Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 6. J A N Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  21. tölublað  103. árgangur  MIKILVÆGAST AÐ VIÐ LÆRUM AF ÞVÍ SEM GERÐIST ÞÆR SÓPA AÐ SÉR VERÐLAUNUM Í JIU JITSU ALLIR LEIKA MÖRG HLUTVERK Í GEGNUM LÍFIÐ EVRÓPUMEISTARAMÓT 10 LEIKLISTARMEÐFERÐ 10VILHJÁLMUR ÁRNASON 26 Vinstriflokkurinn Syriza, með Alexis Tsipras í broddi fylkingar, er sigur- vegari þingkosninganna sem fram fóru í Grikklandi í gær. Antonis Samaras, núverandi forsætisráð- herra landsins, hefur þegar játað ósigur sinn. Þegar búið var að telja þriðjung atkvæða í gærkvöldi var Syriza-flokkurinn með 35,4% at- kvæða en flokkur Samaras með 29%. „Ég afhendi land sem er hluti af Evrópusambandinu og evrunni. Með hagsmuni landsins í huga vona ég að næsta ríkisstjórn haldi í það sem áunnist hefur,“ sagði Samaras í stuttu ávarpi. Syriza hefur heitið því að endursemja um skuldir landsins og að hætta aðhaldsaðgerðum. »15 Syriza sig- urvegari kosninga  Samaras viður- kenndi ósigur AFP Ósigur Antonis Samaras forsætis- ráðherra ávarpar fréttamenn. Morgunblaðið/Golli Katar Stuðningsmennirnir í stuði. Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik þarf að sigra Guðmund Þ. Guð- mundsson og lærisveina hans í danska landsliðinu í kvöld til þess að komast í hóp átta bestu liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. Þjóð- irnar mætast í sextán liða úrslitum keppninnar klukkan 18 en héðan í frá er útsláttarkeppni þar sem sigurliðið kemst áfram en tapliðið heldur heimleiðis. Óvíst er hvort Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, getur teflt fram sterkasta liðinu. Það skýrist í dag hvort Aron Pálmarsson verður búinn að jafna sig nægilega eftir höf- uðhöggið sem hann hlaut í leiknum við Tékka til þess að læknir íslenska liðsins heimili honum að taka þátt í viðureigninni í kvöld. Nokkrar líkur voru taldar á því í gærkvöld. Björg- vin Páll Gústavsson markvörður var slappur í gær en reiknað var með að hann yrði leikfær. Íslendingarnir sem fylgdu liðinu til Katar hafa notið lífsins í framandi landi. „Það er í raun ekki fyrr en komið er niður í miðbæinn sem það rennur almennilega upp fyrir manni að við erum á framandi slóðum. Það er bara ekki hægt að lýsa því hvern- ig þessir turnar og háhýsi eru, svona í nálægð. Myndirnar eru svo póst- kortalegar en þetta er einstök upp- lifun, algjörlega sérstakt. Við ströndina eru flottustu hótelin og íburðurinn rosalegur; ströndin framan við hvert hótel er eins og í einhverri bíómynd og þegar kvöldar og ljósin kvikna í öllum háhýsum og turnum, þá bara stendur maður, snýr sér í hring og svo annan og ann- an og getur bara sagt: vá,“ segir Bóas Börkur Bóasson, einn af stuðn- ingsmönnunum. »6 og Íþróttir Ekkert nema sigur dugir gegn Dönum  Stuðningsmenn Íslands njóta lífsins í Katar  Upplifunin alveg einstök  Í breytingartillögu sem meiri- hlutinn í borginni lagði fram er lagt til að hætt verði við smíði 1.000 fer- metra bílakjallara við Laugaveg 120 þar sem verður 7.000 fermetra hótel. Þá er einungis gert ráð fyrir 17 stæðum á lóð hótelsins. Minni- hlutinn í borginni er ósammála til- lögunni og telur þörf á fleiri bíla- stæðum á svæðinu. »9 17 bílastæði á lóð risahótels á Hlemmi  Samkvæmt nýrri þjónustu- könnun Capacent er Garðabær í fyrsta sæti sveitarfélaga hér á landi hvað varð- ar þjónustu við barnafjölskyldur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umfjöllun í greinaflokknum Heim- sókn á höfuðborgarsvæðið í dag. Sagt er frá rekstri tveggja ung- barnaleikskóla, í bænum. Einnig er rætt við bæjarlistamanninn Soffíu Sæmundsdóttur myndlistarkonu og sagt frá starfsemi Hönnunarsafns- ins. »12-13 Fremstir í þjónustu við barnafjölskyldur Þessu fríða pari varð ekki fótaskortur þegar Dans- íþróttasamband Íslands stóð fyrir Íslandsmeistara- mótinu í latneskum dönsum um helgina. Mótið þyk- ir vera eitt það þýðingarmesta hér á landi því með sigri á mótinu vinna dansarar sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótum víða um heim. Ljóst er að til mikils er að vinna og mátti sjá spennuna í andliti keppenda í Laugardalshöllinni í gær. Morgunblaðið/Ómar Dönsuðu af innlifun og eldmóði Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Um 1.200 eru á skrá Blóðbankans yfir stofnfrumugjafa hér á landi og átta Íslend- ingar hafa farið úr landi undanfarin ár til að gefa stofnfrumur, en þörf er á því að fleiri skrái sig sem gjafa. Í Blóðbankanum eru gerðar tilraunir með stofnfrumur, sem tengj- ast m.a. því að smíða líf- færi. Ólafur Eysteinn Sigurjónson, forstöðu- maður rannsókna og ný- sköpunar þar, segir að ýmsar goðsagnir séu á kreiki um lækningamátt stofnfrumna. Allir skráðir stofnfrumugjafar hér á landi koma úr röðum blóðgjafa Blóðbankans og er skilyrði að þeir hafi gefið blóð a.m.k. fimm sinnum og séu á aldrinum 18-40 ára þegar þeir eru skráðir. Þegar blóðgjafi ákveður að verða stofnfrumugjafi er gerð vefjaflokkun með því að taka blóðsýni og niðurstaðan síðan geymd í stofnfrumu- gjafaskrá, en Blóðbankinn er í samstarfi við norsku stofnfrumugjafaskrána. Þeir sem þurfa á stofnfrumum að halda eru oftast með illkynja blóðsjúkdóma eða eitlaæxli. Ef hentugur stofnfrumugjafi finnst ekki innan fjölskyldu er leitað í skránni að einstaklingi sem er með sömu vefjaflokkun. Fyrst er leitað í því landi sem sjúklingurinn býr í; beri það ekki árangur er gerð leit á heims- vísu, þ.m.t. í norsku skránni. Sé einhver á skrá með sama eða mjög líkan vefjaflokk og sjúklingurinn er þess farið á leit að hann gefi stofnfrumur. Hér á landi eru ekki framkvæmdar stofn- frumugjafir á milli einstaklinga. Þeir Ís- lendingar sem þurfa á stofnfrumugjöf að halda fara því utan. »4 Tilraun- ir með stofn- frumur  Um 1.200 manns á skrá Blóðbankans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.