Morgunblaðið - 26.01.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 2015
aðeins kíkt í búðir en verslunar-
miðstöðvar í Doha þykja ansi íburð-
armiklar.
„Sumar verslunarmiðstöðvar eru
ansi flottar og stórar og íburðurinn
mikill. Löggan sést þó hvergi, venju-
legir öryggisverðir eru í verslunar-
miðstöðvum, maður sér löggubíla á
götum sinna einhverjum árekstrum
og tilfallandi en aldrei er sýnileg
lögga á götum – hvergi.
Maður fær aldrei á tilfinninguna
að hér séu höft á öllu og boð og bönn.
Hótelin eru eins og annars staðar
þar sem ég hef komið; fólk labbar
léttklætt milli hæða í sundlaugina, í
sánu eða í ræktina.
Morgunmaturinn er bæði venju-
legur og óvenjulegur því köku-
magnið er fáránlegt og sem köku-
skraut eru gylltar þunnar flögur –
afar flott. Þá er hreinlæti fyrsta
flokks alls staðar.“
Hann segir að íbúar í borginni
Doha séu kurteisir. „Allt fólk sem
maður hittir utanhúss á gangi er
kurteist, allir taka tillit til hinna,
aldrei finnst manni að einhverjir séu
varasamir eða hættulegir útlits,
enda þjófnaður ekki til, menn hend-
ast frekar eftir fólki sem missir eitt-
hvað eða gleymir veski á borðinu.“
Morgunblaðið/Golli
Áfram Ísland Stuðningsmenn íslenska liðsins. Börkur syngur hátt í treyju númer 9. 20 Íslendingum var boðið út.
Íslenskt Hér er Bóas Börkur við skilti Íslands í Doha. Gamli Sjálfur Bogdan Kowalczyk fyrrum landsliðsþjálfari. Rafmagns BMW dótabíll sem kostaði nokkur hundruð þúsund.
Potturinn Hluti af íslenska hópnum í pottinum enda vetur í Doha.
„Áfram Ísland“ í Katar
Stuðningsmenn Íslands hafa skemmt sér vel í Katar þrátt fyrir misjafnt gengi landsliðsins
Bílstjórarnir brjálaðir Íburðurinn mikill Dagurinn byrjar á ferð í ræktina og svo í pottinn
Markaður Kíkt var á markað þar sem margt framandi var á boðstólum.
SVIÐSLJÓS
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Það er í raun ekki fyrr en komið er
niður í miðbæinn sem það rennur al-
mennilega upp fyrir manni að við er-
um á framandi slóðum. Það er bara
ekki hægt að lýsa því hvernig þessir
turnar og háhýsi eru, svona í ná-
lægð. Myndirnar eru svo póst-
kortalegar en þetta er einstök upp-
lifun, algjörlega sérstakt. Við
ströndina eru flottustu hótelin og
íburðurinn rosalegur; ströndin
framan við hvert hótel er eins og í
einhverri bíómynd og þegar kvöldar
og ljósin kvikna í öllum háhýsum og
turnum, þá bara stendur maður,
snýr sér í hringi og svo annan og
annan og getur bara sagt: vá,“ segir
Bóas Börkur Bóasson, einn af stuðn-
ingsmönnum Íslands á heimsmeist-
aramótinu í Katar.
Flautukór í umferðinni
Börkur er einn af þeim tuttugu
sem fengu boðsmiða frá HSÍ fyrir
óeigingjarnt starf fyrir sambandið.
Hann segir vegakerfið í Katar vera
líkt og í Evrópu þótt bílstjórar séu
gjarnir á að nota flautuna. „Vega-
kerfið er bara svipað og á megin-
landinu, hægri umferð, allt venju-
legt, nema flestir eru brjálaðir. Það
eru oftast þrjár til fimm akreinar en
allir eru að stilla sig fyrir næsta
hringtorg til að komast út og troðn-
ingurinn er ótrúlegur, menn svína
rosalega og uppskera flautukór tíu
bíla fyrir aftan sig, samt gera þetta
allir – og allir jafnbrjálaðir. Ég eig-
inlega skil ekki að maður skuli ekki
sjá fleiri árekstra.
Leigubílar eru margir og eru
mjög ódýrir, miðbær-Breiðholt-
vegalengd kostar um 650-750 krón-
ur. Svo stoppar mælirinn þegar bíll-
inn stoppar, tikkar bara á keyrslu.“
Íslensku stuðningsmennirnir hafa
Ísland leikur yfirleitt sína leiki klukkan 21 að
staðartíma. Börkur segir að stuðningsmenn nýti
þá daginn vel. „Það er vaknað snemma og farið í
ræktina, svo er morgunmatur, og kaffi á eftir,
sem er afskaplega gott. Svo er farið í heita pott-
inn, sundlaugina og gufu. Flestar verslanir eru
opnaðar kl. 13 svo menn geta leyft sér að hanga í
pottinum,“ segir hann og hlær.
Milli 11 og 13 fara margir stuðningsmenn af
hótelinu annaðhvort í verslunarferð eða göngu-
ferð um hverfið, taka leigubíl niður að sjó eða
fara í ferð með útsýnisrútunni.
„Menn finna afþreyingu sjálfir, leita að mörk-
uðum, verslunum og áhugaverðum stöðum. Við
erum komin heim á hótel um fjögur og þá er
borðað og svo er oft fyrirpartí á einhverju hóteli
niðri í bæ sem selur bjór. Þaðan er haldið á leik-
inn.“
Hann segir annan möguleika vera í stöðunni;
að fara með leigubíl og horfa á báða leikina, því
það er alltaf leikur líka kl. 19.
„Eftir leik fer rútan heim á hótel 30 mínútum
eftir að leik lýkur, þá er klukkan 11:15 til 11.30
og þá er farið beint í kvöldmat. Eftir mat fara
menn ýmist í rúmið eða finna sér félagsskap og
spjalla og horfa á endursýningar annarra leikja.“
Dagskráin á frídegi er ögn öðruvísi þótt hann
byrji eins, með æfingu að morgni og heimsókn í
pottinn.
„Eftir hádegi eru svo ferðir og labbitúrar um
allt, sumir hafa komist á ströndina og tekið lit en
mest eru menn þó að skoða og labba.
Ekki hægt að gera kjarakaup í Katar
Verðlagið hér er ekkert sérstakt, hér er ódýr-
ara en heima, en ekki hægt að gera nein kjara-
kaup. Skór, föt og merkjavara er ansi dýr, en raf-
tæki eru mun ódýrari en heima.“
Hann segir að stuðningsmennirnir séu nú farn-
ir að kynnast landinu og hugsi stórt fyrir næstu
ferð. „Menn eru nú farnir að skoða stærri ferðir
eins og safaríferðir, í boði eru ferðir á úlföldum,
fjórhjólum, jeppum og hægt að vera stutt og
lengi – jafnvel allan daginn. Það er rándýrt, kam-
eldýrareið kostar yfir 20 þúsund krónur stysta
ferð.“
Slappað af á leikdegi
20. febrúar vinnur heppinn
áskrifandi Morgunblaðsins
Volkswagen e-Golf.
Rafmagnað samband
við áskrife dur.
Þann 20. febrúar kemst einn heppinn
áskrifandi Morgunblaðsins í samband
við Volkswagen e-Golf.