fram yfir helgi. Í öðru sæti
varð Ada Kozika, nemandi
Álfhólsskóla, fyrir ljóð sitt
„Skógur í Póllandi“ og í þriðja sæti varð Guðmundur Ólason, nemandi
Hörðuvallaskóla, fyrir ljóð sitt „Ský“.
Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ fengu tíu aðrir nemendur viður-
kenningu fyrir ljóð sín á ljóðahátíðinni, þau Hrafnkatla Bryngeirsdóttir og
Hulda M. Aðalsteinsdóttir úr Salaskóla, Hrönn Hjaltadóttir og Tristan Þór
Traustason úr Vatnsendaskóla, Eva Björg úr Smáraskóla, Veigar Elí Grét-
arsson og Anna Yrsa Kolka Ásgeirsdóttir úr Lindaskóla, Ásdís Sara Þórð-
ardóttir úr Kársnesskóla, Páll Ísak og Þórdís úr Hörðuvallaskóla og Ásgerð-
ur Magnúsdóttir úr Álfhólsskóla.
„Á Dögum ljóðsins í Kópavogi mega bæjarbúar eiga von á því að mæta
ljóðum á óvæntum stöðum, svo sem í sundi, í strætó, á húsveggjum eða á vef-
miðlum bæjarins,“ segir m.a. í tilkynningu.
Sigursæl Guðmundur, Unnur Hlíf og Ada.
Ljóðahátíð í Kópavogi
48
RAMMA
STÆRSTA OPNUNARHELGI
ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI!
E.F.I -MBL
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG!
www.laugarasbio.isSími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS
- bara lúxus
Bóndadagurinn er í dag